Ekki að elta gamalmenni heldur nýja lesendur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. júlí 2015 10:30 Kristinn og Gunnar afhentu sænska kónginum sett af Íslendingasögunum og komu fram hjá Samfundet Sverige Island í Stokkhólmi. Mynd/Simon Carlbäck „Það var ágætt að fá peninga en aðalatriðið er að Íslendingasögunum skyldi veitt athygli og vinnunni við þýðingar þeirra, mér fannst það gott.“ Þetta segir Kristinn Jóhannesson íslenskufræðingur sem ásamt ljóðskáldinu Gunnari D. Hanssyni hlaut nýlega viðurkenningu sænsku akademíunnar fyrir ritstjórn á heildarútgáfu Íslendingasagnanna í nýrri sænskri þýðingu sem Saga forlag gaf út á síðasta ári. Báðir búa þeir Kristinn og Gunnar í Gautaborg og hafa starfað við háskólann þar. Upphæðin sem hvor fékk nam 100 þúsund sænskum krónum eða ríflega einni og hálfri milljón íslenskra króna. „Þriðji ritstjórinn, Karl G. Johanson sem situr í Ósló, var ekki hafður með, ekki veit ég hvers vegna, akademían hefur kannski ekki átt pening – en reyndar unnum við Gunnar bróðurhlutann af þessu verki. Meðal annars lásum við allt efnið upphátt hvor fyrir annan. Það var þarft.“ Kristinn er staddur í sumarbústað sínum utan við Gautaborg þegar hann svarar símanum. „Bústaðurinn er í skógi skammt frá Lödöse þar sem víkingarnir gengu á land og hér í túnfætinum er lind Ólafs helga. Ég er vel staðsettur,“ segir hann kampakátur. „Ekki spillir að asskoti gott veður hefur verið að undanförnu.“ Hann er Svarfdælingur að uppruna. Kveðst hafa farið beint frá prófborði í Háskóla Íslands til Finnlands fyrir meira en 40 árum, verið þar í eitt ár og svo fært sig yfir til Gautaborgar. Hann hefur kennt íslensku við háskólana í Helsinki, Lundi og Gautaborg en er nú kominn á eftirlaun. Meðan hann var við kennslu kveðst hann yfirleitt hafa komið til Íslands tvisvar á ári til að halda málinu við, hlusta á alls konar útvarpsþætti og lesa hin ýmsu blöð. En eru Íslendingasögurnar lesnar í Svíþjóð? „Nýja útgáfan hefur vakið athygli og bækurnar eru gefnar í stórafmælisgjafir og fermingargjafir. Þegar ég held fyrirlestra um sögurnar kemur til mín fólk sem hefur lesið þessar algengustu eins og Gunnlaugs sögu og Grettis sögu en í nýju útgáfunni eru margar skemmtilegar sögur sem hafa ekki náð til fólks. Svo er að verða kynslóðabil líkt og heima. Áður var alltaf lesin ein saga í menntaskólunum, nú eru bara lesnir smá kaflar. Markmið okkar Gunnars var að gera sögurnar aðgengilegar fyrir menntaskólanema og annan ungdóm, ég held að okkur hafi tekist það. Þær eru ekki á neinu slangurmáli heldur vönduðu nútímamáli. Við erum ekkert að reyna að elta gamalmennin heldur nýja lesendur og tökum fram að fornsögurnar séu reyfarar og eigi að lesast með það í huga. Svo getur lesturinn verið undirbúningur undir gerð sería, bíómynda og tölvuleikja úr efninu.“ Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Það var ágætt að fá peninga en aðalatriðið er að Íslendingasögunum skyldi veitt athygli og vinnunni við þýðingar þeirra, mér fannst það gott.“ Þetta segir Kristinn Jóhannesson íslenskufræðingur sem ásamt ljóðskáldinu Gunnari D. Hanssyni hlaut nýlega viðurkenningu sænsku akademíunnar fyrir ritstjórn á heildarútgáfu Íslendingasagnanna í nýrri sænskri þýðingu sem Saga forlag gaf út á síðasta ári. Báðir búa þeir Kristinn og Gunnar í Gautaborg og hafa starfað við háskólann þar. Upphæðin sem hvor fékk nam 100 þúsund sænskum krónum eða ríflega einni og hálfri milljón íslenskra króna. „Þriðji ritstjórinn, Karl G. Johanson sem situr í Ósló, var ekki hafður með, ekki veit ég hvers vegna, akademían hefur kannski ekki átt pening – en reyndar unnum við Gunnar bróðurhlutann af þessu verki. Meðal annars lásum við allt efnið upphátt hvor fyrir annan. Það var þarft.“ Kristinn er staddur í sumarbústað sínum utan við Gautaborg þegar hann svarar símanum. „Bústaðurinn er í skógi skammt frá Lödöse þar sem víkingarnir gengu á land og hér í túnfætinum er lind Ólafs helga. Ég er vel staðsettur,“ segir hann kampakátur. „Ekki spillir að asskoti gott veður hefur verið að undanförnu.“ Hann er Svarfdælingur að uppruna. Kveðst hafa farið beint frá prófborði í Háskóla Íslands til Finnlands fyrir meira en 40 árum, verið þar í eitt ár og svo fært sig yfir til Gautaborgar. Hann hefur kennt íslensku við háskólana í Helsinki, Lundi og Gautaborg en er nú kominn á eftirlaun. Meðan hann var við kennslu kveðst hann yfirleitt hafa komið til Íslands tvisvar á ári til að halda málinu við, hlusta á alls konar útvarpsþætti og lesa hin ýmsu blöð. En eru Íslendingasögurnar lesnar í Svíþjóð? „Nýja útgáfan hefur vakið athygli og bækurnar eru gefnar í stórafmælisgjafir og fermingargjafir. Þegar ég held fyrirlestra um sögurnar kemur til mín fólk sem hefur lesið þessar algengustu eins og Gunnlaugs sögu og Grettis sögu en í nýju útgáfunni eru margar skemmtilegar sögur sem hafa ekki náð til fólks. Svo er að verða kynslóðabil líkt og heima. Áður var alltaf lesin ein saga í menntaskólunum, nú eru bara lesnir smá kaflar. Markmið okkar Gunnars var að gera sögurnar aðgengilegar fyrir menntaskólanema og annan ungdóm, ég held að okkur hafi tekist það. Þær eru ekki á neinu slangurmáli heldur vönduðu nútímamáli. Við erum ekkert að reyna að elta gamalmennin heldur nýja lesendur og tökum fram að fornsögurnar séu reyfarar og eigi að lesast með það í huga. Svo getur lesturinn verið undirbúningur undir gerð sería, bíómynda og tölvuleikja úr efninu.“
Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira