Ekki starfi sínu vaxin? Skjóðan skrifar 15. júlí 2015 10:30 Á ögurstundu getur það skipt sköpum fyrir alla heimsbyggðina að ráðamenn einstakra ríkja séu starfi sínu vaxnir og geti staðið undir þeirri miklu ábyrgð sem á þeim hvílir. Þegar horft er til síðari heimsstyrjaldarinnar dylst engum að þegar Winston Churchill tók við forsætisráðherraembætti í Bretlandi af Neville Chamberlain urðu kaflaskil. Stríðslukkan snerist ekki Bretum og bandamönnum í hag þegar í stað, en brotið hafði verið blað. Þegar við Íslendingar horfum til baka er erfitt að draga aðra ályktun en þá að ráðamenn í ríkisstjórn, Seðlabanka og stjórnkerfi Íslands hafi verið mörgum númerum of litlir í sín vandasömu störf á árunum og misserunum fyrir hrunið sem hér varð 2008. Í Grikklandi, vöggu lýðræðis í heiminum, hafa óhæfir menn farið með landstjórnina í áratugi. Um það þarf ekki að deila. Afleiðingarnar eru skelfilegar fyrir Grikki, sem nú eru háðir nágrönnum sínum um neyðaraðstoð til að afstýra algeru hruni. Endurreisn Þýskalands eftir seinni heimsstyrjöldina er oft kennd við Konrad Adenauer, kanslara 1947-1963, og Ludwig Ehrhard, fjármálaráðherra hans og eftirmann, og víst er að þeir voru engir meðalmenn. Þó hefði þeim Adenauer og Erhard aldrei tekist að endurreisa Þýskaland án mikillar aðstoðar annarra ríkja. Sú aðstoð fólst m.a. í Marshall-aðstoð Bandaríkjamanna og stórfelldri skuldaniðurfellingu, sem gengið var frá á Lundúnaráðstefnunni 1953. Nágrannaríki Þýskalands ætluðu Þjóðverjum ekki hið óframkvæmanlega hlutskipti að komast á réttan kjöl fjárhagslega með því að skera niður útgjöld og hækka skatta í brostnu hagkerfi enda hefði það aldrei gengið. Þjóðverjum var rétt hjálparhönd og þeir reistir á fætur. Því er það kaldhæðnislegt þegar Grikkland er á fjárhagslegri vonarvöl að þýskir ráðamenn skuli ganga fremstir í flokki þeirra sem gera óraunhæfar kröfur um niðurskurð og skattahækkanir í gríska hagkerfinu. Ekki verður betur séð en að einn tilgangur þess skrípaleiks, sem staðið hefur í Brüssel undanfarnar vikur, sé að niðurlægja Grikki. Sjálfsagt er að gera kröfur um umbætur í grískri stjórnsýslu og hagstjórn en án stórfelldra skuldaafskrifta er Grikklandsævintýrið dæmt til að enda með skelfingu fyrir Evrópu. Það er ekki fyrr en á reynir sem í ljós kemur hvort stjórnmálamenn eru leiðtogar eða vindhanar. Í stað þess að leiða Grikklandskrísuna til farsællar lausnar fyrir alla höfðar Angela Merkel til lægstu hvata þýskra kjósenda. Hún er ekki starfi sínu vaxin. Nú er sjálft ESB í hættu vegna þýskrar óbilgirni í garð Grikkja. Hætt er við að sagan skipi Merkel annars staðar í sveit en með Adenauer, Erhard, Brandt, Schmidt og Kohl.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Á ögurstundu getur það skipt sköpum fyrir alla heimsbyggðina að ráðamenn einstakra ríkja séu starfi sínu vaxnir og geti staðið undir þeirri miklu ábyrgð sem á þeim hvílir. Þegar horft er til síðari heimsstyrjaldarinnar dylst engum að þegar Winston Churchill tók við forsætisráðherraembætti í Bretlandi af Neville Chamberlain urðu kaflaskil. Stríðslukkan snerist ekki Bretum og bandamönnum í hag þegar í stað, en brotið hafði verið blað. Þegar við Íslendingar horfum til baka er erfitt að draga aðra ályktun en þá að ráðamenn í ríkisstjórn, Seðlabanka og stjórnkerfi Íslands hafi verið mörgum númerum of litlir í sín vandasömu störf á árunum og misserunum fyrir hrunið sem hér varð 2008. Í Grikklandi, vöggu lýðræðis í heiminum, hafa óhæfir menn farið með landstjórnina í áratugi. Um það þarf ekki að deila. Afleiðingarnar eru skelfilegar fyrir Grikki, sem nú eru háðir nágrönnum sínum um neyðaraðstoð til að afstýra algeru hruni. Endurreisn Þýskalands eftir seinni heimsstyrjöldina er oft kennd við Konrad Adenauer, kanslara 1947-1963, og Ludwig Ehrhard, fjármálaráðherra hans og eftirmann, og víst er að þeir voru engir meðalmenn. Þó hefði þeim Adenauer og Erhard aldrei tekist að endurreisa Þýskaland án mikillar aðstoðar annarra ríkja. Sú aðstoð fólst m.a. í Marshall-aðstoð Bandaríkjamanna og stórfelldri skuldaniðurfellingu, sem gengið var frá á Lundúnaráðstefnunni 1953. Nágrannaríki Þýskalands ætluðu Þjóðverjum ekki hið óframkvæmanlega hlutskipti að komast á réttan kjöl fjárhagslega með því að skera niður útgjöld og hækka skatta í brostnu hagkerfi enda hefði það aldrei gengið. Þjóðverjum var rétt hjálparhönd og þeir reistir á fætur. Því er það kaldhæðnislegt þegar Grikkland er á fjárhagslegri vonarvöl að þýskir ráðamenn skuli ganga fremstir í flokki þeirra sem gera óraunhæfar kröfur um niðurskurð og skattahækkanir í gríska hagkerfinu. Ekki verður betur séð en að einn tilgangur þess skrípaleiks, sem staðið hefur í Brüssel undanfarnar vikur, sé að niðurlægja Grikki. Sjálfsagt er að gera kröfur um umbætur í grískri stjórnsýslu og hagstjórn en án stórfelldra skuldaafskrifta er Grikklandsævintýrið dæmt til að enda með skelfingu fyrir Evrópu. Það er ekki fyrr en á reynir sem í ljós kemur hvort stjórnmálamenn eru leiðtogar eða vindhanar. Í stað þess að leiða Grikklandskrísuna til farsællar lausnar fyrir alla höfðar Angela Merkel til lægstu hvata þýskra kjósenda. Hún er ekki starfi sínu vaxin. Nú er sjálft ESB í hættu vegna þýskrar óbilgirni í garð Grikkja. Hætt er við að sagan skipi Merkel annars staðar í sveit en með Adenauer, Erhard, Brandt, Schmidt og Kohl.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira