AGS segir Grikki þurfa mun meiri aðstoð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. júlí 2015 07:00 Þingmenn stjórnarandstöðuflokka í Þýskalandi lýstu yfir óánægju sinni með störf fjármálaráðherrans Wolfgangs Schäuble í gær. nordicphotos/afp Evrópa Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) telur Grikki þurfa mun meiri aðstoð en evrusvæðisríkin sömdu um að veita á mánudagsmorgun. Þetta kemur fram í skýrslu AGS sem fréttastofa Reuters kom höndum yfir í gær. AGS telur þrjá kosti í stöðunni fyrir Grikki. Í fyrsta lagi að Grikkjum verði gefin þrjátíu ár þar sem ríkið þarf ekki að borga af lánum, í öðru lagi að Grikkjum verði veitt lán á hverju ári og í þriðja lagi að fella niður hluta af skuldum þeirra. AGS telur því samninginn sem náðist ekki fullnægjandi fyrir Grikki. Heimildarmaður Reuters hermir að leiðtogar evrusvæðisins hafi vitað af áhyggjum AGS áður en samið var. Fleiri hafa lýst yfir áhyggjum yfir samningnum. Gerhard Schick, þingmaður Græningja í Þýskalandi, sakaði fjármálaráðherrann Wolfgang Schäuble um að haga sér á virkilega hættulegan hátt þegar hann lagði til að Grikkir myndu yfirgefa evrusvæðið tímabundið. Þingmaður vinstriflokksins Linke, Dietmar Bartsch, sakaði Angelu Merkel kanslara og Schäuble um að kúga Grikki. Marine Le Pen, formaður frönsku Þjóðfylkingarinnar, sakaði François Hollande, forseta Frakklands, um að beita sér ekki fyrir þjóðarhagsmunum, einungis hagsmunum Evrópu. Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Evrópa Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) telur Grikki þurfa mun meiri aðstoð en evrusvæðisríkin sömdu um að veita á mánudagsmorgun. Þetta kemur fram í skýrslu AGS sem fréttastofa Reuters kom höndum yfir í gær. AGS telur þrjá kosti í stöðunni fyrir Grikki. Í fyrsta lagi að Grikkjum verði gefin þrjátíu ár þar sem ríkið þarf ekki að borga af lánum, í öðru lagi að Grikkjum verði veitt lán á hverju ári og í þriðja lagi að fella niður hluta af skuldum þeirra. AGS telur því samninginn sem náðist ekki fullnægjandi fyrir Grikki. Heimildarmaður Reuters hermir að leiðtogar evrusvæðisins hafi vitað af áhyggjum AGS áður en samið var. Fleiri hafa lýst yfir áhyggjum yfir samningnum. Gerhard Schick, þingmaður Græningja í Þýskalandi, sakaði fjármálaráðherrann Wolfgang Schäuble um að haga sér á virkilega hættulegan hátt þegar hann lagði til að Grikkir myndu yfirgefa evrusvæðið tímabundið. Þingmaður vinstriflokksins Linke, Dietmar Bartsch, sakaði Angelu Merkel kanslara og Schäuble um að kúga Grikki. Marine Le Pen, formaður frönsku Þjóðfylkingarinnar, sakaði François Hollande, forseta Frakklands, um að beita sér ekki fyrir þjóðarhagsmunum, einungis hagsmunum Evrópu.
Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira