Sigga Lund snaraði sér úr fjölmiðlum yfir í fjárbúskap Guðrún Ansnes skrifar 16. júlí 2015 13:15 Sigga Lund Fjölmiðlakona og fjárbóndi. Afmælisbarn dagsins ætlar að bregða sér af bæ og smakka sushi á Seyðisfirði og skála jafnvel í hvítvíni.mynd/aðsend „Þetta þýðir bara að það séu fimm ár í fimmtugt, og það eru sko tímamót í lagi,“ segir Sigríður Lund Hermannsdóttir, sem flestir kannast við sem Siggu Lund fjölmiðlakonu. Afmælisbarn dagsins hefur sannarlega vent kvæði sínu í kross og titlast nú sem sauðfjárbóndi, en flestir landsmenn kannast við hana úr útvarpinu, svo sem þegar hún stjórnaði morgunþættinum Súper á FM957 við gríðargóðan orðstír. Nú hefur Sigga sest að á bænum Vaðbrekku í Jökuldal á Austurlandi, og kæmist að öllum líkindum ekki lengra frá Reykjavík. Þar dekrar hún við heimalninga og mokar skít svo eitthvað sé nefnt. „Þetta hefur verið mikil u-beygja sem ég hef tekið undanfarið árið. Ég hef búið í höfuðborginni alla mína hunds- og kattartíð, fyrir utan þegar ég var barn í Vestmannaeyjum,“ útskýrir hún. Sigga segir hlutskipti sitt nú að öllu leyti ólíkt því sem hún átti að venjast fyrir um ári. „Þetta er sannarlega áskorun fyrir mig, og ég viðurkenni fúslega að ég hef alveg hugsað með mér eftir að hafa lokið við að moka skítinn úr fjárhúsunum, hvað í ósköpunum ég sé að gera hérna, og hve mikið óskaplega væri fínt að hoppa inn í stúdíó og bjóða áheyrendum góðan dag í staðinn,“ segir Sigga og rekur upp hláturroku eins og henni einni er lagið. Segist Sigga þó býsna ánægð með stöðuna og finna sig vel í náttúrunni, enda mikið náttúrubarn. „Þetta er svo hollt. Maður fer að spá allt öðruvísi í hlutina og hvaðan þeir koma. Ég missti næstum andlitið þegar ég áttaði mig á að orðið tað þýðir hreinlega kúkur, og við kaupum okkur ægilega fínt taðreykt hangikjöt úr Melabúðinni án þess að láta hugann reika að einhverjum kúk,“ bendir Sigga réttilega á og skellir upp úr. „Ég er samt ekki búin að grafa mig niður hérna úti í buskanum fyrir austan, ég gæti alveg hugsað mér að eiga afturkvæmt í fjölmiðlabransann og verð líklega svolítið með annan fótinn í Reykjavík,“ bendir Sigga á og bætir við að hún eigi svo ljómandi fínan mann að svoleiðis bardús ætti alveg að geta gengið upp. Einhverra hluta vegna hefur Sigga verið lítið í að halda upp á afmælið sitt í gegnum tíðina, þótt hún elski að fá pakka og kveðjurnar líkt og mörg afmælisbörn. Hún bregður lítið út af vananum í þetta skiptið, en í tilefni dagsins segist Sigga ekki hafa planað nein ósköp. „Ég reikna með að bregða mér af bæ í dag og kíkja í sushi á nýjum veitingastað á Seyðisfirði,“ segir Sigga og kveðst nokkuð sátt við að fá frí frá lambakjötinu. Tengdar fréttir Sigga Lund í viðtali við Forbes „Í dag er ég bóndi með kærasta mínum og við eigum þrjú hundruð kindur.“ 30. september 2014 14:30 Sigga Lund rennblaut í sveitinni Sigga Lund útvarpskonan geðþekka sem býr nú á Vaðbrekku í Jökuldal með kærasta sínum þar sem hún tekst nú á við ný ævintýri sem fjárbóndi... 2. september 2014 08:45 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Afmælisbarn dagsins ætlar að bregða sér af bæ og smakka sushi á Seyðisfirði og skála jafnvel í hvítvíni.mynd/aðsend „Þetta þýðir bara að það séu fimm ár í fimmtugt, og það eru sko tímamót í lagi,“ segir Sigríður Lund Hermannsdóttir, sem flestir kannast við sem Siggu Lund fjölmiðlakonu. Afmælisbarn dagsins hefur sannarlega vent kvæði sínu í kross og titlast nú sem sauðfjárbóndi, en flestir landsmenn kannast við hana úr útvarpinu, svo sem þegar hún stjórnaði morgunþættinum Súper á FM957 við gríðargóðan orðstír. Nú hefur Sigga sest að á bænum Vaðbrekku í Jökuldal á Austurlandi, og kæmist að öllum líkindum ekki lengra frá Reykjavík. Þar dekrar hún við heimalninga og mokar skít svo eitthvað sé nefnt. „Þetta hefur verið mikil u-beygja sem ég hef tekið undanfarið árið. Ég hef búið í höfuðborginni alla mína hunds- og kattartíð, fyrir utan þegar ég var barn í Vestmannaeyjum,“ útskýrir hún. Sigga segir hlutskipti sitt nú að öllu leyti ólíkt því sem hún átti að venjast fyrir um ári. „Þetta er sannarlega áskorun fyrir mig, og ég viðurkenni fúslega að ég hef alveg hugsað með mér eftir að hafa lokið við að moka skítinn úr fjárhúsunum, hvað í ósköpunum ég sé að gera hérna, og hve mikið óskaplega væri fínt að hoppa inn í stúdíó og bjóða áheyrendum góðan dag í staðinn,“ segir Sigga og rekur upp hláturroku eins og henni einni er lagið. Segist Sigga þó býsna ánægð með stöðuna og finna sig vel í náttúrunni, enda mikið náttúrubarn. „Þetta er svo hollt. Maður fer að spá allt öðruvísi í hlutina og hvaðan þeir koma. Ég missti næstum andlitið þegar ég áttaði mig á að orðið tað þýðir hreinlega kúkur, og við kaupum okkur ægilega fínt taðreykt hangikjöt úr Melabúðinni án þess að láta hugann reika að einhverjum kúk,“ bendir Sigga réttilega á og skellir upp úr. „Ég er samt ekki búin að grafa mig niður hérna úti í buskanum fyrir austan, ég gæti alveg hugsað mér að eiga afturkvæmt í fjölmiðlabransann og verð líklega svolítið með annan fótinn í Reykjavík,“ bendir Sigga á og bætir við að hún eigi svo ljómandi fínan mann að svoleiðis bardús ætti alveg að geta gengið upp. Einhverra hluta vegna hefur Sigga verið lítið í að halda upp á afmælið sitt í gegnum tíðina, þótt hún elski að fá pakka og kveðjurnar líkt og mörg afmælisbörn. Hún bregður lítið út af vananum í þetta skiptið, en í tilefni dagsins segist Sigga ekki hafa planað nein ósköp. „Ég reikna með að bregða mér af bæ í dag og kíkja í sushi á nýjum veitingastað á Seyðisfirði,“ segir Sigga og kveðst nokkuð sátt við að fá frí frá lambakjötinu.
Tengdar fréttir Sigga Lund í viðtali við Forbes „Í dag er ég bóndi með kærasta mínum og við eigum þrjú hundruð kindur.“ 30. september 2014 14:30 Sigga Lund rennblaut í sveitinni Sigga Lund útvarpskonan geðþekka sem býr nú á Vaðbrekku í Jökuldal með kærasta sínum þar sem hún tekst nú á við ný ævintýri sem fjárbóndi... 2. september 2014 08:45 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Sigga Lund í viðtali við Forbes „Í dag er ég bóndi með kærasta mínum og við eigum þrjú hundruð kindur.“ 30. september 2014 14:30
Sigga Lund rennblaut í sveitinni Sigga Lund útvarpskonan geðþekka sem býr nú á Vaðbrekku í Jökuldal með kærasta sínum þar sem hún tekst nú á við ný ævintýri sem fjárbóndi... 2. september 2014 08:45