Ungt listafólk í Kópavogi sýnir afrakstur sumarsins Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2015 12:00 Inga Friðjónsdóttir umsjónarkona hjá skapandi sumarstörfum í Kópavogi segir lokahátíðina í kvöld vera einstakt tækifæri fyrir unga listamenn til þess að njóta sín. Vísir/Pjetur Í kvöld verður haldin lokahátíð skapandi sumarstarfa í Kópavogi. Þetta verður í tíunda skiptið sem skapandi sumarstörf sýna afrakstur sinn. Inga Friðjónsdóttir er umsjónarmaður í Molanum í Kópavogi sem hýsir starfsemina. „Krakkarnir sem eru að vinna hjá okkur eru á aldrinum 18 til 25. Þeir eru alls 24 en starfa í 16 hópum og verkefnin eru mjög mismunandi. Þau eru mjög frjáls og fá að vinna í verkunum sínum í átta vikur hjá okkur,“ segir Inga. Meðal þess sem verður sýnt í kvöld verða fjórar stuttmyndir, tónlistaratriði, fatalína, ljóð og myndlist. „Starfið í ár hefur verið með svipuðu sniði og seinustu ár en þetta fer í raun allt eftir því hvaða verkefni krakkarnir vilja gera. Þegar sótt er um hjá okkur þá skiptir miklu máli að vera með flotta umsókn og skýra hugmynd um það hvert verkefnið mun vera. Svo fá þau að starfa við þetta í átta vikur á sumrin. Sumir eru alltaf hér í Molanum að vinna en aðrir eru úti um allan bæ eða að vinna heima hjá sér. Nokkrir hafa verið hjá okkur í nokkur ár en það þarf alltaf að sækja um aftur frá byrjun.“ Undirbúningurinn fyrir lokahátíðina hefur í raun verið í undirbúningi allt sumarið en nú er allt að smella saman. „Við erum að leggja lokahönd á sýningarrýmið. Hátíðin hefst klukkan sex í kvöld með nokkrum ræðum en svo byrjar tónlistardagskráin. Í ár höfum við ákveðið að breyta til og leyfa hverju verkefni að njóta sín. Við erum búin að stækka sýningarplássið og verðum meðal annars með nokkur verk í bílakjallaranum. Í lokin verða stuttmyndirnar sýnar. Við verðum með vænar veigar og drykki í boði fyrir gesti og gangandi. Skapandi sumarstörf eru leið fyrir bæjarfélög að gefa ungum listamönnum tækifæri til að þróa sínar eigin hugmyndir og verkefni. Í gegnum tíðina hefur ungt fólk í Kópavogi verið að vinna að mismunandi verkefnum sem hafa vakið athygli líkt og tónleikar í strætisvögnum, málverk á göngustígum og myndlistarsýningar í verslunarmiðstöðvum svo að fátt eitt sé nefnt. Lokahátíðin í kvöld verður ekki síðri en fyrri sýningar og er búist við fjölda manns í Molann klukkan sex í kvöld. Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Í kvöld verður haldin lokahátíð skapandi sumarstarfa í Kópavogi. Þetta verður í tíunda skiptið sem skapandi sumarstörf sýna afrakstur sinn. Inga Friðjónsdóttir er umsjónarmaður í Molanum í Kópavogi sem hýsir starfsemina. „Krakkarnir sem eru að vinna hjá okkur eru á aldrinum 18 til 25. Þeir eru alls 24 en starfa í 16 hópum og verkefnin eru mjög mismunandi. Þau eru mjög frjáls og fá að vinna í verkunum sínum í átta vikur hjá okkur,“ segir Inga. Meðal þess sem verður sýnt í kvöld verða fjórar stuttmyndir, tónlistaratriði, fatalína, ljóð og myndlist. „Starfið í ár hefur verið með svipuðu sniði og seinustu ár en þetta fer í raun allt eftir því hvaða verkefni krakkarnir vilja gera. Þegar sótt er um hjá okkur þá skiptir miklu máli að vera með flotta umsókn og skýra hugmynd um það hvert verkefnið mun vera. Svo fá þau að starfa við þetta í átta vikur á sumrin. Sumir eru alltaf hér í Molanum að vinna en aðrir eru úti um allan bæ eða að vinna heima hjá sér. Nokkrir hafa verið hjá okkur í nokkur ár en það þarf alltaf að sækja um aftur frá byrjun.“ Undirbúningurinn fyrir lokahátíðina hefur í raun verið í undirbúningi allt sumarið en nú er allt að smella saman. „Við erum að leggja lokahönd á sýningarrýmið. Hátíðin hefst klukkan sex í kvöld með nokkrum ræðum en svo byrjar tónlistardagskráin. Í ár höfum við ákveðið að breyta til og leyfa hverju verkefni að njóta sín. Við erum búin að stækka sýningarplássið og verðum meðal annars með nokkur verk í bílakjallaranum. Í lokin verða stuttmyndirnar sýnar. Við verðum með vænar veigar og drykki í boði fyrir gesti og gangandi. Skapandi sumarstörf eru leið fyrir bæjarfélög að gefa ungum listamönnum tækifæri til að þróa sínar eigin hugmyndir og verkefni. Í gegnum tíðina hefur ungt fólk í Kópavogi verið að vinna að mismunandi verkefnum sem hafa vakið athygli líkt og tónleikar í strætisvögnum, málverk á göngustígum og myndlistarsýningar í verslunarmiðstöðvum svo að fátt eitt sé nefnt. Lokahátíðin í kvöld verður ekki síðri en fyrri sýningar og er búist við fjölda manns í Molann klukkan sex í kvöld.
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira