Fjölmenningarlandið Ísland Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 29. júlí 2015 07:00 Fréttablaðið birti á mánudag sláandi frétt þar sem fram kom að unglingar foreldra af erlendum uppruna standa í raun höllum fæti í samfélaginu. Þeir eru líklegri til að neyta áfengis, tóbaks og kannabisefna heldur en jafnaldrar þeirra af íslenskum uppruna og eru líklegri til að líta þessi vímuefni jákvæðum augum. Ársæll Már Arnarsson, prófessor í sálfræði við Háskólann á Akureyri og stjórnandi rannsóknar sem leiðir þetta í ljós, segir að sennilega spili margir þættir inn í; sálfræðilegir, efnahagslegir og menningarlegir. „Það getur verið að hluti þessara unglinga upplifi sig utangarðs, en þegar viðhorf þeirra til skaðsemi vímuefna er skoðað vaknar einnig spurning um það hvort þær forvarnaraðferðir sem reynst hafa svo vel fyrir aðra henti þessum hóp ekki eins vel. Þá er ekki ólíklegt að foreldrar þeirra hafi önnur viðhorf en almennt tíðkast meðal innfæddra Íslendinga,“ segir hann. Ársæll gagnrýnir að Íslendingar hafi ekki veitt heilsufari og þörfum innflytjenda nægilega athygli. Undir þá gagnrýni tekur Rúnar Helgi Haraldsson, forstöðumaður Fjölmenningarseturs, í Fréttablaðinu í gær. Hann segir niðurstöður rannsóknarinnar endurspegla rannsóknir Fjölmenningarseturs þar sem fram kemur að þessum ungmennum vegnar einnig illa í framhaldsskólakerfinu. Af þeim 358 sem innrituðust í framhaldsskóla árið 2009 útskrifuðust aðeins 49 eftir fjögur ár og þrettán eftir sex ár. „Þetta sýnir mjög alvarlega stöðu ungmenna með erlent ríkisfang inni í framhaldsskólakerfinu,“ segir Rúnar. Passa verði upp á að skapa ekki pólaríserað samfélag þar sem fólk af erlendum uppruna standi höllum fæti í menntakerfinu og á atvinnumarkaði. Íslendingar hafa litla reynslu af búferlaflutningum erlendra ríkisborgara hingað til lands. Langflestir annarrar kynslóðar innflytjendur, það er einstaklingar sem fæðast hér á landi og eiga báða foreldra af erlendum uppruna, eru börn á aldrinum 0 til 5 ára. Eftir því sem ofar er farið í aldri fækkar einstaklingunum af þessari kynslóð og mjög hratt eftir tvítugt. Samtals eru annarrar kynslóðar innflytjendur á Íslandi 3.158, eða aðeins eitt prósent af mannfjöldanum. Áhyggjur þeirra Ársæls og Rúnars eru réttmætar. Ísland er orðið samfélag fjölmenningar, suðupottur ýmiss konar áhrifa og menningarstrauma og því ber að fagna. En þessari þróun fylgja einnig ýmsar skyldur. Innflytjendum og börnum þeirra verður að standa til boða sama þjónusta og þeim sem geta rakið aftur ættir sínar á Íslendingabók. Framboð og aðgangur að forvörnum og aðstoð hvers konar, hvort sem um er að ræða fræðsluefni, jafningafræðslu, tungumálakennslu eða hvaðeina, verður að vera aðgengilegt öllum og samstarf við foreldra markvisst. Rannsóknir á þessu sviði þarf að efla sem og fjölmenningarþekkingu þeirra sem vinna að forvörnum. Stefnumótun og markmið þurfa að vera skýr. Með því er markmiðum lýðræðisþjóðfélags um jafnrétti allra þegna mætt þar sem allir hafa sama aðgang að gæðum samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun
Fréttablaðið birti á mánudag sláandi frétt þar sem fram kom að unglingar foreldra af erlendum uppruna standa í raun höllum fæti í samfélaginu. Þeir eru líklegri til að neyta áfengis, tóbaks og kannabisefna heldur en jafnaldrar þeirra af íslenskum uppruna og eru líklegri til að líta þessi vímuefni jákvæðum augum. Ársæll Már Arnarsson, prófessor í sálfræði við Háskólann á Akureyri og stjórnandi rannsóknar sem leiðir þetta í ljós, segir að sennilega spili margir þættir inn í; sálfræðilegir, efnahagslegir og menningarlegir. „Það getur verið að hluti þessara unglinga upplifi sig utangarðs, en þegar viðhorf þeirra til skaðsemi vímuefna er skoðað vaknar einnig spurning um það hvort þær forvarnaraðferðir sem reynst hafa svo vel fyrir aðra henti þessum hóp ekki eins vel. Þá er ekki ólíklegt að foreldrar þeirra hafi önnur viðhorf en almennt tíðkast meðal innfæddra Íslendinga,“ segir hann. Ársæll gagnrýnir að Íslendingar hafi ekki veitt heilsufari og þörfum innflytjenda nægilega athygli. Undir þá gagnrýni tekur Rúnar Helgi Haraldsson, forstöðumaður Fjölmenningarseturs, í Fréttablaðinu í gær. Hann segir niðurstöður rannsóknarinnar endurspegla rannsóknir Fjölmenningarseturs þar sem fram kemur að þessum ungmennum vegnar einnig illa í framhaldsskólakerfinu. Af þeim 358 sem innrituðust í framhaldsskóla árið 2009 útskrifuðust aðeins 49 eftir fjögur ár og þrettán eftir sex ár. „Þetta sýnir mjög alvarlega stöðu ungmenna með erlent ríkisfang inni í framhaldsskólakerfinu,“ segir Rúnar. Passa verði upp á að skapa ekki pólaríserað samfélag þar sem fólk af erlendum uppruna standi höllum fæti í menntakerfinu og á atvinnumarkaði. Íslendingar hafa litla reynslu af búferlaflutningum erlendra ríkisborgara hingað til lands. Langflestir annarrar kynslóðar innflytjendur, það er einstaklingar sem fæðast hér á landi og eiga báða foreldra af erlendum uppruna, eru börn á aldrinum 0 til 5 ára. Eftir því sem ofar er farið í aldri fækkar einstaklingunum af þessari kynslóð og mjög hratt eftir tvítugt. Samtals eru annarrar kynslóðar innflytjendur á Íslandi 3.158, eða aðeins eitt prósent af mannfjöldanum. Áhyggjur þeirra Ársæls og Rúnars eru réttmætar. Ísland er orðið samfélag fjölmenningar, suðupottur ýmiss konar áhrifa og menningarstrauma og því ber að fagna. En þessari þróun fylgja einnig ýmsar skyldur. Innflytjendum og börnum þeirra verður að standa til boða sama þjónusta og þeim sem geta rakið aftur ættir sínar á Íslendingabók. Framboð og aðgangur að forvörnum og aðstoð hvers konar, hvort sem um er að ræða fræðsluefni, jafningafræðslu, tungumálakennslu eða hvaðeina, verður að vera aðgengilegt öllum og samstarf við foreldra markvisst. Rannsóknir á þessu sviði þarf að efla sem og fjölmenningarþekkingu þeirra sem vinna að forvörnum. Stefnumótun og markmið þurfa að vera skýr. Með því er markmiðum lýðræðisþjóðfélags um jafnrétti allra þegna mætt þar sem allir hafa sama aðgang að gæðum samfélagsins.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun