Tölvan segir nei Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 30. júlí 2015 07:00 Árlega greina fréttamiðlar frá því að Tryggingastofnun ríkisins þurfi að greiða eða rukka lífeyrisþega vegna of- eða vangreiddra bóta á árinu. Í síðustu viku sagði Fréttablaðið frá því að 87 prósent öryrkja og ellilífeyrisþega hefðu fengið ýmist van- eða ofgreiddar bætur á síðasta ári og að 6.500 manns skuldi stofnuninni meira en 100 þúsund krónur eftir endurútreikninga. Á mánudag var svo greint frá því að hluti öryrkja skuldaði yfir eina milljón króna vegna ofgreidds lífeyris. Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður Öryrkjabandalagsins, benti á hið augljósa: endurrukkanir upp á 100 þúsund krónur eða meira séu högg fyrir fólk sem hafi lágar framfærslutekjur. „Flestir örorkuþegar eru að fá 170 til 190 þúsund krónur á mánuði greiddar frá Tryggingastofnun. Það segir sig sjálft að ef greiða þarf 100 þúsund krónur eða meira til baka þá kemur það hressilega niður á heimilisbókhaldi hjá fólki.“ Halldór bendir einnig á að það komi auðvitað á sama hátt illa við fólk að fá vangreiddan lífeyri – fólk þurfi á þessum peningum að halda. Sólveig Hjaltadóttir, framkvæmdastjóri samskiptasviðs hjá Tryggingastofnun, segir að tilvikum þar sem öryrkjar skulda jafnvel milljónir hafi fjölgað eftir að lögum var breytt þannig að lífeyrisþegum var gert að sækja rétt sinn hjá lífeyrissjóðum. Þeir sem ekki hafi áður sótt um lífeyri hjá lífeyrissjóðum eigi uppsafnaðan rétt sem geti numið nokkrum milljónum sem greiddar eru í eingreiðslu og valdi skerðingunni. Stundum berist slíkar eingreiðslur frá lífeyrissjóðum um áramót sem reiknast síðan sem tekjur yfir allt tekjuárið og valda skerðingu. Sólveig segir þó einhver frávik eðlileg því allar lífeyrisgreiðslur séu tekjutengdar og tilgangur endurútreikninganna sé að tryggja að allir fái réttar greiðslur að lokum. Bergur Þorri Benjamínsson, varaformaður Sjálfsbjargar, bendir á það í Fréttablaðinu í gær að Tryggingastofnun og lífeyrissjóðir verði að vinna saman til að koma í veg fyrir að þetta gerist. „Þetta er að gerast ár eftir ár og það verða allir jafn hissa,“ segir Bergur. Sólveig segir stofnunina hafa haft frumkvæði að viðræðum við lífeyrissjóðina um aukin rafræn samskipti. Hins vegar gangi sú vinna hægt þar sem kerfin séu flókin en málin séu í vinnslu. Það er vægast sagt athugavert að það sé regla frekar en undantekning að örorku- eða ellilífeyrir sé greiddur út með röngum hætti. Svo röngum að þeir sem standa höllum fæti í samfélaginu lenda mjög margir í bölvuðu basli á ári hverju til að leysa úr þessum málum. Þetta kerfi okkar er flókið. Það er ekkert við það að athuga að gengið sé úr skugga um að allt sé með felldu, þeir fái réttar greiðslur sem á því eiga rétt og ef mistök eigi sér stað séu þau leiðrétt. Það hljómar hins vegar undarlega að 300 þúsund manna örsamfélag sé búið að koma sér upp svo flóknu bótakerfi að það taki mörg ár á gervihnattaöld að greiða úr villum sem virðast aðeins komnar upp vegna samskiptaleysis. Samfélag sem vill kenna sig við velferð getur ekki sætt sig við slíkar skýringar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Árlega greina fréttamiðlar frá því að Tryggingastofnun ríkisins þurfi að greiða eða rukka lífeyrisþega vegna of- eða vangreiddra bóta á árinu. Í síðustu viku sagði Fréttablaðið frá því að 87 prósent öryrkja og ellilífeyrisþega hefðu fengið ýmist van- eða ofgreiddar bætur á síðasta ári og að 6.500 manns skuldi stofnuninni meira en 100 þúsund krónur eftir endurútreikninga. Á mánudag var svo greint frá því að hluti öryrkja skuldaði yfir eina milljón króna vegna ofgreidds lífeyris. Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður Öryrkjabandalagsins, benti á hið augljósa: endurrukkanir upp á 100 þúsund krónur eða meira séu högg fyrir fólk sem hafi lágar framfærslutekjur. „Flestir örorkuþegar eru að fá 170 til 190 þúsund krónur á mánuði greiddar frá Tryggingastofnun. Það segir sig sjálft að ef greiða þarf 100 þúsund krónur eða meira til baka þá kemur það hressilega niður á heimilisbókhaldi hjá fólki.“ Halldór bendir einnig á að það komi auðvitað á sama hátt illa við fólk að fá vangreiddan lífeyri – fólk þurfi á þessum peningum að halda. Sólveig Hjaltadóttir, framkvæmdastjóri samskiptasviðs hjá Tryggingastofnun, segir að tilvikum þar sem öryrkjar skulda jafnvel milljónir hafi fjölgað eftir að lögum var breytt þannig að lífeyrisþegum var gert að sækja rétt sinn hjá lífeyrissjóðum. Þeir sem ekki hafi áður sótt um lífeyri hjá lífeyrissjóðum eigi uppsafnaðan rétt sem geti numið nokkrum milljónum sem greiddar eru í eingreiðslu og valdi skerðingunni. Stundum berist slíkar eingreiðslur frá lífeyrissjóðum um áramót sem reiknast síðan sem tekjur yfir allt tekjuárið og valda skerðingu. Sólveig segir þó einhver frávik eðlileg því allar lífeyrisgreiðslur séu tekjutengdar og tilgangur endurútreikninganna sé að tryggja að allir fái réttar greiðslur að lokum. Bergur Þorri Benjamínsson, varaformaður Sjálfsbjargar, bendir á það í Fréttablaðinu í gær að Tryggingastofnun og lífeyrissjóðir verði að vinna saman til að koma í veg fyrir að þetta gerist. „Þetta er að gerast ár eftir ár og það verða allir jafn hissa,“ segir Bergur. Sólveig segir stofnunina hafa haft frumkvæði að viðræðum við lífeyrissjóðina um aukin rafræn samskipti. Hins vegar gangi sú vinna hægt þar sem kerfin séu flókin en málin séu í vinnslu. Það er vægast sagt athugavert að það sé regla frekar en undantekning að örorku- eða ellilífeyrir sé greiddur út með röngum hætti. Svo röngum að þeir sem standa höllum fæti í samfélaginu lenda mjög margir í bölvuðu basli á ári hverju til að leysa úr þessum málum. Þetta kerfi okkar er flókið. Það er ekkert við það að athuga að gengið sé úr skugga um að allt sé með felldu, þeir fái réttar greiðslur sem á því eiga rétt og ef mistök eigi sér stað séu þau leiðrétt. Það hljómar hins vegar undarlega að 300 þúsund manna örsamfélag sé búið að koma sér upp svo flóknu bótakerfi að það taki mörg ár á gervihnattaöld að greiða úr villum sem virðast aðeins komnar upp vegna samskiptaleysis. Samfélag sem vill kenna sig við velferð getur ekki sætt sig við slíkar skýringar.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun