Enginn er ómissandi Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 1. ágúst 2015 07:00 Í fyrirlestri sem Desmond Tutu biskup frá Suður-Afríku hélt fyrir nokkrum árum sagði hann að eitt stærsta vandamál í stjórnmálum víða í Afríku sunnanverðri væri tregða kjörinna þjóðhöfðingja til að láta af embætti. Tutu kvað það stríða gegn hefðum rótgróinnar þorpsmenningar að svipta æðstu ráðamenn embættum. Þorpshöfðingjar og héraðshöfðingjar sætu þar til þeir féllu frá, stundum heilsulausir. Þá tæki við sá sem næstur er í erfðaröðinni líkt og í konungdæmi. Þorpsreglan gilti svo líka um þjóðhöfðingjann, jafnvel þó að hann væri augljóslega á kolrangri braut eins og svo mörg sorgleg dæmi væru um. Biskupinn greindi frá því að vinur hans og samherji, Nelson Mandela, dáðasti þjóðarleiðtogi og mesti mannasættir síðari tíma, hefði oft rætt þessa meinsemd. Þess vegna hefði honum aldrei dottið í hug að sitja lengur á forsetastóli en eitt fimm ára kjörtímabil. Stjórnarskráin heimilaði tvö kjörtímabil, en árið 1999, þegar Mandela steig til hliðar, var hann orðinn 75 ára. Þótt hann væri fílhraustur og bæri aldurinn vel hefði hann talið hollast að gefa þjóðinni kost á að fela yngri manni forystuna. Með augljósum rökum mátti halda því fram, að það væri Suður-Afríku fyrir bestu, að minnsta kosti í bráð, að Mandela sæti áfram. Þjóðin dáði hann og umheimurinn sömuleiðis. Enginn naut álíka virðingar og enginn var í betri stöðu til að leiða þjóðina á viðsjárverðum tímum. En forsetinn sjálfur skyggndist lengra fram í tímann og vildi vera góð fyrirmynd. Hann vildi forðast að hugsanlegir eftirmenn hans gætu vísað í hans fordæmi, háaldraðir og ríghaldið í embætti til að þjóna eigin lund. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, gerði þetta afríska vandamál að umtalsefni í vel heppnaðri heimsókn til Afríku á dögunum. Í ávarpi til Afríska þjóðarráðsins í Addis Ababa sagði hann, að stundum teldu leiðtogar sig ómissandi – að þeir einir gætu leitt þjóðina: „Ef það er rétt, er það vísbending um að þeim hafi mistekist,“ sagði Obama. Fáir þjóðkjörnir leiðtogar hafa setið lengur en Ólafur Ragnar Grímsson. Í alvarlegri umræðu er ómálefnalegt að nefna stöðu hans í sömu andrá og harðstjóra eins og Mugabe í Simbabve og Lukashenko í Hvíta-Rússlandi, tveggja forseta sem hafa setið lengur. Það segir sig sjálft. En gárungar á netinu gera það í gríni. Það er broddur í gríninu. Ólafur Ragnar getur gengið stoltur frá borði. Hann virkjaði málskotsréttinn, dauðan lagabókstafinn. Makrílfrumvarpið hefði flogið í gegnum þingið í vor gegn meira en fimmtíu þúsund undirskriftum, ef ríkisstjórnin hefði ekki óttast inngrip forsetans og svo þjóðina. Þannig breytti forsetinn Íslandi til hins betra. Ný stjórnarskrárdrög, sem þjóðin samþykkti en þjónar hennar á Alþingi hunsuðu, bæta um betur og færa þjóðinni sjálfri málskotsréttinn. Orð Obama í Addis Ababa og lýsing Desmonds Tutu á breytni Mandela ættu að vera forsetanum á Bessastöðum ofarlega í huga næsta misserið. Bíðum spennt eftir tilkynningu á nýarsdag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Í fyrirlestri sem Desmond Tutu biskup frá Suður-Afríku hélt fyrir nokkrum árum sagði hann að eitt stærsta vandamál í stjórnmálum víða í Afríku sunnanverðri væri tregða kjörinna þjóðhöfðingja til að láta af embætti. Tutu kvað það stríða gegn hefðum rótgróinnar þorpsmenningar að svipta æðstu ráðamenn embættum. Þorpshöfðingjar og héraðshöfðingjar sætu þar til þeir féllu frá, stundum heilsulausir. Þá tæki við sá sem næstur er í erfðaröðinni líkt og í konungdæmi. Þorpsreglan gilti svo líka um þjóðhöfðingjann, jafnvel þó að hann væri augljóslega á kolrangri braut eins og svo mörg sorgleg dæmi væru um. Biskupinn greindi frá því að vinur hans og samherji, Nelson Mandela, dáðasti þjóðarleiðtogi og mesti mannasættir síðari tíma, hefði oft rætt þessa meinsemd. Þess vegna hefði honum aldrei dottið í hug að sitja lengur á forsetastóli en eitt fimm ára kjörtímabil. Stjórnarskráin heimilaði tvö kjörtímabil, en árið 1999, þegar Mandela steig til hliðar, var hann orðinn 75 ára. Þótt hann væri fílhraustur og bæri aldurinn vel hefði hann talið hollast að gefa þjóðinni kost á að fela yngri manni forystuna. Með augljósum rökum mátti halda því fram, að það væri Suður-Afríku fyrir bestu, að minnsta kosti í bráð, að Mandela sæti áfram. Þjóðin dáði hann og umheimurinn sömuleiðis. Enginn naut álíka virðingar og enginn var í betri stöðu til að leiða þjóðina á viðsjárverðum tímum. En forsetinn sjálfur skyggndist lengra fram í tímann og vildi vera góð fyrirmynd. Hann vildi forðast að hugsanlegir eftirmenn hans gætu vísað í hans fordæmi, háaldraðir og ríghaldið í embætti til að þjóna eigin lund. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, gerði þetta afríska vandamál að umtalsefni í vel heppnaðri heimsókn til Afríku á dögunum. Í ávarpi til Afríska þjóðarráðsins í Addis Ababa sagði hann, að stundum teldu leiðtogar sig ómissandi – að þeir einir gætu leitt þjóðina: „Ef það er rétt, er það vísbending um að þeim hafi mistekist,“ sagði Obama. Fáir þjóðkjörnir leiðtogar hafa setið lengur en Ólafur Ragnar Grímsson. Í alvarlegri umræðu er ómálefnalegt að nefna stöðu hans í sömu andrá og harðstjóra eins og Mugabe í Simbabve og Lukashenko í Hvíta-Rússlandi, tveggja forseta sem hafa setið lengur. Það segir sig sjálft. En gárungar á netinu gera það í gríni. Það er broddur í gríninu. Ólafur Ragnar getur gengið stoltur frá borði. Hann virkjaði málskotsréttinn, dauðan lagabókstafinn. Makrílfrumvarpið hefði flogið í gegnum þingið í vor gegn meira en fimmtíu þúsund undirskriftum, ef ríkisstjórnin hefði ekki óttast inngrip forsetans og svo þjóðina. Þannig breytti forsetinn Íslandi til hins betra. Ný stjórnarskrárdrög, sem þjóðin samþykkti en þjónar hennar á Alþingi hunsuðu, bæta um betur og færa þjóðinni sjálfri málskotsréttinn. Orð Obama í Addis Ababa og lýsing Desmonds Tutu á breytni Mandela ættu að vera forsetanum á Bessastöðum ofarlega í huga næsta misserið. Bíðum spennt eftir tilkynningu á nýarsdag.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun