Bakkelsisfárið Stjórnarmaðurinn skrifar 12. ágúst 2015 09:15 Verslun Dunkin' Donuts var opnuð á dögunum á Laugavegi, en líklegt er að móttökurnar hafi farið fram úr björtustu vonum þeirra sem að standa. Löng röð myndaðist strax kvöldið fyrir opnunina, og samkvæmt því sem fram kom í fjölmiðlum seldust um 16 þúsund kleinuhringir fyrsta daginn. Lítið virðist vera að draga úr hungri Reykvíkinga í kleinuhringi, en þegar þetta er ritað tæpri viku síðar horfir stjórnarmaðurinn út á Laugaveg þar sem röðin sniglast í átt að Bankastræti. Margir hafa þó orðið til þess að furða sig á vinsældunum og hafa sakað gesti staðarins um lágmenningu, lágkúru og fleira í þeim dúr. Þetta hefur verið sérstaklega áberandi meðal fjölmiðlamanna sem hafa látið sleggjudóma sem þessa falla í útvarpi, á samfélagsmiðlum og víðar. Einhverjir hafa meira að segja gefið í skyn að með því að kaupa varning frá Dunkin' Donuts sé fólk með einhverjum hætti að sýna þjóð sinni óhollustu, eins og fólki eigi að renna blóðið til skyldunnar og gæða sér á dönskuskotnu bakarískruðeríi í staðinn (sem er í flestum tilvikum innflutt frosið). Stjórnarmaðurinn hefur alla tíð átt erfitt með að skilja menningarlega hreinræktarstefnu á borð við þessa. Hvernig er Dunkin' Donuts t.d. frábrugðið rótgrónum kaffihúsum eins og Kaffitári eða Te og kaffi? Dunkin' Donuts er vitanlega rekið samkvæmt sérleyfi og ber erlent nafn, en í báðum tilvikum er um að ræða íslenska rekstraraðila, og í báðum tilvikum er verið að flytja nýja siði til landsins. Eða er kaffi og croissant allt í einu orðið íslenskara en kaffi og kleinuhringur? Vitanlega ekki. Eru það sömuleiðis orðin sérstök mannréttindi að fá að kaupa mjólkurkaffi á 600 krónur í miðbænum, og að geta ekki nálgast ódýrari kost nema með því að fara upp í bíl og aka á næstu bensínstöð? Mögulega mætti gagnrýna Dunkin' Donuts og fleiri staði á grundvelli lýðheilsusjónarmiða, en þá skal eitt yfir alla ganga – pitsur, hamborgara, kleinur, vínarbrauð og djöflatertur þurfa sömuleiðis að víkja. Er samt ekki bara einfaldast að fólk fái að bera sjálft ábyrgð á því hvað það lætur ofan í sig?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
Verslun Dunkin' Donuts var opnuð á dögunum á Laugavegi, en líklegt er að móttökurnar hafi farið fram úr björtustu vonum þeirra sem að standa. Löng röð myndaðist strax kvöldið fyrir opnunina, og samkvæmt því sem fram kom í fjölmiðlum seldust um 16 þúsund kleinuhringir fyrsta daginn. Lítið virðist vera að draga úr hungri Reykvíkinga í kleinuhringi, en þegar þetta er ritað tæpri viku síðar horfir stjórnarmaðurinn út á Laugaveg þar sem röðin sniglast í átt að Bankastræti. Margir hafa þó orðið til þess að furða sig á vinsældunum og hafa sakað gesti staðarins um lágmenningu, lágkúru og fleira í þeim dúr. Þetta hefur verið sérstaklega áberandi meðal fjölmiðlamanna sem hafa látið sleggjudóma sem þessa falla í útvarpi, á samfélagsmiðlum og víðar. Einhverjir hafa meira að segja gefið í skyn að með því að kaupa varning frá Dunkin' Donuts sé fólk með einhverjum hætti að sýna þjóð sinni óhollustu, eins og fólki eigi að renna blóðið til skyldunnar og gæða sér á dönskuskotnu bakarískruðeríi í staðinn (sem er í flestum tilvikum innflutt frosið). Stjórnarmaðurinn hefur alla tíð átt erfitt með að skilja menningarlega hreinræktarstefnu á borð við þessa. Hvernig er Dunkin' Donuts t.d. frábrugðið rótgrónum kaffihúsum eins og Kaffitári eða Te og kaffi? Dunkin' Donuts er vitanlega rekið samkvæmt sérleyfi og ber erlent nafn, en í báðum tilvikum er um að ræða íslenska rekstraraðila, og í báðum tilvikum er verið að flytja nýja siði til landsins. Eða er kaffi og croissant allt í einu orðið íslenskara en kaffi og kleinuhringur? Vitanlega ekki. Eru það sömuleiðis orðin sérstök mannréttindi að fá að kaupa mjólkurkaffi á 600 krónur í miðbænum, og að geta ekki nálgast ódýrari kost nema með því að fara upp í bíl og aka á næstu bensínstöð? Mögulega mætti gagnrýna Dunkin' Donuts og fleiri staði á grundvelli lýðheilsusjónarmiða, en þá skal eitt yfir alla ganga – pitsur, hamborgara, kleinur, vínarbrauð og djöflatertur þurfa sömuleiðis að víkja. Er samt ekki bara einfaldast að fólk fái að bera sjálft ábyrgð á því hvað það lætur ofan í sig?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira