Siðrof í Reykjavík Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 14. ágúst 2015 07:00 Á síðustu áratugum hefur myndast ákveðið siðrof á meðal fjölmargra kynslóða Íslendinga. Svo virðist sem stór hluti ökumanna í Reykjavík hafi ekki stigið niður fæti (nema á eldsneytisgjöf) á leið sinni á milli staða alla sína fullorðinsævi. Í huga þessa fólks er bíllinn æðsti samgöngumátinn og eðli málsins samkvæmt má ekkert hefta för hans. Af þessu hlýst að þegar þessir ökumenn þurfa að nema staðar til skamms tíma þá hika þeir ekki við að leggja þvert yfir göngu- og hjólastíga í stað þess að finna bílastæði eða stoppa úti á götu þar sem bíllinn á heima. Siðrofið felst í því að þessum ökumönnum finnst þetta svo sjálfsagt að þeir leiða ekki einu sinni hugann að því hvað þeir eru að gera og hverjar afleiðingarnar gætu orðið. Oftar en ekki er þetta skælbrosandi fólk sem hvílir öruggt í ákvörðun sinni og virðist ákaflega ánægt með að hafa náð að koma bílnum sínum þannig fyrir á gangstéttinni að aðrir ökumenn þurfi ekki svo mikið sem stíga á bremsuna á leið sinni fram hjá. Stór hluti vandans er auðvitað helsta þjóðaríþrótt Íslendinga, hin sjúklega meðvirkni sem heldur hér öllu kirfilega föstu í viðjum meðalmennskunnar. Í stað þess að bregðast harkalega við og taka eitt óþægilegt samtal þegar ökumenn í fullkomnum órétti stefna lífi og limum fólks í hættu um leið og þeir eyðileggja hellulagnir og snjóbræðslur í almannaeigu með öllum sínum öxulþunga þá bölvum við bara í hljóði, lítum til beggja hliða og höldum út á götuna með krosslagða fingur. Ekkert má spilla gleði og hraða ökumannanna. Að því sögðu er auðvitað ekki rétt að skella skömminni á gangandi og hjólandi vegfarendur því að hún er alfarið ökumannanna og þeir einir geta stöðvað þessa lögleysu. Við hin getum hins vegar hjálpað þeim og í þeim efnum duga engar Páleyjaraðferðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Kristján Jónsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Á síðustu áratugum hefur myndast ákveðið siðrof á meðal fjölmargra kynslóða Íslendinga. Svo virðist sem stór hluti ökumanna í Reykjavík hafi ekki stigið niður fæti (nema á eldsneytisgjöf) á leið sinni á milli staða alla sína fullorðinsævi. Í huga þessa fólks er bíllinn æðsti samgöngumátinn og eðli málsins samkvæmt má ekkert hefta för hans. Af þessu hlýst að þegar þessir ökumenn þurfa að nema staðar til skamms tíma þá hika þeir ekki við að leggja þvert yfir göngu- og hjólastíga í stað þess að finna bílastæði eða stoppa úti á götu þar sem bíllinn á heima. Siðrofið felst í því að þessum ökumönnum finnst þetta svo sjálfsagt að þeir leiða ekki einu sinni hugann að því hvað þeir eru að gera og hverjar afleiðingarnar gætu orðið. Oftar en ekki er þetta skælbrosandi fólk sem hvílir öruggt í ákvörðun sinni og virðist ákaflega ánægt með að hafa náð að koma bílnum sínum þannig fyrir á gangstéttinni að aðrir ökumenn þurfi ekki svo mikið sem stíga á bremsuna á leið sinni fram hjá. Stór hluti vandans er auðvitað helsta þjóðaríþrótt Íslendinga, hin sjúklega meðvirkni sem heldur hér öllu kirfilega föstu í viðjum meðalmennskunnar. Í stað þess að bregðast harkalega við og taka eitt óþægilegt samtal þegar ökumenn í fullkomnum órétti stefna lífi og limum fólks í hættu um leið og þeir eyðileggja hellulagnir og snjóbræðslur í almannaeigu með öllum sínum öxulþunga þá bölvum við bara í hljóði, lítum til beggja hliða og höldum út á götuna með krosslagða fingur. Ekkert má spilla gleði og hraða ökumannanna. Að því sögðu er auðvitað ekki rétt að skella skömminni á gangandi og hjólandi vegfarendur því að hún er alfarið ökumannanna og þeir einir geta stöðvað þessa lögleysu. Við hin getum hins vegar hjálpað þeim og í þeim efnum duga engar Páleyjaraðferðir.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun