Hver verður skilinn eftir heima? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. janúar 2016 07:00 Kári Kristjánsson. Vísir/Anton Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari tók 18 leikmenn með sér til Þýskalands. Aðeins 17 munu síðan fara með á EM í Póllandi og 16 þeirra verða í hópnum. Á fimmtudag skar Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari leikmannahóp sinn niður í átján leikmenn. Lokahnykkurinn á undirbúningi strákanna okkar fer fram í Þýskalandi um helgina þar sem liðið spilar tvo æfingaleiki við Þjóðverja sem eru undir stjórn Dags Sigurðssonar. Eftir þá leiki mun Aron skera hópinn niður um einn leikmann og halda af stað til Póllands með sautján leikmenn. Einn þeirra mun þurfa að hefja keppnina upp í stúku þar sem aðeins sextán leikmenn mega vera í hópnum.Fjórtán leikmenn með öruggt sæti Það er mitt mat að fjórtán leikmenn séu komnir með öruggt sæti í EM-hópnum. Tandri Már Konráðsson spilaði mikið gegn Portúgal og hefur verið að fá tækifæri í síðustu verkefnum. Því teljum við það ljóst vera að Aron ætlar sér að nota hann. Ég er einnig á því að Arnór Þór Gunnarsson muni fara til Póllands enda ómögulegt annað en að vera með hreinræktaðan hornamann hægra megin. Ásgeir Örn mun spila mikið fyrir utan þar sem Alexander er ekki heill heilsu.Heilsa Bjarka Más Heilsa Bjarka Más Gunnarssonar ræður miklu um hvernig lokahópurinn verður. Hann er ekki alveg heill heilsu og hefur lítið spilað. Ef hann verður ekki klár í slaginn þá verður hann maðurinn sem dettur út og Guðmundur Hólmar Helgason færi þá með. Komi Bjarki aftur á móti vel út úr helginni þá spái ég því að Guðmundur Hólmar verði sendur heim. Aron gæti vissulega farið þá leið að taka þá báða með og ef svo verður yrði það á kostnað Ólafs.Kári eða Ólafur upp í stúku Fari aðeins annað hvort Bjarki Már eða Guðmundur Hólmar þá standa eftir Kári Kristján Kristjánsson og Ólafur Andrés Guðmundsson. Annar þeirra þyrfti að byrja í stúkunni. Mín spá er sú að Kári Kristján verði tekinn í hópinn ef sú staða kemur upp. Ég byggi það mat á því að aðallínumaður liðsins, Róbert Gunnarsson, hefur varla spilað handbolta í vetur og svo mun mikið mæða á Vigni Svavarssyni í vörninni. Því sé meiri þörf á þriðja línumanninum en annarri skyttu í upphafi móts. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Fótbolti Fleiri fréttir Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari tók 18 leikmenn með sér til Þýskalands. Aðeins 17 munu síðan fara með á EM í Póllandi og 16 þeirra verða í hópnum. Á fimmtudag skar Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari leikmannahóp sinn niður í átján leikmenn. Lokahnykkurinn á undirbúningi strákanna okkar fer fram í Þýskalandi um helgina þar sem liðið spilar tvo æfingaleiki við Þjóðverja sem eru undir stjórn Dags Sigurðssonar. Eftir þá leiki mun Aron skera hópinn niður um einn leikmann og halda af stað til Póllands með sautján leikmenn. Einn þeirra mun þurfa að hefja keppnina upp í stúku þar sem aðeins sextán leikmenn mega vera í hópnum.Fjórtán leikmenn með öruggt sæti Það er mitt mat að fjórtán leikmenn séu komnir með öruggt sæti í EM-hópnum. Tandri Már Konráðsson spilaði mikið gegn Portúgal og hefur verið að fá tækifæri í síðustu verkefnum. Því teljum við það ljóst vera að Aron ætlar sér að nota hann. Ég er einnig á því að Arnór Þór Gunnarsson muni fara til Póllands enda ómögulegt annað en að vera með hreinræktaðan hornamann hægra megin. Ásgeir Örn mun spila mikið fyrir utan þar sem Alexander er ekki heill heilsu.Heilsa Bjarka Más Heilsa Bjarka Más Gunnarssonar ræður miklu um hvernig lokahópurinn verður. Hann er ekki alveg heill heilsu og hefur lítið spilað. Ef hann verður ekki klár í slaginn þá verður hann maðurinn sem dettur út og Guðmundur Hólmar Helgason færi þá með. Komi Bjarki aftur á móti vel út úr helginni þá spái ég því að Guðmundur Hólmar verði sendur heim. Aron gæti vissulega farið þá leið að taka þá báða með og ef svo verður yrði það á kostnað Ólafs.Kári eða Ólafur upp í stúku Fari aðeins annað hvort Bjarki Már eða Guðmundur Hólmar þá standa eftir Kári Kristján Kristjánsson og Ólafur Andrés Guðmundsson. Annar þeirra þyrfti að byrja í stúkunni. Mín spá er sú að Kári Kristján verði tekinn í hópinn ef sú staða kemur upp. Ég byggi það mat á því að aðallínumaður liðsins, Róbert Gunnarsson, hefur varla spilað handbolta í vetur og svo mun mikið mæða á Vigni Svavarssyni í vörninni. Því sé meiri þörf á þriðja línumanninum en annarri skyttu í upphafi móts.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Fótbolti Fleiri fréttir Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira