Danska handboltalandsliðið vann fimm marka sigur á Katar í kvöld, 31-26, í fyrsta leiknum á æfingamótinu í Frakklandi en fyrr í kvöld unnu Frakkar eins marks sigur á Norðmönnum.
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Dana, leyfði öllum að spila í þessum leik og varalið Dana spilaði stærsta hluta seinni hálfleiksins.
Danir voru 15-13 yfir í hálfleik þar sem hornamennirnir Anders Eggert og Lasse Svan Hansen voru í fínu formi og saman með 10 mörk úr 12 skotum
Sóknin gekk vel hjá danska liðinu í kvöld en Guðmundur þarf að vinna með vörnina sem var ekki sannfærandi í fjarveru René Toft Hansen.
Gullmótið í Frakklandi er lokaundirbúningur danska liðsins fyrir Evrópumótið í Frakklandi en liðið á eftir að spila við Noreg og Frakklandi um helgina.
