Heiðursborgari Óli Kristján Ármannsson skrifar 7. janúar 2016 07:00 Full ástæða er til að óska Sveini Rúnari Haukssyni, lækni og formanni félagsins Ísland-Palestína, til hamingju með þann virðingarvott sem palestínska þjóðin sýndi honum í vikunni með því að veita honum heiðursríkisborgararétt í Palestínu. Sveinn Rúnar fékk í hendur vegabréf sem heiðursborgari Palestínu og bréf undirritað af Mahmoud Abbas, forseta Palestínu. Í því kemur fram að forsetinn veiti ríkisborgararéttinn í þakklætisskyni fyrir forystuhlutverk það sem Sveinn Rúnar hafi tekið sér fyrir hendur í að styrkja vinabönd Íslands og Palestínu, auk viðleitni hans til að styðja palestínsku þjóðina og réttmæta baráttu hennar fyrir friði og sjálfstæði. Í viðtali við Fréttablaðið í gær segir Sveinn Rúnar viðurkenninguna líka fyrir félagið Ísland-Palestínu og sýna mikilvægi stuðnings Íslendinga við baráttu palestínsku þjóðarinnar. „Þá á ég líka við Alþingi,“ segir hann í viðtalinu, en Ísland varð síðla árs 2011 fyrsta ríki vestur- og norðurhluta Evrópu til að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan landamæranna frá því fyrir sex daga stríðið 1967. Síðan þá hafa bæði Svíþjóð og Vatíkanið bæst í hópinn í þeim heimshluta. Um leið segir Sveinn Rúnar heiðursverðlaunin hvatningu til áframhaldandi baráttu og ljóst er að Palestínu veitir ekki af liðsinninu. Landið er hernumið og í heljargreipum Ísraelsríkis sem hefur áratugum saman farið fram með ofbeldi, ofríki og mannréttindabrotum. Virðingarleysi ráðamanna í Ísrael er meira að segja slíkt að sérstakur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna, Makarim Wibisono, sem eftirlit átti að hafa með stöðu mannréttindamála á svæðum Palestínumanna, hrökklaðist í byrjun þessa árs frá verkefnum sínum ytra. Fjórða þessa mánaðar afhenti Wibisono forseta Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna uppsagnarbréf sitt. Hann lýsti vonbrigðum með að allan skipunartíma hans hefðu Ísraelar ekki veitt honum aðgang að hernumdum svæðum Palestínu. Ísrael hefði allan tímann verið þrándur í götu í viðleitni hans til þess að bæta líf palestínskra fórnarlamba mannréttindabrota undir hernámi Ísraels. Á meðan grafið hafi verið undan stöðu hans Ísraelsmegin hafi ríkisstjórn Palestínu hins vegar sýnt fyllsta samstarfsvilja. Þarna lýsir ekki bara einhver velviljaður borgari úti í bæ stöðu mála, heldur fulltrúi Sameinuðu þjóðanna. Hann lýsir í frétt á vef Mannréttindastofnunarinnar djúpum áhyggjum af skorti á virkum aðgerðum til þess að verja palestínsk fórnarlömb fyrir áframhaldandi mannréttindabrotum og brotum á alþjóðlegum mannúðarlögum. Vanmáttur þjóða heims til þess að stöðva þann augljósa órétt sem palestínsk þjóð er beitt af Ísrael, undir verndarvæng Bandaríkjanna, er grátlegur. Um leið eru vísbendingar um að þokist í rétta átt, ekki síst fyrir tilverknað fólks á borð við Svein Rúnar og félaga hans. Á Evrópska efnahagssvæðinu hefur verið samþykkt að sérmerkja vörur frá hernumdu svæðunum. Með sniðgöngu má vonandi sveigja Ísraelsríki af aðskilnaðarleið sinni. Mannréttindastofnunin skipar nýjan sendifulltrúa í mars og baráttan heldur áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun
Full ástæða er til að óska Sveini Rúnari Haukssyni, lækni og formanni félagsins Ísland-Palestína, til hamingju með þann virðingarvott sem palestínska þjóðin sýndi honum í vikunni með því að veita honum heiðursríkisborgararétt í Palestínu. Sveinn Rúnar fékk í hendur vegabréf sem heiðursborgari Palestínu og bréf undirritað af Mahmoud Abbas, forseta Palestínu. Í því kemur fram að forsetinn veiti ríkisborgararéttinn í þakklætisskyni fyrir forystuhlutverk það sem Sveinn Rúnar hafi tekið sér fyrir hendur í að styrkja vinabönd Íslands og Palestínu, auk viðleitni hans til að styðja palestínsku þjóðina og réttmæta baráttu hennar fyrir friði og sjálfstæði. Í viðtali við Fréttablaðið í gær segir Sveinn Rúnar viðurkenninguna líka fyrir félagið Ísland-Palestínu og sýna mikilvægi stuðnings Íslendinga við baráttu palestínsku þjóðarinnar. „Þá á ég líka við Alþingi,“ segir hann í viðtalinu, en Ísland varð síðla árs 2011 fyrsta ríki vestur- og norðurhluta Evrópu til að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan landamæranna frá því fyrir sex daga stríðið 1967. Síðan þá hafa bæði Svíþjóð og Vatíkanið bæst í hópinn í þeim heimshluta. Um leið segir Sveinn Rúnar heiðursverðlaunin hvatningu til áframhaldandi baráttu og ljóst er að Palestínu veitir ekki af liðsinninu. Landið er hernumið og í heljargreipum Ísraelsríkis sem hefur áratugum saman farið fram með ofbeldi, ofríki og mannréttindabrotum. Virðingarleysi ráðamanna í Ísrael er meira að segja slíkt að sérstakur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna, Makarim Wibisono, sem eftirlit átti að hafa með stöðu mannréttindamála á svæðum Palestínumanna, hrökklaðist í byrjun þessa árs frá verkefnum sínum ytra. Fjórða þessa mánaðar afhenti Wibisono forseta Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna uppsagnarbréf sitt. Hann lýsti vonbrigðum með að allan skipunartíma hans hefðu Ísraelar ekki veitt honum aðgang að hernumdum svæðum Palestínu. Ísrael hefði allan tímann verið þrándur í götu í viðleitni hans til þess að bæta líf palestínskra fórnarlamba mannréttindabrota undir hernámi Ísraels. Á meðan grafið hafi verið undan stöðu hans Ísraelsmegin hafi ríkisstjórn Palestínu hins vegar sýnt fyllsta samstarfsvilja. Þarna lýsir ekki bara einhver velviljaður borgari úti í bæ stöðu mála, heldur fulltrúi Sameinuðu þjóðanna. Hann lýsir í frétt á vef Mannréttindastofnunarinnar djúpum áhyggjum af skorti á virkum aðgerðum til þess að verja palestínsk fórnarlömb fyrir áframhaldandi mannréttindabrotum og brotum á alþjóðlegum mannúðarlögum. Vanmáttur þjóða heims til þess að stöðva þann augljósa órétt sem palestínsk þjóð er beitt af Ísrael, undir verndarvæng Bandaríkjanna, er grátlegur. Um leið eru vísbendingar um að þokist í rétta átt, ekki síst fyrir tilverknað fólks á borð við Svein Rúnar og félaga hans. Á Evrópska efnahagssvæðinu hefur verið samþykkt að sérmerkja vörur frá hernumdu svæðunum. Með sniðgöngu má vonandi sveigja Ísraelsríki af aðskilnaðarleið sinni. Mannréttindastofnunin skipar nýjan sendifulltrúa í mars og baráttan heldur áfram.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun