Þýska karlalandsliðið í handbolta vann sjö marka sigur á Túnis, 37-30, í vináttulandsleik í Stuttgart í kvöld en þýska liðið er að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í Póllandi sem hefst seinna í þessum mánuði.
Dagur Sigurðsson stýrði liðinu til sigurs í sjötta leiknum í röð en framundan eru síðan tveir leikir við Ísland í Þýskalandi um komandi helgi. Það verða síðustu leikir beggja þjóða fyrir EM.
Christian Dissinger, lærisveinn Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel, var markahæstur í þýska liðinu með átta mörk en þeir Tobias Reichmann og Steffen Weinhold skoruðu báðir fimm mörk.
Túnisbúar komust þremur mörkum yfir í byrjun leiks, 6-3 og 7-4, en þýska liðið var búið að jafna metin í 7-7 eftir tíu mínútna leik.
Þýsku leikmennirnir voru með frumkvæðið það sem eftir lifði hálfleiksins en komst aldrei meira en tveimur mörkum yfir. Þýskaland var síðan 20-18 yfir í hálfleik þar sem Christian Dissinger var búinn að skora sex mörk fyrir Þjóðverja.
Þýska liðið var síðan mun sterkar í seinni hálfleiknum sem liðið vann 17-12.
Sigurganga Dags og þýska landsliðsins heldur áfram
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Lærðu að fagna eins og verðandi feður
Íslenski boltinn

„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“
Íslenski boltinn

Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi
Íslenski boltinn

KA búið að landa fyrirliða Lyngby
Íslenski boltinn

Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti


Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur
Enski boltinn
