Moss sem var mikill aðdáandi og góður vinur David Bowie, sem lést nokkrum dögum fyrir afmælið hennar, ákvað að heiðra minningu hans með því að hafa Bowie þema í afmælinu.
Kate var að vonum miður sín þegar hún frétti af andláti Bowie og því vildi hún að í afmælinu yrði hans líf heiðrað jafn mikið og hennar eigin.
Veislan var haldin á heimili hennar í Coswolds og á meðal gesta var tónlistarmaðurinn Boy George, sem greinilega skemmti sér konunglega ef marka má tíst sem hann skrifaði eftir veisluna.

Had a lovely night in the Cotswolds celebrating Kate Moss's birthday and dancing to classic Bowie. In fact her birthday was a Bowie tribute!
— Boy George (@BoyGeorge) January 17, 2016