Kretzschmar líkir Degi Sigurðssyni við Pep Guardiola Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2016 13:00 Dagur Sigurðsson og Pep Guardiola. Vísir/Getty Þýska handboltagoðsögnin Stefan Kretzschmar telur að Íslendingurinn Dagur Sigurðsson sé hárrétti maðurinn til að þjálfa þýska handboltalandsliðið. Þýska landsliðið tapaði með þriggja marka mun á móti sterku spænsku landsliði í gær í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Póllandi en mætir Svíum næst á morgun. Stefan Kretzschmar hefur væntingar til þess að þýska landsliðið nái að gera betur en á HM í Katar þegar liðið náði sjöunda sætinu. „Ég horfi á leikinn um fimmta sætið. Það er hægt að láta sig dreyma um verðlaun en það er alltof mikil pressa á þetta unga lið og of snemmt að búast við því núna," sagði Stefan Kretzschmar í viðtalið við Abendzeitung, sem er blað í München. Dagur er með mjög ungt landslið á Evrópumótinu í Póllandi og hann hefur einnig þurft að horfa upp á marga sterka og reynslumikla leikmenn heltast úr lestinni vegna meiðsla. „Dagur hefur alltaf haft gott auga fyrir hæfileikaríkum handboltamönnum og hann hefur líka kjark til að nota þá. Fyrir vikið höfum við marga unga leikmenn sem eru klárir. Þetta þýðir líka að hann getur spilað hraðan og skemmtilegan handbolta," sagði Kretzschmar. „Hann er tiltölulega ungur þjálfari sem þekkir hjarta leikmanna. Hann er líka vitur maður sem veit að þetta snýst ekki bara um handboltann. Hann er rétti maðurinn fyrir þetta lið og fyrir þýskan handbolta," sagði Kretzschmar. Kretzschmar var þá spurður út i það hvort Dagur ætti möguleika á því að leika eftir afrek Heiner Brand með þýska landsliðinu. „Það kemur aldrei aftur maður eins og Heiner Brand. Ég líki oft saman handbolta og fótbolta og Dagur minnir mig svolítið á Pep Guardiola," sagði Kretzschmar og það er ekki slæmt fyrir Dag að vera líkt við hinn sigursæla þjálfara Barcelona og Bayern München. „Hann er nýjungagjarn þjálfari eins og Guardiola, hugfanginn af handbolta og maður sem vinnur sér inn mikla virðingu frá sínum leikmönnum. Hann er duglegur að koma inn með nýja hluti," sagði Kretzschmar. „Dagur kemur líka með öðru vísi menningu inn í þýskan handbolta og hann hefur séð til þess að við erum búin að fá nýja og ferska kynslóð inn í þýska landsliðið. Hann er að prófa nýja hluti og er að mínu mati mikill happafengur fyrir þýskan handbolta," sagði Stefan Kretzschmar að lokum. Stefan Kretzschmar er nú 42 ára gamall en hann spilaði á sínum tíma 218 leiki með þýska landsliðinu. Hann vann fern verðlaun á stórmótum með Þýskalandi, silfur og brons á EM (2002 og 1998), silfur á HM 2003 og silfur á ÓL í Aþenu 2004. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira
Þýska handboltagoðsögnin Stefan Kretzschmar telur að Íslendingurinn Dagur Sigurðsson sé hárrétti maðurinn til að þjálfa þýska handboltalandsliðið. Þýska landsliðið tapaði með þriggja marka mun á móti sterku spænsku landsliði í gær í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Póllandi en mætir Svíum næst á morgun. Stefan Kretzschmar hefur væntingar til þess að þýska landsliðið nái að gera betur en á HM í Katar þegar liðið náði sjöunda sætinu. „Ég horfi á leikinn um fimmta sætið. Það er hægt að láta sig dreyma um verðlaun en það er alltof mikil pressa á þetta unga lið og of snemmt að búast við því núna," sagði Stefan Kretzschmar í viðtalið við Abendzeitung, sem er blað í München. Dagur er með mjög ungt landslið á Evrópumótinu í Póllandi og hann hefur einnig þurft að horfa upp á marga sterka og reynslumikla leikmenn heltast úr lestinni vegna meiðsla. „Dagur hefur alltaf haft gott auga fyrir hæfileikaríkum handboltamönnum og hann hefur líka kjark til að nota þá. Fyrir vikið höfum við marga unga leikmenn sem eru klárir. Þetta þýðir líka að hann getur spilað hraðan og skemmtilegan handbolta," sagði Kretzschmar. „Hann er tiltölulega ungur þjálfari sem þekkir hjarta leikmanna. Hann er líka vitur maður sem veit að þetta snýst ekki bara um handboltann. Hann er rétti maðurinn fyrir þetta lið og fyrir þýskan handbolta," sagði Kretzschmar. Kretzschmar var þá spurður út i það hvort Dagur ætti möguleika á því að leika eftir afrek Heiner Brand með þýska landsliðinu. „Það kemur aldrei aftur maður eins og Heiner Brand. Ég líki oft saman handbolta og fótbolta og Dagur minnir mig svolítið á Pep Guardiola," sagði Kretzschmar og það er ekki slæmt fyrir Dag að vera líkt við hinn sigursæla þjálfara Barcelona og Bayern München. „Hann er nýjungagjarn þjálfari eins og Guardiola, hugfanginn af handbolta og maður sem vinnur sér inn mikla virðingu frá sínum leikmönnum. Hann er duglegur að koma inn með nýja hluti," sagði Kretzschmar. „Dagur kemur líka með öðru vísi menningu inn í þýskan handbolta og hann hefur séð til þess að við erum búin að fá nýja og ferska kynslóð inn í þýska landsliðið. Hann er að prófa nýja hluti og er að mínu mati mikill happafengur fyrir þýskan handbolta," sagði Stefan Kretzschmar að lokum. Stefan Kretzschmar er nú 42 ára gamall en hann spilaði á sínum tíma 218 leiki með þýska landsliðinu. Hann vann fern verðlaun á stórmótum með Þýskalandi, silfur og brons á EM (2002 og 1998), silfur á HM 2003 og silfur á ÓL í Aþenu 2004.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira