Kretzschmar líkir Degi Sigurðssyni við Pep Guardiola Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2016 13:00 Dagur Sigurðsson og Pep Guardiola. Vísir/Getty Þýska handboltagoðsögnin Stefan Kretzschmar telur að Íslendingurinn Dagur Sigurðsson sé hárrétti maðurinn til að þjálfa þýska handboltalandsliðið. Þýska landsliðið tapaði með þriggja marka mun á móti sterku spænsku landsliði í gær í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Póllandi en mætir Svíum næst á morgun. Stefan Kretzschmar hefur væntingar til þess að þýska landsliðið nái að gera betur en á HM í Katar þegar liðið náði sjöunda sætinu. „Ég horfi á leikinn um fimmta sætið. Það er hægt að láta sig dreyma um verðlaun en það er alltof mikil pressa á þetta unga lið og of snemmt að búast við því núna," sagði Stefan Kretzschmar í viðtalið við Abendzeitung, sem er blað í München. Dagur er með mjög ungt landslið á Evrópumótinu í Póllandi og hann hefur einnig þurft að horfa upp á marga sterka og reynslumikla leikmenn heltast úr lestinni vegna meiðsla. „Dagur hefur alltaf haft gott auga fyrir hæfileikaríkum handboltamönnum og hann hefur líka kjark til að nota þá. Fyrir vikið höfum við marga unga leikmenn sem eru klárir. Þetta þýðir líka að hann getur spilað hraðan og skemmtilegan handbolta," sagði Kretzschmar. „Hann er tiltölulega ungur þjálfari sem þekkir hjarta leikmanna. Hann er líka vitur maður sem veit að þetta snýst ekki bara um handboltann. Hann er rétti maðurinn fyrir þetta lið og fyrir þýskan handbolta," sagði Kretzschmar. Kretzschmar var þá spurður út i það hvort Dagur ætti möguleika á því að leika eftir afrek Heiner Brand með þýska landsliðinu. „Það kemur aldrei aftur maður eins og Heiner Brand. Ég líki oft saman handbolta og fótbolta og Dagur minnir mig svolítið á Pep Guardiola," sagði Kretzschmar og það er ekki slæmt fyrir Dag að vera líkt við hinn sigursæla þjálfara Barcelona og Bayern München. „Hann er nýjungagjarn þjálfari eins og Guardiola, hugfanginn af handbolta og maður sem vinnur sér inn mikla virðingu frá sínum leikmönnum. Hann er duglegur að koma inn með nýja hluti," sagði Kretzschmar. „Dagur kemur líka með öðru vísi menningu inn í þýskan handbolta og hann hefur séð til þess að við erum búin að fá nýja og ferska kynslóð inn í þýska landsliðið. Hann er að prófa nýja hluti og er að mínu mati mikill happafengur fyrir þýskan handbolta," sagði Stefan Kretzschmar að lokum. Stefan Kretzschmar er nú 42 ára gamall en hann spilaði á sínum tíma 218 leiki með þýska landsliðinu. Hann vann fern verðlaun á stórmótum með Þýskalandi, silfur og brons á EM (2002 og 1998), silfur á HM 2003 og silfur á ÓL í Aþenu 2004. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Þýska handboltagoðsögnin Stefan Kretzschmar telur að Íslendingurinn Dagur Sigurðsson sé hárrétti maðurinn til að þjálfa þýska handboltalandsliðið. Þýska landsliðið tapaði með þriggja marka mun á móti sterku spænsku landsliði í gær í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Póllandi en mætir Svíum næst á morgun. Stefan Kretzschmar hefur væntingar til þess að þýska landsliðið nái að gera betur en á HM í Katar þegar liðið náði sjöunda sætinu. „Ég horfi á leikinn um fimmta sætið. Það er hægt að láta sig dreyma um verðlaun en það er alltof mikil pressa á þetta unga lið og of snemmt að búast við því núna," sagði Stefan Kretzschmar í viðtalið við Abendzeitung, sem er blað í München. Dagur er með mjög ungt landslið á Evrópumótinu í Póllandi og hann hefur einnig þurft að horfa upp á marga sterka og reynslumikla leikmenn heltast úr lestinni vegna meiðsla. „Dagur hefur alltaf haft gott auga fyrir hæfileikaríkum handboltamönnum og hann hefur líka kjark til að nota þá. Fyrir vikið höfum við marga unga leikmenn sem eru klárir. Þetta þýðir líka að hann getur spilað hraðan og skemmtilegan handbolta," sagði Kretzschmar. „Hann er tiltölulega ungur þjálfari sem þekkir hjarta leikmanna. Hann er líka vitur maður sem veit að þetta snýst ekki bara um handboltann. Hann er rétti maðurinn fyrir þetta lið og fyrir þýskan handbolta," sagði Kretzschmar. Kretzschmar var þá spurður út i það hvort Dagur ætti möguleika á því að leika eftir afrek Heiner Brand með þýska landsliðinu. „Það kemur aldrei aftur maður eins og Heiner Brand. Ég líki oft saman handbolta og fótbolta og Dagur minnir mig svolítið á Pep Guardiola," sagði Kretzschmar og það er ekki slæmt fyrir Dag að vera líkt við hinn sigursæla þjálfara Barcelona og Bayern München. „Hann er nýjungagjarn þjálfari eins og Guardiola, hugfanginn af handbolta og maður sem vinnur sér inn mikla virðingu frá sínum leikmönnum. Hann er duglegur að koma inn með nýja hluti," sagði Kretzschmar. „Dagur kemur líka með öðru vísi menningu inn í þýskan handbolta og hann hefur séð til þess að við erum búin að fá nýja og ferska kynslóð inn í þýska landsliðið. Hann er að prófa nýja hluti og er að mínu mati mikill happafengur fyrir þýskan handbolta," sagði Stefan Kretzschmar að lokum. Stefan Kretzschmar er nú 42 ára gamall en hann spilaði á sínum tíma 218 leiki með þýska landsliðinu. Hann vann fern verðlaun á stórmótum með Þýskalandi, silfur og brons á EM (2002 og 1998), silfur á HM 2003 og silfur á ÓL í Aþenu 2004.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti