Umfjöllun og myndir: Ísland - Noregur 26-25 | Dramatískur sigur á Noregi Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. janúar 2016 19:00 Aron Pálmarsson fór á kostum í kvöld og skoraði átta mörk. vísir/valli Ísland byrjaði EM í Póllandi með stæl í kvöld, en strákarnir okkar unnu dramatískan sigur á Noregi, 26-25, þar sem úrslitin réðust á lokasekúndunum. Frábær sigur hjá okkar mönnum og mikilvægur upp á framhaldið.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, er í Katowice og tók myndirnar sem fylgja fréttinni. Norðmenn skoruðu fyrstu tvö mörkin en strákarnir okkar svöruðu með tveimur í röð. Norska liðið hafði þó frumkvæðið nær allan fyrri hálfleikinn fyrir utan þegar Guðjón Valur kom Íslandi yfir úr vítakasti í 7-6. Eins og í síðasta vináttuleiknum fyrir mótið byrjaði Arnór Atlason í leikstjórandahlutverkinu í stað Snorra Steins og hann skilaði einu marki í fyrri hálfleik. Aron Pálmarsson var allt í öllu að vanda og var kominn með þrjú mörk í fyrri hálfleik, tvö þeirra eftir að sókn íslenska liðsins var kominn í smá rugl. Sóknarleikurinn í heild sinni var ekki góður í fyrri hálfleik enda skoraði liðið aðeins tíu mörk. Varnarleikurinn var nokkuð góður í fyrri hálfleik. Alexander Petersson sýndi gamalkunna takta og jarðaði ungstirnið hjá Noregi, Sander Sagosen, skipti eftir skipti. Alexander var í sínum gamla góða gír með rifna treyju og blóðgaður eftir aðeins tíu mínútur. Þrátt fyrir góðan varnarleik fékk íslenska liðið ekki eitt hraðaupphlaup í fyrri hálfleik. Þess utan var lítið sem ekkert hornaspil og skoraði Guðjón Valur því aðeins tvö mörk og þau bæði úr vítaköstum. Íslenska vörnin sótti mjög framarlega í fyrri hálfleik og stöðvaði skyttur Norðmanna mjög snemma. Þannig gekk strákunum okkar erfiðlega að vinna boltann og reyna að búa til einhver hraðaupphlaupsmörk. Noregur fékk ekki nema tvö varin skot frá reynsluboltanum Ole Erevik en Björgvin Páll varði fimm skot og var með 31 prósent hlutfallsmarkvörslu. Munurinn lá meira og minna í töpuðum boltum í fyrri hálfleik. Ísland tapaði sex boltum á móti tveimur hjá Noregi. Sóknarleikurinn var betri í seinni hálfleik en áfram dró Aron Pálmarsson vagninn. Hann var algjörlega magnaður í kvöld og skoraði átta mörk úr tólf skotum auk þess sem hann mataði félaga sína með stoðsendingum. Íslenska liðið komst í fína stöðu, 19-16, en brottvísanir gerðu liðinu erfitt fyrir og komst Noregur þannig aftur inn í leikinn, 19-19. Strákarnir okkar voru með frumkvæðið til loka leiks og voru yfir, 25-23, þegar tvær og hálf mínúta voru eftir. Þá fékk Guðmundur Hólmar Helgason tveggja mínútna brottvísun og eftir það jöfnuðu Norðmenn leikinn í 25-25. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sigurmarkið, 26-25, eftir vel útfærða lokasókn Íslands, en Björgvin Páll Gústavson var svo hetjan þegar hann varði lokaskot Norðmanna um leið og leiktíminn rann út. Leikurinn gaf fín fyrirheit um restina af mótinu, allavega seinni hálfleikurinn. Varnarleikurinn var góður, Björgvin öflugur í seinni hálfleik og fleiri skiluðu góðri vakt í vörninni í seinni hálfleik en þeim fyrri. Aron Pálmarsson var óumdeilanlega maður leiksins en Alexander Petersson var einnig öflugur í vörninni og skoraði þrjú mörk úr fimm skotum. Næsti leikur Íslands er á sunnudaginn á móti Hvíta-Rússlandi. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Ísland byrjaði EM í Póllandi með stæl í kvöld, en strákarnir okkar unnu dramatískan sigur á Noregi, 26-25, þar sem úrslitin réðust á lokasekúndunum. Frábær sigur hjá okkar mönnum og mikilvægur upp á framhaldið.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, er í Katowice og tók myndirnar sem fylgja fréttinni. Norðmenn skoruðu fyrstu tvö mörkin en strákarnir okkar svöruðu með tveimur í röð. Norska liðið hafði þó frumkvæðið nær allan fyrri hálfleikinn fyrir utan þegar Guðjón Valur kom Íslandi yfir úr vítakasti í 7-6. Eins og í síðasta vináttuleiknum fyrir mótið byrjaði Arnór Atlason í leikstjórandahlutverkinu í stað Snorra Steins og hann skilaði einu marki í fyrri hálfleik. Aron Pálmarsson var allt í öllu að vanda og var kominn með þrjú mörk í fyrri hálfleik, tvö þeirra eftir að sókn íslenska liðsins var kominn í smá rugl. Sóknarleikurinn í heild sinni var ekki góður í fyrri hálfleik enda skoraði liðið aðeins tíu mörk. Varnarleikurinn var nokkuð góður í fyrri hálfleik. Alexander Petersson sýndi gamalkunna takta og jarðaði ungstirnið hjá Noregi, Sander Sagosen, skipti eftir skipti. Alexander var í sínum gamla góða gír með rifna treyju og blóðgaður eftir aðeins tíu mínútur. Þrátt fyrir góðan varnarleik fékk íslenska liðið ekki eitt hraðaupphlaup í fyrri hálfleik. Þess utan var lítið sem ekkert hornaspil og skoraði Guðjón Valur því aðeins tvö mörk og þau bæði úr vítaköstum. Íslenska vörnin sótti mjög framarlega í fyrri hálfleik og stöðvaði skyttur Norðmanna mjög snemma. Þannig gekk strákunum okkar erfiðlega að vinna boltann og reyna að búa til einhver hraðaupphlaupsmörk. Noregur fékk ekki nema tvö varin skot frá reynsluboltanum Ole Erevik en Björgvin Páll varði fimm skot og var með 31 prósent hlutfallsmarkvörslu. Munurinn lá meira og minna í töpuðum boltum í fyrri hálfleik. Ísland tapaði sex boltum á móti tveimur hjá Noregi. Sóknarleikurinn var betri í seinni hálfleik en áfram dró Aron Pálmarsson vagninn. Hann var algjörlega magnaður í kvöld og skoraði átta mörk úr tólf skotum auk þess sem hann mataði félaga sína með stoðsendingum. Íslenska liðið komst í fína stöðu, 19-16, en brottvísanir gerðu liðinu erfitt fyrir og komst Noregur þannig aftur inn í leikinn, 19-19. Strákarnir okkar voru með frumkvæðið til loka leiks og voru yfir, 25-23, þegar tvær og hálf mínúta voru eftir. Þá fékk Guðmundur Hólmar Helgason tveggja mínútna brottvísun og eftir það jöfnuðu Norðmenn leikinn í 25-25. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sigurmarkið, 26-25, eftir vel útfærða lokasókn Íslands, en Björgvin Páll Gústavson var svo hetjan þegar hann varði lokaskot Norðmanna um leið og leiktíminn rann út. Leikurinn gaf fín fyrirheit um restina af mótinu, allavega seinni hálfleikurinn. Varnarleikurinn var góður, Björgvin öflugur í seinni hálfleik og fleiri skiluðu góðri vakt í vörninni í seinni hálfleik en þeim fyrri. Aron Pálmarsson var óumdeilanlega maður leiksins en Alexander Petersson var einnig öflugur í vörninni og skoraði þrjú mörk úr fimm skotum. Næsti leikur Íslands er á sunnudaginn á móti Hvíta-Rússlandi.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira