Chandler mætir ekki á endurfund Vinanna Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2016 08:27 Matthew Perry fór með hlutverk Chandler í þáttunum um Vini. Vísir/AFP Talskona leikarans Matthey Perry segir að hann verði ekki viðstaddur tökur sjónvarpsþáttar NBC þar sem til stendur að heiðra leikstjórann James Burrows. Sjónvarpsstöðin NBC greindi frá því fyrr í vikunni að allir sex leikararnir úr þáttunum yrðu líklegast viðstaddir tökurnar þann 21. febrúar, en Burrows leikstýrði fjölda þáttanna um Vini. Lisa Kasteler, talskona Perry, segir að hann verði við æfingar á nýju leikriti, The End of Longing, í London á þessum tíma. Hún segir þó ekki útilokað að Perry muni birtast á skjá þar sem hann heiðrar leikstjórann. „Með öðrum orðum þá verður þetta ekki sá endurfundur sem fólk hafði vonast eftir.“ Síðasti þátturinn um Vini var frumsýndur fyrir tólf árum síðan eftir að hafa verið fastagestir á skjám milljóna manna um tíu ára skeið. Burrows leikstýrði fimmtán þáttum af Friends, auk þess að leikstýra þáttum í þáttaröðum á borð við Cheers, Frasier, Will & Grace og Taxi. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Vinirnir koma saman á ný Leikararnir sex hafa samþykkt að koma fram í tveggja klukkustunda löngum þætti hjá NBC. 13. janúar 2016 18:25 Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Talskona leikarans Matthey Perry segir að hann verði ekki viðstaddur tökur sjónvarpsþáttar NBC þar sem til stendur að heiðra leikstjórann James Burrows. Sjónvarpsstöðin NBC greindi frá því fyrr í vikunni að allir sex leikararnir úr þáttunum yrðu líklegast viðstaddir tökurnar þann 21. febrúar, en Burrows leikstýrði fjölda þáttanna um Vini. Lisa Kasteler, talskona Perry, segir að hann verði við æfingar á nýju leikriti, The End of Longing, í London á þessum tíma. Hún segir þó ekki útilokað að Perry muni birtast á skjá þar sem hann heiðrar leikstjórann. „Með öðrum orðum þá verður þetta ekki sá endurfundur sem fólk hafði vonast eftir.“ Síðasti þátturinn um Vini var frumsýndur fyrir tólf árum síðan eftir að hafa verið fastagestir á skjám milljóna manna um tíu ára skeið. Burrows leikstýrði fimmtán þáttum af Friends, auk þess að leikstýra þáttum í þáttaröðum á borð við Cheers, Frasier, Will & Grace og Taxi.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Vinirnir koma saman á ný Leikararnir sex hafa samþykkt að koma fram í tveggja klukkustunda löngum þætti hjá NBC. 13. janúar 2016 18:25 Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Vinirnir koma saman á ný Leikararnir sex hafa samþykkt að koma fram í tveggja klukkustunda löngum þætti hjá NBC. 13. janúar 2016 18:25