Fagna fáránleikanum með plastskeiðakasti Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 14. janúar 2016 10:00 Þau Gunnar Tómas, Rakel og Björgvin Franz verða vafalaust kræf í plastskeiðakastinu. Vísir/AntonBrink Myndin er alveg stórkostleg. Hún er svo léleg á svo ofsalega flókinn máta, maður þarf eiginlega að sjá hana aftur og aftur, þannig uppgötvar maður snilld sem fór fram hjá manni við síðasta áhorf,“ segir Gunnar Tómas Kristófersson, kvikmyndafræðingur og kennari í kvikmyndafræði við Háskóla Íslands. Gunnar Tómas mun ásamt Björgvin Franz Gíslasyni og Rakel Ósk Þorgeirsdóttur standa fyrir svokallaðri þátttökusýningu á myndinni The Room sem hefur einna helst unnið sér það til frægar að skipa sér í flokk með lélegustu kvikmyndum sem gerðar hafa verið. „Þátttökusýning er í sjálfu sér það sem áhorfendur kjósa að segja og gera í kvikmyndasalnum,“ segir Gunnar Tómas um fyrirbærið en ekki hefur verið mikið um svokallaðar þátttökusýningar hér á landi. Rík hefð hefur skapast í kringum þátttökusýningar á kvikmyndinni The Room síðan hún kom út árið 2003. Sem dæmi um það sem fram fer á þátttökusýningu er að áhorfendur svara karakterum í myndinni, eiga við þá samtöl og eru í einhvers konar gagnvirkum samskiptum við myndina. Í kringum The Room hefur skapast fjöldinn allur af hefðum og segir Gunnar Tómas þremenningana ætla að notast við þægilegustu og þekktustu þátttökuhefðirnar og verða þær kynntar fyrir áhorfendum áður en leikar hefjast.Tommy Wiseau ber gjarnan tvenn belti.Vísir/GettyÓþægilegur og margslunginn „Meðal annars verður skeiðum og amerískum fótboltum kastað,“ segir Gunnar Tómas en ástæður skeiðakastsins má rekja til þess þegar verið var að setja sviðsmynd kvikmyndarinnar upp. Tommy Wiseau, framleiðandi, handritshöfundur, leikstjóri og aðalleikari myndarinnar er að mörgu leyti sérstæður karakter og hafa margar af hefðunum spunnist út frá honum og hans sérkennilegheitum. „Hann er rosalega skrítinn og óþægilegur á margslunginn hátt,“ segir Gunnar Tómas og skellir upp úr þegar hann er beðinn um að gera betri grein fyrir Wiseau. „Hann var með puttana í öllu og réð öllu sem var gert. Settið var dálítið fátæklegt og hann sendi einhverja sem sáu um leikmyndina út og lét þá kaupa alls konar leikmuni. Meðal annars ramma og í þeim voru svona „stock-photos“ og í einum rammanum var mynd af skeið. Þegar leikmyndahönnuðirnir vildu skipta myndinni út neitaði hann því.“ Því er mynd af skeið í einum ramma í setti myndarinnar og í kringum það hefur ein þátttökuhefðin skapast. „Alltaf þegar hún kemur í mynd þá kasta áhorfendur plastskeiðum í salinn. Þetta er svona til þess að fagna fáránleikanum. Það er ekki hægt að útskýra neitt í þessari mynd, bara fagna því að hún hafi verið gerð,“ segir Gunnar Tómas hlæjandi og það er auðheyrt að hann hefur gaman af Tommy Wiseau. Ástæður boltakastsins eiga sér einnig sögu úr myndinni. „Karakterarnir í myndinni fara oft út að spila amerískan fótbolta og eru bara eitthvað svona að kasta honum á milli sín. Þegar þau atriði koma þá standa áhorfendur upp og kasta fótbolta á milli sín en við verðum auðvitað að fara varlega í það svo enginn slasist,“ segir hann glaður í bragði. Gott að horfa aftur og aftur Gunnar Tómas mælir með því að þeir sem hafa áhuga á að skella sér á þátttökusýninguna renni að minnsta kosti einu sinni í gegnum The Room svo hægt sé að taka sem mestan og bestan þátt í húllumhæinu. „Það er alltaf þægilegra, þetta er mynd sem bara batnar eftir því sem þú sérð hana oftar. Hún er það óskiljanleg og flókin að það er gott að horfa á hana aftur og aftur,“ segir hann og bætir við að það sé vel séð að fólk kjósi að mæta í búningi í takt við karaktera myndarinnar. Sjálfur hefur Gunnar Tómas séð myndina talsvert oft. „Bara á síðustu mánuðum er ég búinn að horfa á hana held ég fimm sinnum.“ Hann þvertekur hins vegar fyrir það að hann sé búinn að fá nóg af The Room, við hvert áhorf komi eitthvað nýtt upp á yfirborðið.Þátttökusýningin fer fram í Bíói Paradís þann 22. janúar næstkomandi klukkan 20.00. Miða má nálgast á Tix.is.Hér má svo sjá myndbrot úr The Room en sögur herma að þurft hafi 32 tökur af fyrsta atriðinu þar sem Tommy Wiseau gleymdi alltaf línunum sínum: Bíó og sjónvarp Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Myndin er alveg stórkostleg. Hún er svo léleg á svo ofsalega flókinn máta, maður þarf eiginlega að sjá hana aftur og aftur, þannig uppgötvar maður snilld sem fór fram hjá manni við síðasta áhorf,“ segir Gunnar Tómas Kristófersson, kvikmyndafræðingur og kennari í kvikmyndafræði við Háskóla Íslands. Gunnar Tómas mun ásamt Björgvin Franz Gíslasyni og Rakel Ósk Þorgeirsdóttur standa fyrir svokallaðri þátttökusýningu á myndinni The Room sem hefur einna helst unnið sér það til frægar að skipa sér í flokk með lélegustu kvikmyndum sem gerðar hafa verið. „Þátttökusýning er í sjálfu sér það sem áhorfendur kjósa að segja og gera í kvikmyndasalnum,“ segir Gunnar Tómas um fyrirbærið en ekki hefur verið mikið um svokallaðar þátttökusýningar hér á landi. Rík hefð hefur skapast í kringum þátttökusýningar á kvikmyndinni The Room síðan hún kom út árið 2003. Sem dæmi um það sem fram fer á þátttökusýningu er að áhorfendur svara karakterum í myndinni, eiga við þá samtöl og eru í einhvers konar gagnvirkum samskiptum við myndina. Í kringum The Room hefur skapast fjöldinn allur af hefðum og segir Gunnar Tómas þremenningana ætla að notast við þægilegustu og þekktustu þátttökuhefðirnar og verða þær kynntar fyrir áhorfendum áður en leikar hefjast.Tommy Wiseau ber gjarnan tvenn belti.Vísir/GettyÓþægilegur og margslunginn „Meðal annars verður skeiðum og amerískum fótboltum kastað,“ segir Gunnar Tómas en ástæður skeiðakastsins má rekja til þess þegar verið var að setja sviðsmynd kvikmyndarinnar upp. Tommy Wiseau, framleiðandi, handritshöfundur, leikstjóri og aðalleikari myndarinnar er að mörgu leyti sérstæður karakter og hafa margar af hefðunum spunnist út frá honum og hans sérkennilegheitum. „Hann er rosalega skrítinn og óþægilegur á margslunginn hátt,“ segir Gunnar Tómas og skellir upp úr þegar hann er beðinn um að gera betri grein fyrir Wiseau. „Hann var með puttana í öllu og réð öllu sem var gert. Settið var dálítið fátæklegt og hann sendi einhverja sem sáu um leikmyndina út og lét þá kaupa alls konar leikmuni. Meðal annars ramma og í þeim voru svona „stock-photos“ og í einum rammanum var mynd af skeið. Þegar leikmyndahönnuðirnir vildu skipta myndinni út neitaði hann því.“ Því er mynd af skeið í einum ramma í setti myndarinnar og í kringum það hefur ein þátttökuhefðin skapast. „Alltaf þegar hún kemur í mynd þá kasta áhorfendur plastskeiðum í salinn. Þetta er svona til þess að fagna fáránleikanum. Það er ekki hægt að útskýra neitt í þessari mynd, bara fagna því að hún hafi verið gerð,“ segir Gunnar Tómas hlæjandi og það er auðheyrt að hann hefur gaman af Tommy Wiseau. Ástæður boltakastsins eiga sér einnig sögu úr myndinni. „Karakterarnir í myndinni fara oft út að spila amerískan fótbolta og eru bara eitthvað svona að kasta honum á milli sín. Þegar þau atriði koma þá standa áhorfendur upp og kasta fótbolta á milli sín en við verðum auðvitað að fara varlega í það svo enginn slasist,“ segir hann glaður í bragði. Gott að horfa aftur og aftur Gunnar Tómas mælir með því að þeir sem hafa áhuga á að skella sér á þátttökusýninguna renni að minnsta kosti einu sinni í gegnum The Room svo hægt sé að taka sem mestan og bestan þátt í húllumhæinu. „Það er alltaf þægilegra, þetta er mynd sem bara batnar eftir því sem þú sérð hana oftar. Hún er það óskiljanleg og flókin að það er gott að horfa á hana aftur og aftur,“ segir hann og bætir við að það sé vel séð að fólk kjósi að mæta í búningi í takt við karaktera myndarinnar. Sjálfur hefur Gunnar Tómas séð myndina talsvert oft. „Bara á síðustu mánuðum er ég búinn að horfa á hana held ég fimm sinnum.“ Hann þvertekur hins vegar fyrir það að hann sé búinn að fá nóg af The Room, við hvert áhorf komi eitthvað nýtt upp á yfirborðið.Þátttökusýningin fer fram í Bíói Paradís þann 22. janúar næstkomandi klukkan 20.00. Miða má nálgast á Tix.is.Hér má svo sjá myndbrot úr The Room en sögur herma að þurft hafi 32 tökur af fyrsta atriðinu þar sem Tommy Wiseau gleymdi alltaf línunum sínum:
Bíó og sjónvarp Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira