Átta strokka rússajeppi Finnur Thorlacius skrifar 13. janúar 2016 16:00 Ári flottur rússajeppi breyttur af Truck Garage í Rússlandi. Hinn klassíski GAZ 69, eða rússajeppi, hefur fengið allsherjar yfirhalningu hjá rússneska breytingafyrirtækinu Truck Garage. Truck Garage er frá St. Pétursborg og það ætlar að breyta 12 svona bílum og selja þá á sem svarar 7,5 milljónum króna. Endanleg útkoma bílsins er því að öllu leiti rússnesk. Bíllinn verður með 6,4 lítra V8 Hemi vél, 465 hestafla. Bíllinn er að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn og sjálfskiptur. Hann fær stillanlega “coilover”-fjöðrun, Teraflex diskbremsur, splittað drif og 17 tommu felgur með 35 tommu dekkjum á. Að innan verður bíllinn afar breyttur frá frumgerð bílsins, þó svo útlitið verði í “Retro”-stíl. Hann verður með leðursætum með rafdrifnum stillingum, hljómtækin eru af betri gerðinni þó svo útlit þess sé “Retro” og allar hugsanlegar tenging verða í bílnum, þ.á.m. Bluetooth og iPhone. Miðað við lýsinguna á bílnum má ef til vill segja að hann verði á góðu verði, eða nær jepplingaverði en jeppaverði hér á landi. Auk þess er hann ógnaröflugur og hreinlega flottur. Kannski finnast kaupendur á honum hér á landi? Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent
Hinn klassíski GAZ 69, eða rússajeppi, hefur fengið allsherjar yfirhalningu hjá rússneska breytingafyrirtækinu Truck Garage. Truck Garage er frá St. Pétursborg og það ætlar að breyta 12 svona bílum og selja þá á sem svarar 7,5 milljónum króna. Endanleg útkoma bílsins er því að öllu leiti rússnesk. Bíllinn verður með 6,4 lítra V8 Hemi vél, 465 hestafla. Bíllinn er að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn og sjálfskiptur. Hann fær stillanlega “coilover”-fjöðrun, Teraflex diskbremsur, splittað drif og 17 tommu felgur með 35 tommu dekkjum á. Að innan verður bíllinn afar breyttur frá frumgerð bílsins, þó svo útlitið verði í “Retro”-stíl. Hann verður með leðursætum með rafdrifnum stillingum, hljómtækin eru af betri gerðinni þó svo útlit þess sé “Retro” og allar hugsanlegar tenging verða í bílnum, þ.á.m. Bluetooth og iPhone. Miðað við lýsinguna á bílnum má ef til vill segja að hann verði á góðu verði, eða nær jepplingaverði en jeppaverði hér á landi. Auk þess er hann ógnaröflugur og hreinlega flottur. Kannski finnast kaupendur á honum hér á landi?
Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent