Golden Globe-verðlaunin veitt í nótt: Hverjir vinna? Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. janúar 2016 22:35 Golden Globe-verðlaunin verða haldin í 73. skipti í nótt. Vísir/GETTY Verðlaunatímabilið í Hollywood stendur sem hæst um þessar mundir og einn af hápunktum þess fer fram í kvöld í 73. skipti þegar Golden Globe verðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn. Verðlaunin eru ein af þeim mikilvægari fyrir skemmtanabransann og þykja þau oft geta haft forspárgildi fyrir stóru verðlaunin, Óskarinn sem fram fer 28.febrúar. Herlegheitin hefjast á miðnætti í öruggum höndum Ricky Gervais og því er ekki úr vegi að líta yfir tilnefningarnar í helstu flokkum og spá í spilin um það hvaða myndir og hvaða leikstjórar þykja líklegastir.Glamour ætlar að fylgjast með verðlaunahátíðinni og segja frá því sem fyrir augu ber á Twitter-síðu sinni.Tweets by @GlamourIceland Besta kvikmynd í dramaflokkiTilnefndar eru:CarolMad Max:Fury RoadThe RevenantRoomSpotlight Gagnrýnendur eru á því að hér sé um tveggja hesta kapphlaup að ræða á milli Carol, sem er sú mynd sem hlaut flestar tilnefningar til Golden Globe verðlaunanna eða fimm talsins, og Spotlight, sem er sannsöguleg mynd sem fjallar um blaðamenn Boston Globe og rannsókn þeirra a barnaníðsmálum í nágrenni Boston í upphafi 21. aldarinnar. Hún er talin vera hvað líklegust til þess að verða fyrir valinu sem besta myndin á Óskarsverðlaununum.Hver vinnur? Carol eða SpotlightBesta kvikmynd í gaman- eða söngleikjaflokkiTilnefndar eru:The Big ShortJoyThe MartianSpyTrainweck The Big Short sem skartar Christian Bale, Brad Pitt og Steve Carrell þykir líkleg til afreka hér enda sú mynd sem flestir telja að muni eiga roð í Spotlight á Óskarsverðlaununum. The Martian á þó einhvern séns á að stela þessum verðlaunum enda mjög vinsæl mynd.Hver vinnur? Líklega the Big Short, kannski The Martian.Besti leikstjóriTilnefndir eru:Todd Haynes, CarolAlejandro Inarritu, The RevenantTom McCarthy, SpotlightGeorge Miller, Mad Max: Fury RoadRidley Scott, The Martian Í gegnum tíðina hafa þessi verðlaun oftar en ekki fallið í skaut þeirra sem ekki fá verðlaun fyrir bestu myndina. Flestir telja líklegast að reynsluboltinn Ridley Scott fái þessi verðlaun fyrir The Martian. Þó skal ekki útiloka Todd Haynes leikstjóra Carol, enda er það sú mynd sem fékk flestar tilnefningar.Hver vinnur? Líklega Ridley Scott, kannski Todd Haynes Lesa má fleiri spádóma hjá kvikmyndagagnrýnanda Vox en hann fór yfir líklega verðlaunahafa í öllum helstu flokkum verðlaunanna. #goldenglobes Tweets Bíó og sjónvarp Golden Globes Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Verðlaunatímabilið í Hollywood stendur sem hæst um þessar mundir og einn af hápunktum þess fer fram í kvöld í 73. skipti þegar Golden Globe verðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn. Verðlaunin eru ein af þeim mikilvægari fyrir skemmtanabransann og þykja þau oft geta haft forspárgildi fyrir stóru verðlaunin, Óskarinn sem fram fer 28.febrúar. Herlegheitin hefjast á miðnætti í öruggum höndum Ricky Gervais og því er ekki úr vegi að líta yfir tilnefningarnar í helstu flokkum og spá í spilin um það hvaða myndir og hvaða leikstjórar þykja líklegastir.Glamour ætlar að fylgjast með verðlaunahátíðinni og segja frá því sem fyrir augu ber á Twitter-síðu sinni.Tweets by @GlamourIceland Besta kvikmynd í dramaflokkiTilnefndar eru:CarolMad Max:Fury RoadThe RevenantRoomSpotlight Gagnrýnendur eru á því að hér sé um tveggja hesta kapphlaup að ræða á milli Carol, sem er sú mynd sem hlaut flestar tilnefningar til Golden Globe verðlaunanna eða fimm talsins, og Spotlight, sem er sannsöguleg mynd sem fjallar um blaðamenn Boston Globe og rannsókn þeirra a barnaníðsmálum í nágrenni Boston í upphafi 21. aldarinnar. Hún er talin vera hvað líklegust til þess að verða fyrir valinu sem besta myndin á Óskarsverðlaununum.Hver vinnur? Carol eða SpotlightBesta kvikmynd í gaman- eða söngleikjaflokkiTilnefndar eru:The Big ShortJoyThe MartianSpyTrainweck The Big Short sem skartar Christian Bale, Brad Pitt og Steve Carrell þykir líkleg til afreka hér enda sú mynd sem flestir telja að muni eiga roð í Spotlight á Óskarsverðlaununum. The Martian á þó einhvern séns á að stela þessum verðlaunum enda mjög vinsæl mynd.Hver vinnur? Líklega the Big Short, kannski The Martian.Besti leikstjóriTilnefndir eru:Todd Haynes, CarolAlejandro Inarritu, The RevenantTom McCarthy, SpotlightGeorge Miller, Mad Max: Fury RoadRidley Scott, The Martian Í gegnum tíðina hafa þessi verðlaun oftar en ekki fallið í skaut þeirra sem ekki fá verðlaun fyrir bestu myndina. Flestir telja líklegast að reynsluboltinn Ridley Scott fái þessi verðlaun fyrir The Martian. Þó skal ekki útiloka Todd Haynes leikstjóra Carol, enda er það sú mynd sem fékk flestar tilnefningar.Hver vinnur? Líklega Ridley Scott, kannski Todd Haynes Lesa má fleiri spádóma hjá kvikmyndagagnrýnanda Vox en hann fór yfir líklega verðlaunahafa í öllum helstu flokkum verðlaunanna. #goldenglobes Tweets
Bíó og sjónvarp Golden Globes Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira