Kortafyrirtækin gagnrýnd: „Kostnaður neytenda er svakalegur“ ingvar haraldsson skrifar 29. janúar 2016 10:02 Gylfi Magnússon telur greiðslukortafyrirkomulagið vera hreina geggjun. vísir/valli „Kostnaður neytenda er svakalegur,“segir Gylfi Magnússon, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra og dósent í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, um álögur á neytendur af notkun greiðslukorta. Gylfi veltir málinu upp á Facebook síðu sinni í tengslum við Borgunarmálið svokallaða. Visa Inc. tilkynnti nýlega að það myndi kaupa Visa Europe á 3000 milljarða íslenskra króna. Af þeirri upphæð munu milljarða renna til íslenskra kortafyrirtækja. Ráðherrann fyrrverandi spyr: „Hvers vegna eru krítarkortafyrirtæki svona verðmæt? Skýringin er einföld, þessi krítarkortabissniss er ótrúlega ábatasamur.“ Visa Inc. hagnaðist um 275 milljarða króna á síðasta ársfjórðungi. Þá hagnaðist Borgun um 1,4 milljarða árið 2014 og milljarð árið 2013. Hagnaður Valitor nam um 394 milljónir króna árið 2014 sem var viðsnúningur frá fyrra ári, þegar 241 milljón króna tap varð á starfseminni. Valitor taldi niðurstöðuna vel viðunandi þar sem 450 milljón króna voru gjaldfærð vegna sektar Samkeppniseftirlitsins og tengdra mála vegna starfsemi á árunum 2002 til 2009. Gylfi telur færslugjöldin afar há. „Í hvert sinn sem kort er straujað fá þessir aðilar tekjur sem almennt hlaupa á nokkrum prósentum af veltu. Það fer beint út í verðlag og rýrir því kaupmátt. Þetta er hrein geggjun.“ Til viðbótar veltutengdum tekjum kortafyrirtækjanna greiði neytendur offjár í kortagjöld og vexti. „Það væri mikið framfaraskref að fá alvöru samkeppni í þennan geira - nútímatækni gerir það kleift að vera með miklu ódýrari greiðslumiðlun en þetta,“ segir Gylfi. Borgunarmálið Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
„Kostnaður neytenda er svakalegur,“segir Gylfi Magnússon, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra og dósent í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, um álögur á neytendur af notkun greiðslukorta. Gylfi veltir málinu upp á Facebook síðu sinni í tengslum við Borgunarmálið svokallaða. Visa Inc. tilkynnti nýlega að það myndi kaupa Visa Europe á 3000 milljarða íslenskra króna. Af þeirri upphæð munu milljarða renna til íslenskra kortafyrirtækja. Ráðherrann fyrrverandi spyr: „Hvers vegna eru krítarkortafyrirtæki svona verðmæt? Skýringin er einföld, þessi krítarkortabissniss er ótrúlega ábatasamur.“ Visa Inc. hagnaðist um 275 milljarða króna á síðasta ársfjórðungi. Þá hagnaðist Borgun um 1,4 milljarða árið 2014 og milljarð árið 2013. Hagnaður Valitor nam um 394 milljónir króna árið 2014 sem var viðsnúningur frá fyrra ári, þegar 241 milljón króna tap varð á starfseminni. Valitor taldi niðurstöðuna vel viðunandi þar sem 450 milljón króna voru gjaldfærð vegna sektar Samkeppniseftirlitsins og tengdra mála vegna starfsemi á árunum 2002 til 2009. Gylfi telur færslugjöldin afar há. „Í hvert sinn sem kort er straujað fá þessir aðilar tekjur sem almennt hlaupa á nokkrum prósentum af veltu. Það fer beint út í verðlag og rýrir því kaupmátt. Þetta er hrein geggjun.“ Til viðbótar veltutengdum tekjum kortafyrirtækjanna greiði neytendur offjár í kortagjöld og vexti. „Það væri mikið framfaraskref að fá alvöru samkeppni í þennan geira - nútímatækni gerir það kleift að vera með miklu ódýrari greiðslumiðlun en þetta,“ segir Gylfi.
Borgunarmálið Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira