Dagur, hvernig ferðu að þessu? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2016 06:00 Vísir/Getty Hafi einhver minnsti vafi verið um hæfileika Dags Sigurðssonar sem þjálfara þá hefur hann gulltryggt sig í hóp bestu handboltaþjálfara heims með framgöngu sinni á Evrópumótinu í Póllandi. Dagur Sigurðsson er kominn með þýska landsliðið í undanúrslit á EM þrátt fyrir gríðarleg forföll sem hefðu bugað flest landslið heimsins. Dagur hefur aftur á móti sigrast á mótlætinu sem og fimm síðustu andstæðingum sínum á EM. Dagur er líka hátt metinn í Þýskalandi. Honum hefur verið líkt við Pep Guardiola og þýskir handboltaspekingar hafa talað um að það hafi verið guðsgjöf til þýska handboltans þegar hann tók við liðinu fyrir rúmum sautján mánuðum á tímapunkti þegar þýska handboltalandsliði mátti muna sín fífil fegurri.Sjá einnig: Milljónir Þjóðverja fylgdust ævintýri Dags og þýska landsliðsins Dagur fór strax í það að hreinsa til í liðinu þegar hann tók við og talaði um það frá fyrsta degi að hann væri að búa til framtíðarlið. Þýska liðið kom því mörgum á óvart með því að ná engu að síður sjöunda sætinu á HM í Katar. Liðið átti vissulega að geta byggt ofan á það á EM en svo fóru áföllin að dynja yfir. Fimm leikmenn duttu út fyrir mót og tveir leikmenn meiddust síðan á úrslitastundu á mótinu sjálfu. Allt frábærir leikmenn sem komast í flest landslið heims. Þeir eru ekki að spila eina stöðu heldur í fimm af sjö leikstöðum vallarins. Hann er kominn í þriðja kost í báðum stöðunum á vinstri vængnum. Dagur átti hins vegar mótleik við öllum þessum skakkaföllum og líka í leiknum mikilvæga á móti Dönum þegar tveir af þremur atkvæðamestu mönnum liðsins höfðu meiðst í leiknum á undan. Þjóðverjar unnu Dani 25-23 og spila um verðlaun á EM í fyrsta sinn í átta ár. Hér fyrir ofan má sjá hvaða frábæru leikmenn þetta eru sem eru nú fjarri góðu gamni hjá Þjóðverjum.Grafík/FréttablaðiðÞað á eftir að koma í ljós hvort þýska liðinu takist að komast í úrslitaleikinn eða vinna verðlaun í Póllandi en Dagur var enn þá fyrirliði íslenska landsliðsins þegar þýska liðið vann síðast verðlaun á Evrópumóti sem var gull á EM í Slóveníu 2004. Fréttablaðið fékk Alfreð Gíslason til að koma með sitt mat á frammistöðu Dags með þýska liðið. „Það er mjög mikil stemning fyrir liðinu hérna í Þýskalandi sem er virkilega gott,“ segir Alfreð, sem er þjálfari Kiel, en hann gleðst yfir góðu gengi þýska landsliðsins á EM. „Fólk er virkilega ánægt með Dag enda hefur hann gert þetta mjög vel. Alveg frábærlega gert hjá honum. Virkilega fín breidd í liðinu og hann nær að láta menn vinna vel saman. Hann hefur náð upp frábærri liðsstemningu þannig að þetta er á frábæru róli hjá honum,“ segir Alfreð.Sjá einnig: Dagur fagnaði með íslenskum bjór í beinni útsendingu Árangur liðsins er framar björtustu vonum og Dagur er líka nokkuð á undan áætlun í uppbyggingu liðsins. „Þjóðverjar eru komnir með meiri breidd en flest allir aðrir,“ segir Alfreð en getur þýska liðið farið alla leið? „Já, það held ég. Ég hef trú á því að liðið geti það. Það er komin gríðarleg stemning í þetta. Norðmennirnir hafa staðið sig frábærlega líka og komið vel á óvart. Eru með mjög efnilegt lið rétt eins og Þjóðverjarnir. Króatarnir eru í sama hópi. Allt lið á svipuðu róli í dag. Það getur allt gerst,“ segir Alfreð. Þjóðverjar mæta Norðmönnum klukkan 17.30 í kvöld í fyrri undanúrslitaleiknum og sigurvegarinn í þeim leik spilar til úrslita um EM-gullið á móti Spáni eða Króatíu sem mætast í seinni undanúrslitaleiknum klukkan 20.00. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Sjá meira
Hafi einhver minnsti vafi verið um hæfileika Dags Sigurðssonar sem þjálfara þá hefur hann gulltryggt sig í hóp bestu handboltaþjálfara heims með framgöngu sinni á Evrópumótinu í Póllandi. Dagur Sigurðsson er kominn með þýska landsliðið í undanúrslit á EM þrátt fyrir gríðarleg forföll sem hefðu bugað flest landslið heimsins. Dagur hefur aftur á móti sigrast á mótlætinu sem og fimm síðustu andstæðingum sínum á EM. Dagur er líka hátt metinn í Þýskalandi. Honum hefur verið líkt við Pep Guardiola og þýskir handboltaspekingar hafa talað um að það hafi verið guðsgjöf til þýska handboltans þegar hann tók við liðinu fyrir rúmum sautján mánuðum á tímapunkti þegar þýska handboltalandsliði mátti muna sín fífil fegurri.Sjá einnig: Milljónir Þjóðverja fylgdust ævintýri Dags og þýska landsliðsins Dagur fór strax í það að hreinsa til í liðinu þegar hann tók við og talaði um það frá fyrsta degi að hann væri að búa til framtíðarlið. Þýska liðið kom því mörgum á óvart með því að ná engu að síður sjöunda sætinu á HM í Katar. Liðið átti vissulega að geta byggt ofan á það á EM en svo fóru áföllin að dynja yfir. Fimm leikmenn duttu út fyrir mót og tveir leikmenn meiddust síðan á úrslitastundu á mótinu sjálfu. Allt frábærir leikmenn sem komast í flest landslið heims. Þeir eru ekki að spila eina stöðu heldur í fimm af sjö leikstöðum vallarins. Hann er kominn í þriðja kost í báðum stöðunum á vinstri vængnum. Dagur átti hins vegar mótleik við öllum þessum skakkaföllum og líka í leiknum mikilvæga á móti Dönum þegar tveir af þremur atkvæðamestu mönnum liðsins höfðu meiðst í leiknum á undan. Þjóðverjar unnu Dani 25-23 og spila um verðlaun á EM í fyrsta sinn í átta ár. Hér fyrir ofan má sjá hvaða frábæru leikmenn þetta eru sem eru nú fjarri góðu gamni hjá Þjóðverjum.Grafík/FréttablaðiðÞað á eftir að koma í ljós hvort þýska liðinu takist að komast í úrslitaleikinn eða vinna verðlaun í Póllandi en Dagur var enn þá fyrirliði íslenska landsliðsins þegar þýska liðið vann síðast verðlaun á Evrópumóti sem var gull á EM í Slóveníu 2004. Fréttablaðið fékk Alfreð Gíslason til að koma með sitt mat á frammistöðu Dags með þýska liðið. „Það er mjög mikil stemning fyrir liðinu hérna í Þýskalandi sem er virkilega gott,“ segir Alfreð, sem er þjálfari Kiel, en hann gleðst yfir góðu gengi þýska landsliðsins á EM. „Fólk er virkilega ánægt með Dag enda hefur hann gert þetta mjög vel. Alveg frábærlega gert hjá honum. Virkilega fín breidd í liðinu og hann nær að láta menn vinna vel saman. Hann hefur náð upp frábærri liðsstemningu þannig að þetta er á frábæru róli hjá honum,“ segir Alfreð.Sjá einnig: Dagur fagnaði með íslenskum bjór í beinni útsendingu Árangur liðsins er framar björtustu vonum og Dagur er líka nokkuð á undan áætlun í uppbyggingu liðsins. „Þjóðverjar eru komnir með meiri breidd en flest allir aðrir,“ segir Alfreð en getur þýska liðið farið alla leið? „Já, það held ég. Ég hef trú á því að liðið geti það. Það er komin gríðarleg stemning í þetta. Norðmennirnir hafa staðið sig frábærlega líka og komið vel á óvart. Eru með mjög efnilegt lið rétt eins og Þjóðverjarnir. Króatarnir eru í sama hópi. Allt lið á svipuðu róli í dag. Það getur allt gerst,“ segir Alfreð. Þjóðverjar mæta Norðmönnum klukkan 17.30 í kvöld í fyrri undanúrslitaleiknum og sigurvegarinn í þeim leik spilar til úrslita um EM-gullið á móti Spáni eða Króatíu sem mætast í seinni undanúrslitaleiknum klukkan 20.00.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Sjá meira