Ögraðu öllu og hugsaðu út fyrir kassann Magnús Guðmundsson skrifar 29. janúar 2016 09:00 Frans Jacobi, prófessor í gjörningalist, er á meðal fyrirlesara í LHÍ í dag og um helgina. Visir/Stefán Frans Jacobi, prófessor við gjörningalist hjá Listaháskólanum í Bergen, er á meðal fyrirlesara á ráðstefnu myndlistardeildar LHÍ Athöfn – snúin afstaða til hlutarins, sem hefst í dag. Jacobi hefur komið víða við og hefur meðal annars staðið fyrir framúrstefnulegum gjörningi sem fram fór í Bergen á margra vikna tímabili. Markmiðið með gjörningnum var að stuðla að heimsfriði. Jacobi segir að á ráðstefnunni muni fimm listamenn verða með kynningar á sínum verkum. Auk hans eru það Bryndís H. Snæbjörnsdóttir, Johan Grimonprez, Ragnar Kjartansson og Ulrika Ferm. „Allt verður þetta um athöfnina sem er fólgin í sköpun. En þetta hefur verið að þróast frá því á sjöunda áratugnum. Í dag er þetta einn af mikilvægustu eiginleikum nútímalistar. Hér áður fyrr þá hugsuðum við okkur t.d. málverk og í stað þess að horfa á málverkið þá horfum við frekar á hvernig málarinn hreyfir sig. Athöfnina að mála. En nú er þetta meira eins og ákveðin athöfn eða gjörningur eins og það er kallað. Þar sem í stað þess að framleiða ákveðinn listrænan grip þá felst listin í athöfninni sjálfri.“ Jacobi segir að á undanförnum árum hafi vissulega orðið nokkuð hröð þróun innan þessarar listgreinar og þá m.a. fyrir tilstilli internetsins og samfélagsmiðla. „Hér áður snerist þetta alfarið um athöfnina og áhorfendur sem voru á staðnum en núna hefur það bæst við að flest verk fara líka á netið og það má því segja að listamennirnir séu að fást við tvöfaldan veruleika hverju sinni.“Nemendur við Listaháskóla Íslands láta til sín taka við gjörningalistina við fyrirlestur hjá Frans Jacobi. Visir/StefánEitt af einkennum gjörningalistarinnar hefur oft verið sterkur pólitískur veruleiki og Jacobi segir að þessi þróun hafi verið nokkuð stöðug síðustu áratugina og að hans eigin list sé einnig að nokkru leyti innan þessa veruleika. „Já, ég hef fengist við að skapa pólitísk verk. Það snerist einfaldlega um að ákveðin þróun innan samfélagsins kveikti í mér, gerði mig reiðan, og það leiddi til ákveðinna verka. Við getum tekið sem dæmi þessi nýju innflytjendalög í Danmörku sem óneitanlega kveikja í manni með að tjá óánægjuna. Þessi hægri öfgamennska sem er snúin aftur í danskt stjórnmálalíf er mikið áhyggjuefni. Á síðustu tíu til tuttugu árum hef ég orðið var við aukningu á því að listamenn tjái pólitík í sinni list. Að þeir skoði samfélagið, gagnrýni það og reyni að bæta það með sinni list og ég er viss um að það mun verða framhald á því.“ Jacobi segir að það sé þó ekki alltaf gefið að listin og listamennirnir séu í einhvers konar stöðugri stjórnarandstöðu eða hafni alfarið öllu yfirvaldi. „Málið er að þetta er ekki svart hvítur veruleiki og það er ekki gefið að listamaðurinn sé alltaf vinstrimaður eða anarkisti. Ef við skoðum til að mynda skopmyndamálin í Danmörku í vikunni og berum þau saman við skopmyndamálið fyrir tíu árum þá kemur í ljós að þetta er ekki svona einfalt. En tilgangur listarinnar er þó alltaf að vera ögrandi, að minnsta kosti að ögra hugsunum okkar og skoðunum, og listamaður reynir alltaf að nálgast hlutina á nýjan og ferskan hátt. Hugsa út fyrir kassann og fá aðra til þess að gera það líka.“ Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Frans Jacobi, prófessor við gjörningalist hjá Listaháskólanum í Bergen, er á meðal fyrirlesara á ráðstefnu myndlistardeildar LHÍ Athöfn – snúin afstaða til hlutarins, sem hefst í dag. Jacobi hefur komið víða við og hefur meðal annars staðið fyrir framúrstefnulegum gjörningi sem fram fór í Bergen á margra vikna tímabili. Markmiðið með gjörningnum var að stuðla að heimsfriði. Jacobi segir að á ráðstefnunni muni fimm listamenn verða með kynningar á sínum verkum. Auk hans eru það Bryndís H. Snæbjörnsdóttir, Johan Grimonprez, Ragnar Kjartansson og Ulrika Ferm. „Allt verður þetta um athöfnina sem er fólgin í sköpun. En þetta hefur verið að þróast frá því á sjöunda áratugnum. Í dag er þetta einn af mikilvægustu eiginleikum nútímalistar. Hér áður fyrr þá hugsuðum við okkur t.d. málverk og í stað þess að horfa á málverkið þá horfum við frekar á hvernig málarinn hreyfir sig. Athöfnina að mála. En nú er þetta meira eins og ákveðin athöfn eða gjörningur eins og það er kallað. Þar sem í stað þess að framleiða ákveðinn listrænan grip þá felst listin í athöfninni sjálfri.“ Jacobi segir að á undanförnum árum hafi vissulega orðið nokkuð hröð þróun innan þessarar listgreinar og þá m.a. fyrir tilstilli internetsins og samfélagsmiðla. „Hér áður snerist þetta alfarið um athöfnina og áhorfendur sem voru á staðnum en núna hefur það bæst við að flest verk fara líka á netið og það má því segja að listamennirnir séu að fást við tvöfaldan veruleika hverju sinni.“Nemendur við Listaháskóla Íslands láta til sín taka við gjörningalistina við fyrirlestur hjá Frans Jacobi. Visir/StefánEitt af einkennum gjörningalistarinnar hefur oft verið sterkur pólitískur veruleiki og Jacobi segir að þessi þróun hafi verið nokkuð stöðug síðustu áratugina og að hans eigin list sé einnig að nokkru leyti innan þessa veruleika. „Já, ég hef fengist við að skapa pólitísk verk. Það snerist einfaldlega um að ákveðin þróun innan samfélagsins kveikti í mér, gerði mig reiðan, og það leiddi til ákveðinna verka. Við getum tekið sem dæmi þessi nýju innflytjendalög í Danmörku sem óneitanlega kveikja í manni með að tjá óánægjuna. Þessi hægri öfgamennska sem er snúin aftur í danskt stjórnmálalíf er mikið áhyggjuefni. Á síðustu tíu til tuttugu árum hef ég orðið var við aukningu á því að listamenn tjái pólitík í sinni list. Að þeir skoði samfélagið, gagnrýni það og reyni að bæta það með sinni list og ég er viss um að það mun verða framhald á því.“ Jacobi segir að það sé þó ekki alltaf gefið að listin og listamennirnir séu í einhvers konar stöðugri stjórnarandstöðu eða hafni alfarið öllu yfirvaldi. „Málið er að þetta er ekki svart hvítur veruleiki og það er ekki gefið að listamaðurinn sé alltaf vinstrimaður eða anarkisti. Ef við skoðum til að mynda skopmyndamálin í Danmörku í vikunni og berum þau saman við skopmyndamálið fyrir tíu árum þá kemur í ljós að þetta er ekki svona einfalt. En tilgangur listarinnar er þó alltaf að vera ögrandi, að minnsta kosti að ögra hugsunum okkar og skoðunum, og listamaður reynir alltaf að nálgast hlutina á nýjan og ferskan hátt. Hugsa út fyrir kassann og fá aðra til þess að gera það líka.“
Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira