Það kom ekki neinum á óvart þegar Michael Biegler greindi frá því í morgun að hann hefði ákveðið að láta af þjálfun pólska landsliðsins.
Lið hans fékk flengingu gegn Króötum í gær og komst ekki í undanúrslit EM á heimavelli.
Sjá einnig: Ótrúlegur sigur Króata kom þeim í undanúrslit
Pólska handknattleikssambandið hafði ekkert á móti uppsögn þjálfarans sem mun stýra Pólverjum í síðasta skipti í leiknum um sjöunda sætið gegn Svíum.
Undir hans stjórn náði liðið bronsi á HM í Katar á síðasta ári og ætlaði sér heldur betur stóra hluti á heimavelli núna en stóð ekki undir væntingum.
Biegler hefur átt erfiða mánuði því hann var líka að þjálfa þýska liðið Hamburg sem síðan varð gjaldþrota.
Biegler sagði upp störfum
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



„Holan var of djúp“
Körfubolti

„Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“
Körfubolti

„Vissum alveg að við værum í góðum málum“
Körfubolti



„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn


„Gott að vera komin heim“
Íslenski boltinn