Einkunnagjöf Ekstra Bladet á EM: Guðmundur á pari við Hansen, Landin og Toft Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2016 13:15 Guðmundur Guðmundsson. Vísir/Getty Annað stórmótið í röð mistókst Guðmundi Guðmundssyni að koma danska landsliðinu í undanúrslit á stórmóti en Danir spila um fimmta sætið á EM í Póllandi. Danir enduðu í fimmta sæti á HM í Katar fyrir ári síðan og það var mikil pressa á íslenska þjálfaranum að koma liðinu í undanúrslitin í Póllandi. Miðað við hvað staðan var góð fyrir síðustu tvo leikina er niðurstaðan gríðarleg vonbrigði. Guðmundur hefur að sjálfsögðu fengið á sig talsverða gagnrýni í dönskum fjölmiðlum en það vekur athygli að samkvæmt samantekt á einkunnagjöf Ekstra Bladet á mótinu stóð enginn leikmaður danska liðsins sig betur en íslenski þjálfarinn á mótinu. Þetta var sjötti leikur danska liðsins á mótinu og fyrsta tapið en liðið missti þó unninn leik á móti Svíum í jafntefli kvöldið áður. Danir unnu fyrstu fjóra leiki sína. Blaðamenn gefa einkunnir í leikjum liðsins og eru þær frá 0 til 6. Guðmundur er með hæstu meðaleinkunnina ásamt þremur leikmönnum en þeir eru allir með 4,0 að meðaltali. Leikmennirnir eru stórskyttan Mikkael Hansen, markvörðurinn Niklas Landin og línumaðurinn Henrik Toft Hansen. Lægstu einkunnir Guðmundar voru þristarnir sem hann fékk fyrir tvo síðustu leiki danska liðsins. Hann fékk aftur á móti fimm af sex mögulegum fyrir sigurleiki liðsins á móti Ungverjum og Spánverjum. Niklas Landin er sá eini sem fékk sexu en það fékk hann fyrir frammistöðu sína á móti Spáni. Landin fékk aftur á móti ás á móti Svartfjallalandi. Hægri skyttan Mads Christiansen fékk einn í einkunn fyrir tvo síðustu leikina og var lægstur af byrjunarliðsmönnum liðsins. Mikkael Hansen var mjög jafn og oftast með fjóra fyrir utan þristinn sem hann fékk í fyrsta leik á móti Rússum og fimmuna sem hann fékk fyrir Ungverjaleikinn. Hinn íslensk ætlaði Hans Lindberg var með aðeins 2,8 í meðaleinkunn og fékk aldrei hærra en 3 í einkunn. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Sjá meira
Annað stórmótið í röð mistókst Guðmundi Guðmundssyni að koma danska landsliðinu í undanúrslit á stórmóti en Danir spila um fimmta sætið á EM í Póllandi. Danir enduðu í fimmta sæti á HM í Katar fyrir ári síðan og það var mikil pressa á íslenska þjálfaranum að koma liðinu í undanúrslitin í Póllandi. Miðað við hvað staðan var góð fyrir síðustu tvo leikina er niðurstaðan gríðarleg vonbrigði. Guðmundur hefur að sjálfsögðu fengið á sig talsverða gagnrýni í dönskum fjölmiðlum en það vekur athygli að samkvæmt samantekt á einkunnagjöf Ekstra Bladet á mótinu stóð enginn leikmaður danska liðsins sig betur en íslenski þjálfarinn á mótinu. Þetta var sjötti leikur danska liðsins á mótinu og fyrsta tapið en liðið missti þó unninn leik á móti Svíum í jafntefli kvöldið áður. Danir unnu fyrstu fjóra leiki sína. Blaðamenn gefa einkunnir í leikjum liðsins og eru þær frá 0 til 6. Guðmundur er með hæstu meðaleinkunnina ásamt þremur leikmönnum en þeir eru allir með 4,0 að meðaltali. Leikmennirnir eru stórskyttan Mikkael Hansen, markvörðurinn Niklas Landin og línumaðurinn Henrik Toft Hansen. Lægstu einkunnir Guðmundar voru þristarnir sem hann fékk fyrir tvo síðustu leiki danska liðsins. Hann fékk aftur á móti fimm af sex mögulegum fyrir sigurleiki liðsins á móti Ungverjum og Spánverjum. Niklas Landin er sá eini sem fékk sexu en það fékk hann fyrir frammistöðu sína á móti Spáni. Landin fékk aftur á móti ás á móti Svartfjallalandi. Hægri skyttan Mads Christiansen fékk einn í einkunn fyrir tvo síðustu leikina og var lægstur af byrjunarliðsmönnum liðsins. Mikkael Hansen var mjög jafn og oftast með fjóra fyrir utan þristinn sem hann fékk í fyrsta leik á móti Rússum og fimmuna sem hann fékk fyrir Ungverjaleikinn. Hinn íslensk ætlaði Hans Lindberg var með aðeins 2,8 í meðaleinkunn og fékk aldrei hærra en 3 í einkunn.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Sjá meira