Gleymt og grafið? Nei, varla Þorvaldur Gylfason skrifar 28. janúar 2016 07:00 Fyrir röskum þrem árum, á 95. afmælisdegi rússnesku byltingarinnar 7. nóvember 2012, samþykkti Alþingi að skipa þriggja manna rannsóknarnefnd til að rannsaka einkavæðingu bankanna 1998-2003, þ.e. Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands.Alþingi lýsir grun Í þingsályktuninni segir: „Nefndin taki m.a. til umfjöllunar þá stefnu og viðmið sem lágu til grundvallar einkavæðingu bankanna og að hve miklu leyti þeim var fylgt í ákvarðanatöku og framkvæmd einkavæðingarinnar. Nefndin upplýsi nánar um undirbúning og framkvæmd á sölu eignarhluta ríkisins í umræddum bönkum, m.a. í því skyni að skýra ábyrgð ráðherra og annarra sem komu að sölunni. Nefndin upplýsi nánar um undirbúning og framkvæmd á sölu eignarhluta ríkisins í umræddum bönkum, m.a. í því skyni að skýra ábyrgð ráðherra og annarra sem komu að sölunni. Nefndin fjalli um gerð og innihald samninga við kaupendur bankanna, mat á eignum bankanna og að hve miklu leyti það samræmdist söluverði þeirra, efndir samninga og undanþágur frá ákvæðum þeirra, þ.m.t. afslætti frá kaupverði. Þá verði fjallað um eftirlit og ábyrgð með framfylgd samninganna. Nefndin beri einkavæðingu íslensku bankanna saman við sölu opinberra fjármálafyrirtækja í nágrannalöndum og leggi fram tillögur til úrbóta varðandi sölu á eignarhlutum ríkisins í framtíðinni. Nefndin leggi mat á þær afleiðingar sem framkvæmd einkavæðingar bankanna hafði fyrir íslenskt samfélag. Nefndin geri eftir atvikum ráðstafanir til þess að hlutaðeigandi yfirvöld fjalli um mál þar sem grunur leikur á um refsiverða háttsemi eða brot á starfsskyldum og geri jafnframt grein fyrir þeim málum í skýrslu sinni til Alþingis.” Takið eftir þessu: Alþingi lýsti grun um refsiverða háttsemi og brot á starfsskyldum. Þingsályktuninni lauk með þessum orðum: „Rannsóknarnefndin skili forseta Alþingis skýrslu um rannsóknina eigi síðar en 1. september 2013 ásamt þeim samantektum og úttektum sem nefndin ákveður að láta vinna í þágu rannsóknarinnar.“Einn sjálfstæðismaður, enginn framsóknarmaður Þingsályktunartillagan var samþykkt samhljóða með 24 atkvæðum, en 11 þingmenn sátu hjá og 28 voru fjarstaddir. Meðal þeirra ellefu þingmanna sem sátu hjá voru sjö ráðherrar í núverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þar á meðal formenn beggja stjórnarflokkanna. Meðal þeirra 24ja þingmanna sem stóðu að samþykkt tillögunnar var Pétur H. Blöndal sem nú er látinn, en enginn annar sjálfstæðismaður og enginn framsóknarmaður studdi samþykktina. Takið eftir þessu: Með einni heiðvirðri undantekningu höfðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar engan áhuga á að rannsaka einkavæðingu bankanna og hefðu vísast fellt þingsályktunina hefðu þeir haft þingstyrk til þess. Framhaldið þekkjum við. RÚV birti svohljóðandi frétt á 3ja ára afmæli þingsályktunarinnar 7. nóvember 2015: „Forseti Alþingis treystir sér ekki til þess að segja til um hvenær unnt sé að hefja rannsókn á einkavæðingu bankanna þótt 3 ár séu í dag liðin frá því að Alþingi samþykkti að gera slíka rannsókn. Henni átti að vera lokið fyrir rúmum tveimur árum.“Að læra af sögunni Hvað vitum við um einkavæðingu bankanna þótt rannsóknin sem Alþingi samþykkti að ráðast í hafi ekki enn farið fram? Við vitum að fyrri ásetningur um dreift eignarhald á bönkunum var að engu hafður. Við vitum að bankarnir voru seldir á „hóflegu verði“ að mati Ríkisendurskoðunar. Við vitum að Búnaðarbankinn var seldur hópi manna í tengslum við Framsóknarflokkinn. Við vitum að brýnt var talið að „Landsbankinn kæmist í hendur manna sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði a.m.k. talsamband við,“ svo vitnað sé enn til prentaðrar ritgerðar fv. ritstjóra Morgunblaðsins um fv. forsætisráðherra. Við vitum að gjaldþrot beggja þessara banka og Glitnis eru samanlagt þriðja stærsta gjaldþrot fyrirtækja í sögu heimsins skv. upplýsingum Fjármálaeftirlitsins. Við vitum ýmislegt fleira um málið, en það er ekki nóg. Þessar upplýsingar og aðrar þurfa að liggja fyrir í opinberri skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis eins og Alþingi hefur ákveðið. Þetta er nauðsynlegt m.a. til að tryggja að saga landsins sé rétt skráð og einnig sem víti til varnaðar. Málið er brýnt. Arionbanki og Landsbankinn sæta nú harðri gagnrýni fyrir að selja eigur úr safni sínu völdum aðilum á „hóflegu verði“ eins og ekkert hafi í skorizt. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks býst nú til að einkavæða banka á nýjan leik án þess að hafa gert upp við árin 1998-2003. Þeir sem neita að læra af sögunni eru dæmdir til að endurtaka hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun
Fyrir röskum þrem árum, á 95. afmælisdegi rússnesku byltingarinnar 7. nóvember 2012, samþykkti Alþingi að skipa þriggja manna rannsóknarnefnd til að rannsaka einkavæðingu bankanna 1998-2003, þ.e. Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands.Alþingi lýsir grun Í þingsályktuninni segir: „Nefndin taki m.a. til umfjöllunar þá stefnu og viðmið sem lágu til grundvallar einkavæðingu bankanna og að hve miklu leyti þeim var fylgt í ákvarðanatöku og framkvæmd einkavæðingarinnar. Nefndin upplýsi nánar um undirbúning og framkvæmd á sölu eignarhluta ríkisins í umræddum bönkum, m.a. í því skyni að skýra ábyrgð ráðherra og annarra sem komu að sölunni. Nefndin upplýsi nánar um undirbúning og framkvæmd á sölu eignarhluta ríkisins í umræddum bönkum, m.a. í því skyni að skýra ábyrgð ráðherra og annarra sem komu að sölunni. Nefndin fjalli um gerð og innihald samninga við kaupendur bankanna, mat á eignum bankanna og að hve miklu leyti það samræmdist söluverði þeirra, efndir samninga og undanþágur frá ákvæðum þeirra, þ.m.t. afslætti frá kaupverði. Þá verði fjallað um eftirlit og ábyrgð með framfylgd samninganna. Nefndin beri einkavæðingu íslensku bankanna saman við sölu opinberra fjármálafyrirtækja í nágrannalöndum og leggi fram tillögur til úrbóta varðandi sölu á eignarhlutum ríkisins í framtíðinni. Nefndin leggi mat á þær afleiðingar sem framkvæmd einkavæðingar bankanna hafði fyrir íslenskt samfélag. Nefndin geri eftir atvikum ráðstafanir til þess að hlutaðeigandi yfirvöld fjalli um mál þar sem grunur leikur á um refsiverða háttsemi eða brot á starfsskyldum og geri jafnframt grein fyrir þeim málum í skýrslu sinni til Alþingis.” Takið eftir þessu: Alþingi lýsti grun um refsiverða háttsemi og brot á starfsskyldum. Þingsályktuninni lauk með þessum orðum: „Rannsóknarnefndin skili forseta Alþingis skýrslu um rannsóknina eigi síðar en 1. september 2013 ásamt þeim samantektum og úttektum sem nefndin ákveður að láta vinna í þágu rannsóknarinnar.“Einn sjálfstæðismaður, enginn framsóknarmaður Þingsályktunartillagan var samþykkt samhljóða með 24 atkvæðum, en 11 þingmenn sátu hjá og 28 voru fjarstaddir. Meðal þeirra ellefu þingmanna sem sátu hjá voru sjö ráðherrar í núverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þar á meðal formenn beggja stjórnarflokkanna. Meðal þeirra 24ja þingmanna sem stóðu að samþykkt tillögunnar var Pétur H. Blöndal sem nú er látinn, en enginn annar sjálfstæðismaður og enginn framsóknarmaður studdi samþykktina. Takið eftir þessu: Með einni heiðvirðri undantekningu höfðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar engan áhuga á að rannsaka einkavæðingu bankanna og hefðu vísast fellt þingsályktunina hefðu þeir haft þingstyrk til þess. Framhaldið þekkjum við. RÚV birti svohljóðandi frétt á 3ja ára afmæli þingsályktunarinnar 7. nóvember 2015: „Forseti Alþingis treystir sér ekki til þess að segja til um hvenær unnt sé að hefja rannsókn á einkavæðingu bankanna þótt 3 ár séu í dag liðin frá því að Alþingi samþykkti að gera slíka rannsókn. Henni átti að vera lokið fyrir rúmum tveimur árum.“Að læra af sögunni Hvað vitum við um einkavæðingu bankanna þótt rannsóknin sem Alþingi samþykkti að ráðast í hafi ekki enn farið fram? Við vitum að fyrri ásetningur um dreift eignarhald á bönkunum var að engu hafður. Við vitum að bankarnir voru seldir á „hóflegu verði“ að mati Ríkisendurskoðunar. Við vitum að Búnaðarbankinn var seldur hópi manna í tengslum við Framsóknarflokkinn. Við vitum að brýnt var talið að „Landsbankinn kæmist í hendur manna sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði a.m.k. talsamband við,“ svo vitnað sé enn til prentaðrar ritgerðar fv. ritstjóra Morgunblaðsins um fv. forsætisráðherra. Við vitum að gjaldþrot beggja þessara banka og Glitnis eru samanlagt þriðja stærsta gjaldþrot fyrirtækja í sögu heimsins skv. upplýsingum Fjármálaeftirlitsins. Við vitum ýmislegt fleira um málið, en það er ekki nóg. Þessar upplýsingar og aðrar þurfa að liggja fyrir í opinberri skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis eins og Alþingi hefur ákveðið. Þetta er nauðsynlegt m.a. til að tryggja að saga landsins sé rétt skráð og einnig sem víti til varnaðar. Málið er brýnt. Arionbanki og Landsbankinn sæta nú harðri gagnrýni fyrir að selja eigur úr safni sínu völdum aðilum á „hóflegu verði“ eins og ekkert hafi í skorizt. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks býst nú til að einkavæða banka á nýjan leik án þess að hafa gert upp við árin 1998-2003. Þeir sem neita að læra af sögunni eru dæmdir til að endurtaka hana.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun