Uppgjör íslensku þjálfaranna í dag | Sæti í undanúrslitum í húfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2016 06:00 Myndir/Getty - Grafík/Fréttablaðið Stórleikur kvöldsins á Evrópumótinu í Póllandi er ekki bara Íslendinga- og nágrannaslagur heldur einnig einn af lykilleikjunum í baráttunni fyrir að fá að spila um verðlaun á Evrópumótinu í ár. Danir mæta þá Þjóðverjum í lokaumferð milliriðils EM og í boði er sæti í undanúrslitum keppninnar. Íslenska handboltalandsliðið lauk keppni eftir aðeins þrjá leiki en íslensku þjálfararnir, Guðmundur Guðmundsson með danska landsliðið og Dagur Sigurðsson með þýska landsliðið, hafa haldið uppi heiðri þjóðarinnar á mótinu. Danir eru ósigraðir með fimm sigra í fimm leikjum og Þjóðverjar hafa unnið fjóra leiki í röð eftir að þeir komu til baka eftir tap fyrir Spánverjum í fyrsta leik. Þetta eina tap Þjóðverja á móti Spáni gæti þó reynst þeim dýrkeypt þegar lokastaða milliriðilsins er tekin saman. Guðmundur og Dagur eru báðir á sínu öðru stórmóti með sín landslið en þrátt fyrir að Guðmundur hafi endað tveimur sætum ofar með sitt lið á heimsmeistaramótinu í Katar fékk Dagur meira hrós fyrir sína framgöngu fyrir ári. Dagur var að þróa nýtt lið og þótti gera vel með því að ná sjöunda sætinu og tryggja sig inn í forkeppni Ólympíuleikanna. Það voru hins vegar vonbrigði fyrir Dani að spila ekki um verðlaun enda að flestra mati með lið sem hafði alla burði til þess.Sjá einnig: Dagur: Við gefumst ekki upp Meiðsli í báðum liðum í aðdraganda EM í Póllandi þýddu að það reyndi enn meira á íslensku þjálfarana. Guðmundur missti klettinn úr vörninni (Rene Toft Hansen) en Dagur hefur verið einkar óheppinn með meiðsli manna og sú þróun hefur haldið áfram á mótinu sjálfu. Dagur mætir í raun með hálfgert b-lið í leikinn við Dani enda búinn að missa fastamann úr öllum stöðum. Það er því meiri brekka hjá Degi en Guðmundi fyrir leik kvöldsins.Guðmundur Guðmundsson.Vísir/AFPÚrræðagóðir þjálfarar Guðmundur og Dagur hafa báðir sýnt hversu úrræðagóðir þeir eru í sínum leikjum og tilfærslur þeirra og breytingar eiga mikinn þátt í því hversu vel hefur gengið í seinni hálfleikjum liðanna.Sjá einnig: Guðmundur fann upp á dínamíska tvíeykinu í hálfleik Þýska liðið var þannig fjórum mörkum undir á móti Svíum en vann fyrstu fimmtán mínútur seinni hálfleiksins með átta mörkum og leikinn síðan með einu marki. Dagur notaði tvo línumenn í sókninni í seinni hálfleik sem breytti miklu fyrir sóknarleikinn. Danska liðið var undir í hálfleik í leikjum sínum við Svartfellinga og Spánverja en vann seinni hálfleikinn í þessum tveimur leikjum með ellefu mörkum. Í leiknum við hið sterka lið Spánverja lét Guðmundur Mikkel Hansen spila sem leikstjórnanda í seinni hálfleiknum sem gekk fullkomlega upp enda kom Michael Damgaard frábærlega inn í vinstri skyttuna. Danir unnu seinni hálfleikinn með sjö marka mun.Mættust á EM 2010 og HM 2015 Guðmundur og Dagur hafa mæst tvisvar sinnum með sín landslið á stórmótum, fyrst á Evrópumótinu fyrir sex árum og svo aftur á HM í Katar fyrir ári. Í bæði skiptin varð niðurstaðan jafntefli og í báðum tilfellum eftir dramatíska endurkomu annars liðsins. Lærisveinar Dags í austurríska landsliðinu náðu þannig að vinna upp þriggja marka mun íslenska landsliðsins á síðustu 50 sekúndunum þegar Austurríki og Ísland gerðu 37-37 jafntefli í riðlakeppni EM 2010. Í fyrra var það aftur á mótið komið að liði Guðmundar að vinna upp þriggja marka mun á lokamínútunum. Strákarnir hans Dags voru þá með þriggja marka forystu þegar rétt tæpar tíu mínútur voru eftir en Danir unnu lokakaflann 6-3 og tryggðu sér 30-30 jafntefli.Sjá einnig: Tvær íslenskar sigurgöngur í gangi á EM í handbolta Tveir leikir eru því að baki milli þeirra Guðmundar og Dags og hvorugur hefur fagnað sigri. Þeir þekkja það þó að fagna sigri hvor á móti öðrum enda mættust þeir átta sinnum í þýsku deildinni frá 2010 til 2014. Guðmundur og lið hans Rhein-Neckar-Löwen unnu fjóra af leikjunum átta en Dagur vann tvo. Dagur og Guðmundur þekkjast líka mjög vel sem samstarfsmenn enda var Dagur fyrirliði Guðmundar þegar Guðmundur þjálfaði íslenska landsliðið í fyrra skiptið á árunum 2001 til 2004.Dagur Sigurðsson.Vísir/GettyDagur verður að vinna Danir gerðu jafntefli við Svía í gær og eru með einu stigi meira en Þýskaland og Spánn. Jafnteflið þýðir að staða Spánverja styrktist en þeir munu með sigri á Rússum í síðasta leik riðilsins í kvöld tryggja sér sæti í undanúrslitunum, óháð því hvernig viðureign Dana og Þjóðverja fer fyrr um daginn. Danska liðið vinnur riðilinn með því að ná að minnsta kosti jafntefli gegn Þýskalandi í dag. Með tapi er Danmörk aðeins úr leik ef Spánn vinnur sinn leik gegn Rússlandi. Þýskaland fer áfram með sigri en eitt stig dugir aðeins ef Spánn tapar sínum leik. Með tapi eru Dagur og hans menn einfaldlega úr leik, óháð úrslitanna í leik Spánar og Rússlands. Íslenskt handboltaáhugafólk fylgist því örugglega spennt með lokaumferð riðlakeppninnar á Evrópumeistarmótinu í handbolta í kvöld. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Sjá meira
Stórleikur kvöldsins á Evrópumótinu í Póllandi er ekki bara Íslendinga- og nágrannaslagur heldur einnig einn af lykilleikjunum í baráttunni fyrir að fá að spila um verðlaun á Evrópumótinu í ár. Danir mæta þá Þjóðverjum í lokaumferð milliriðils EM og í boði er sæti í undanúrslitum keppninnar. Íslenska handboltalandsliðið lauk keppni eftir aðeins þrjá leiki en íslensku þjálfararnir, Guðmundur Guðmundsson með danska landsliðið og Dagur Sigurðsson með þýska landsliðið, hafa haldið uppi heiðri þjóðarinnar á mótinu. Danir eru ósigraðir með fimm sigra í fimm leikjum og Þjóðverjar hafa unnið fjóra leiki í röð eftir að þeir komu til baka eftir tap fyrir Spánverjum í fyrsta leik. Þetta eina tap Þjóðverja á móti Spáni gæti þó reynst þeim dýrkeypt þegar lokastaða milliriðilsins er tekin saman. Guðmundur og Dagur eru báðir á sínu öðru stórmóti með sín landslið en þrátt fyrir að Guðmundur hafi endað tveimur sætum ofar með sitt lið á heimsmeistaramótinu í Katar fékk Dagur meira hrós fyrir sína framgöngu fyrir ári. Dagur var að þróa nýtt lið og þótti gera vel með því að ná sjöunda sætinu og tryggja sig inn í forkeppni Ólympíuleikanna. Það voru hins vegar vonbrigði fyrir Dani að spila ekki um verðlaun enda að flestra mati með lið sem hafði alla burði til þess.Sjá einnig: Dagur: Við gefumst ekki upp Meiðsli í báðum liðum í aðdraganda EM í Póllandi þýddu að það reyndi enn meira á íslensku þjálfarana. Guðmundur missti klettinn úr vörninni (Rene Toft Hansen) en Dagur hefur verið einkar óheppinn með meiðsli manna og sú þróun hefur haldið áfram á mótinu sjálfu. Dagur mætir í raun með hálfgert b-lið í leikinn við Dani enda búinn að missa fastamann úr öllum stöðum. Það er því meiri brekka hjá Degi en Guðmundi fyrir leik kvöldsins.Guðmundur Guðmundsson.Vísir/AFPÚrræðagóðir þjálfarar Guðmundur og Dagur hafa báðir sýnt hversu úrræðagóðir þeir eru í sínum leikjum og tilfærslur þeirra og breytingar eiga mikinn þátt í því hversu vel hefur gengið í seinni hálfleikjum liðanna.Sjá einnig: Guðmundur fann upp á dínamíska tvíeykinu í hálfleik Þýska liðið var þannig fjórum mörkum undir á móti Svíum en vann fyrstu fimmtán mínútur seinni hálfleiksins með átta mörkum og leikinn síðan með einu marki. Dagur notaði tvo línumenn í sókninni í seinni hálfleik sem breytti miklu fyrir sóknarleikinn. Danska liðið var undir í hálfleik í leikjum sínum við Svartfellinga og Spánverja en vann seinni hálfleikinn í þessum tveimur leikjum með ellefu mörkum. Í leiknum við hið sterka lið Spánverja lét Guðmundur Mikkel Hansen spila sem leikstjórnanda í seinni hálfleiknum sem gekk fullkomlega upp enda kom Michael Damgaard frábærlega inn í vinstri skyttuna. Danir unnu seinni hálfleikinn með sjö marka mun.Mættust á EM 2010 og HM 2015 Guðmundur og Dagur hafa mæst tvisvar sinnum með sín landslið á stórmótum, fyrst á Evrópumótinu fyrir sex árum og svo aftur á HM í Katar fyrir ári. Í bæði skiptin varð niðurstaðan jafntefli og í báðum tilfellum eftir dramatíska endurkomu annars liðsins. Lærisveinar Dags í austurríska landsliðinu náðu þannig að vinna upp þriggja marka mun íslenska landsliðsins á síðustu 50 sekúndunum þegar Austurríki og Ísland gerðu 37-37 jafntefli í riðlakeppni EM 2010. Í fyrra var það aftur á mótið komið að liði Guðmundar að vinna upp þriggja marka mun á lokamínútunum. Strákarnir hans Dags voru þá með þriggja marka forystu þegar rétt tæpar tíu mínútur voru eftir en Danir unnu lokakaflann 6-3 og tryggðu sér 30-30 jafntefli.Sjá einnig: Tvær íslenskar sigurgöngur í gangi á EM í handbolta Tveir leikir eru því að baki milli þeirra Guðmundar og Dags og hvorugur hefur fagnað sigri. Þeir þekkja það þó að fagna sigri hvor á móti öðrum enda mættust þeir átta sinnum í þýsku deildinni frá 2010 til 2014. Guðmundur og lið hans Rhein-Neckar-Löwen unnu fjóra af leikjunum átta en Dagur vann tvo. Dagur og Guðmundur þekkjast líka mjög vel sem samstarfsmenn enda var Dagur fyrirliði Guðmundar þegar Guðmundur þjálfaði íslenska landsliðið í fyrra skiptið á árunum 2001 til 2004.Dagur Sigurðsson.Vísir/GettyDagur verður að vinna Danir gerðu jafntefli við Svía í gær og eru með einu stigi meira en Þýskaland og Spánn. Jafnteflið þýðir að staða Spánverja styrktist en þeir munu með sigri á Rússum í síðasta leik riðilsins í kvöld tryggja sér sæti í undanúrslitunum, óháð því hvernig viðureign Dana og Þjóðverja fer fyrr um daginn. Danska liðið vinnur riðilinn með því að ná að minnsta kosti jafntefli gegn Þýskalandi í dag. Með tapi er Danmörk aðeins úr leik ef Spánn vinnur sinn leik gegn Rússlandi. Þýskaland fer áfram með sigri en eitt stig dugir aðeins ef Spánn tapar sínum leik. Með tapi eru Dagur og hans menn einfaldlega úr leik, óháð úrslitanna í leik Spánar og Rússlands. Íslenskt handboltaáhugafólk fylgist því örugglega spennt með lokaumferð riðlakeppninnar á Evrópumeistarmótinu í handbolta í kvöld.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Sjá meira