584 flóttamenn síðustu sex áratugina Sveinn Arnarsson skrifar 25. janúar 2016 07:00 Frá árinu 1956 hafa íslensk stjórnvöld tekið á móti 584 kvótaflóttamönnum. Ísland var eitt fyrstu ríkjanna til að taka á móti kvótaflóttafólki, fyrir sex áratugum, eins og við þekkjum það í dag. Alls hafa flóttamenn farið til 16 sveitarfélaga vítt og breitt um landið. Þann 1. mars árið 1956 gekk í gildi hér á landi flóttamannasamningur Sameinuðu þjóðanna sem hafði verið samþykktur í Genf árið 1951. Með samningnum voru réttindi fólks á flótta undan ófriði í heimalandi sínu tryggð. Það ár var brugðið á það ráð að fá til landsins flóttafólk frá Ungverjalandi sem flúði heimahaga sína sökum yfirgangs kommúnista í Sovétríkjunum sálugu. Mikið vatn hefur runnið til sjávar í flóttamannamálum Íslendinga frá árinu 1956 þegar Ungverjarnir, sem komu með Gullfaxa, flugvél Loftleiða, til landsins, fóru í læknisskoðun í Melaskóla og síðan í vikulanga sóttkví í Mosfellsbæ. Ísland hefur á þessari öld tekið sextán sinnum á móti kvótaflóttafólki. Í upphafi aldarinnar frá Krajina-héraði og Kosovo í kjölfar stríðsins á Balkanskaga. Samtals hafa sextíu flóttamenn komið hingað frá Kólumbíu til að mynda. Árið 1995 var sett á laggirnar flóttamannaráð sem nú heitir flóttamannanefnd. Fyrir þann tíma hafði Ísland tekið á móti 204 flóttamönnum til landsins í samtals sex aðgerðum. Á síðustu tuttugu árum höfum við tekið á móti 17 hópum sem telja samtals 380 flóttamenn. Mikið hefur verið fjallað um komu sýrlensku fjölskyldnanna sex sem komu hingað til lands í síðustu viku. Er þetta í annað sinn sem íslensk stjórnvöld taka á móti flóttamönnum frá Sýrlandi eftir að borgarastríð braust út þar í landi. Í fyrra komu fimmtán flóttamenn hingað til lands og von er á fleiri Sýrlendingum á þessu ári ef marka má orð félags- og húsnæðismálaráðherra. Samkvæmt upplýsingum frá velferðarráðuneytinu má gera ráð fyrir að kostnaður vegna móttöku flóttafólks geti numið á bilinu 4 til 5 milljónum króna á hvern einstakling miðað við fengna reynslu. Fréttir af flugi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Sjá meira
Frá árinu 1956 hafa íslensk stjórnvöld tekið á móti 584 kvótaflóttamönnum. Ísland var eitt fyrstu ríkjanna til að taka á móti kvótaflóttafólki, fyrir sex áratugum, eins og við þekkjum það í dag. Alls hafa flóttamenn farið til 16 sveitarfélaga vítt og breitt um landið. Þann 1. mars árið 1956 gekk í gildi hér á landi flóttamannasamningur Sameinuðu þjóðanna sem hafði verið samþykktur í Genf árið 1951. Með samningnum voru réttindi fólks á flótta undan ófriði í heimalandi sínu tryggð. Það ár var brugðið á það ráð að fá til landsins flóttafólk frá Ungverjalandi sem flúði heimahaga sína sökum yfirgangs kommúnista í Sovétríkjunum sálugu. Mikið vatn hefur runnið til sjávar í flóttamannamálum Íslendinga frá árinu 1956 þegar Ungverjarnir, sem komu með Gullfaxa, flugvél Loftleiða, til landsins, fóru í læknisskoðun í Melaskóla og síðan í vikulanga sóttkví í Mosfellsbæ. Ísland hefur á þessari öld tekið sextán sinnum á móti kvótaflóttafólki. Í upphafi aldarinnar frá Krajina-héraði og Kosovo í kjölfar stríðsins á Balkanskaga. Samtals hafa sextíu flóttamenn komið hingað frá Kólumbíu til að mynda. Árið 1995 var sett á laggirnar flóttamannaráð sem nú heitir flóttamannanefnd. Fyrir þann tíma hafði Ísland tekið á móti 204 flóttamönnum til landsins í samtals sex aðgerðum. Á síðustu tuttugu árum höfum við tekið á móti 17 hópum sem telja samtals 380 flóttamenn. Mikið hefur verið fjallað um komu sýrlensku fjölskyldnanna sex sem komu hingað til lands í síðustu viku. Er þetta í annað sinn sem íslensk stjórnvöld taka á móti flóttamönnum frá Sýrlandi eftir að borgarastríð braust út þar í landi. Í fyrra komu fimmtán flóttamenn hingað til lands og von er á fleiri Sýrlendingum á þessu ári ef marka má orð félags- og húsnæðismálaráðherra. Samkvæmt upplýsingum frá velferðarráðuneytinu má gera ráð fyrir að kostnaður vegna móttöku flóttafólks geti numið á bilinu 4 til 5 milljónum króna á hvern einstakling miðað við fengna reynslu.
Fréttir af flugi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Sjá meira