Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Þýsk ferðakona fær ekki bætur frá íslensku tryggingafélagi eftir að hafa slasast á hestbaki hjá íslensku ferðaþjónustufyrirtæki. Ekki þótti sannað að fyrirtækið hefði sýnt af sér saknæma háttsemi. Öllu heldur hefði verið um viðbúið óhappatilvik að ræða. Innlent 8.9.2025 13:51 Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Umhverfisráðherra óttast að Evrópureglur um íslenskar merkingar á plastvörum muni leiða til verðhækkana og bitna á konum og barnafjölskyldum. Hann muni gæti hagsmuna Íslands og segir mögulegt að reglurnar verði ekki innleiddar að fullu. Innlent 8.9.2025 13:02 Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis varð fyrir djúpum vonbrigðum með framkomið fjárlagafrumvarp. Þrátt fyrir fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að skattar verði ekki hækkaðir þá hafi hann komið auga á skattahækkanir upp á 28 milljarða eftir grúsk í frumvarpinu. Þá hefði hann viljað sjá ríkisstjórnina loka fjárlagagatinu. Innlent 8.9.2025 12:28 Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Rúmlega helmingur landsmanna er óánægður með núverandi stefnu ríkisstjórnar í málefnum hælisleitenda. Fjórir af hverjum fimm vilja að sett sé árlegt hámark á fjölda þeirra sem Íslandi tekur á móti. Innlent 8.9.2025 11:55 Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Í hádegisfréttum fjöllum við um fjárlög næsta árs en Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarp næsta árs í morgun. Innlent 8.9.2025 11:21 Bylgja Dís er látin Bylgja Dís Gunnarsdóttir, formaður Kyrrðarbænarsamtakanna á Íslandi og sópransöngkona, lést þann 3. september langt fyrir aldur fram eftir erfið veikindi. Hún var 52 ára gömul. Innlent 8.9.2025 10:43 Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Björgunarsveitir af Suðurlandi leituðu að tveimur ferðamönnum sem villtust á göngu á milli Landmannalauga og Hrafntinnuskers í gærkvöldi. Mennirnir fundust heilir á húfi ekki fjarri skálanum í Landmannalaugum að ganga ellefu í gærkvöldi. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út. Innlent 8.9.2025 10:18 „Allir vilja alltaf meira“ Fjármála- og efnahagsráðherra segist aðeins geta þakkað samráðherrum sínum fyrir gott samráð við gerð fjárlaga, sem kynnt voru í morgun. „Allir vilja alltaf meira en skilja líka að við þurfum að forgangsraða.“ Innlent 8.9.2025 10:18 Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Reiknað er með fimmtán milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á næsta ári í fjárlögum fyrir árið 2026. Áður hafði verið gert ráð fyrir miklum mun meiri halla, upp á 26 milljarða króna. Innlent 8.9.2025 09:12 Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Barnaheill merkja aukningu í svokölluðum kynlífskúgunarmálum sem beinast gegn börnum. Fórnarlömbin eru í flestum tilfellum unglingsdrengir sem eru narraðir af óprúttnum aðilum, sem þykjast vera stúlka á þeirra aldri, til að senda af sér viðkvæmar myndir sem þeir síðan nota til að kúga fé út úr drengjunum. Innlent 8.9.2025 08:59 Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra boðaði til blaða- og fréttamannafundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 9, þar sem hann kynnti fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. Beina textalýsingu frá fundinum og um efni frumvarpsins má finna neðst í fréttinni. Innlent 8.9.2025 07:22 Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Einn var fluttur á bráðamóttöku vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kom upp í íbúðarhúsi í austurborg Reykjavíkur í nótt. Innlent 8.9.2025 06:39 Leitað að manni með öxi Lögregla rannsakar nú mál þar sem tvö ungmenni eru sögð hafa veist að því þriðja, slegið með áhaldi og rænt. Atvikið er sagt hafa átt sér stað við verslunarmiðstöð. Innlent 8.9.2025 06:24 „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Formaður Afls starfsgreinafélags segir það mjög miður að kjaraviðræður við Alcoa Fjarðarál séu komnar á þann stað sem blasi við. Innan tveggja vikna muni liggja fyrir hvort 400 starfsmenn leggi niður störf, þolinmæðin sé af skornum skammti. Innlent 7.9.2025 22:01 Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Íslendingur sem býr skammt frá aðsetri ríkisstjórnar Úkraínu, sem stóð í ljósum logum í morgun, segist hafa sofið í gegnum hvelli og sprengingar. Árásir á Kænugarð séu orðnar daglegt brauð en reiði og sorg einkenni borgarbúa eftir að móðir og kornungt barn hennar lést í árásinni í nótt. Innlent 7.9.2025 19:49 Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Hringvegurinn, í austurátt við Ingólfsfjall, hefur verið opnaður á ný eftir umferðarslys. Innlent 7.9.2025 18:55 Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Íslendingur sem býr skammt frá stjórnarráði Úkraínu í Kænugarði segir mikla sorg og reiði ríkja í borginni. Rússar gerðu umfangsmiklar árásir í nótt og voru móðir og kornabarn drepin. Rætt verður við hann í kvöldfréttum. Innlent 7.9.2025 18:06 Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Einn var fluttur með sjúkraflugi þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir mótorhjólaslys við Fjallabak, norðan Mýrdalsjökuls. Þyrlan lenti um korteri yfir fimm við sjúkrahúsið. Innlent 7.9.2025 17:41 Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Rithöfundur og þingmaður Sjálfstæðisflokksins ræddu málfrelsi sem mikið hefur verið til umræðu eftir umdeildan Kastljós-þátt. Þau sammælast um að á Íslandi ríki málfrelsi en það þýði ekki að segja ætti allt sem hver maður hugsar. Það að vera ósammála skoðunum annarra sé ekki brot á málfrelsi. Innlent 7.9.2025 17:13 Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Hringveginum hefur verið lokað til austurs undir Ingólfsfjalli til austurs vegna umferðaróhapps. Innlent 7.9.2025 16:22 Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út á mesta forgangi. Lögreglan á Suðurlandi óskaði eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar vegna vélhjólaslyss. Innlent 7.9.2025 16:17 Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Formaður VR og framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segjast jákvæðir gagnvart nýrri atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar. Hins vegar þurfi enn að huga að nokkrum hlutum líkt og hverjir eigi að vinna störfin. Innlent 7.9.2025 14:00 Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Ljósanótt í Reykjanesbæ náði hápunkti sínum í gærkvöldi með stórtónleikum, sem haldnir voru undir berum himni og glæsilegri flugeldasýningu. Hátíðinni lýkur í kvöld með Ljósanæturmessu með Bjartmari Guðlaugssyni. Innlent 7.9.2025 13:04 Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Utanríkisráðherra mun halda á fund utanríkismálanefndar á morgun til að kynna mögulegar aðgerðir gegn Ísrael vegna ástandsins á Gaza. Meðal þess sem verður rætt er sá möguleiki að slíta fríverslunarsamningi við Ísrael. Innlent 7.9.2025 12:08 Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Utanríkisráðherra mun halda á fund utanríkismálanefndar á morgun til að kynna mögulegar aðgerðir gegn Ísrael vegna ástandsins á Gaza. Meðal þess sem verður rætt er sá möguleika að slíta fríverslunarsamningi við Ísrael. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Innlent 7.9.2025 11:48 Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Labubu bangsarnir vinsælu eru ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla, en skólastjóri segir að bangsarnir hafi verið farnir að valda miklum leiðindum og metingi meðal barna í skólanum. Foreldrar hafa tekið mjög vel í regluna. Innlent 7.9.2025 11:40 Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt og voru allar fangageymslur á Hverfisgötu fullar í morgun eftir eril næturinnar. Tilkynnt var um nokkrar líkamsárásir, fíkniefnalagabrot og ofurölvi menn til vandræða. Innlent 7.9.2025 09:54 Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Umræðuþátturinn Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni. Innlent 7.9.2025 09:31 Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Tveir menn hafa verið ákærðir fyrir innflutning á rúmlega tuttugu þúsund töflum hingað til lands í lok marsmánaðar síðastliðins. Innlent 6.9.2025 23:13 „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Fyrrverandi utanríkisráðherra krafðist þess á fjöldafundi í dag að ríkisstjórnin slíti öllu sambandi við Ísrael. Kona frá Palestínu segir daginn í dag hafa verið tilfinningaþrunginn en fjölmargir komu saman á Austurvelli. Innlent 6.9.2025 20:19 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Þýsk ferðakona fær ekki bætur frá íslensku tryggingafélagi eftir að hafa slasast á hestbaki hjá íslensku ferðaþjónustufyrirtæki. Ekki þótti sannað að fyrirtækið hefði sýnt af sér saknæma háttsemi. Öllu heldur hefði verið um viðbúið óhappatilvik að ræða. Innlent 8.9.2025 13:51
Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Umhverfisráðherra óttast að Evrópureglur um íslenskar merkingar á plastvörum muni leiða til verðhækkana og bitna á konum og barnafjölskyldum. Hann muni gæti hagsmuna Íslands og segir mögulegt að reglurnar verði ekki innleiddar að fullu. Innlent 8.9.2025 13:02
Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis varð fyrir djúpum vonbrigðum með framkomið fjárlagafrumvarp. Þrátt fyrir fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að skattar verði ekki hækkaðir þá hafi hann komið auga á skattahækkanir upp á 28 milljarða eftir grúsk í frumvarpinu. Þá hefði hann viljað sjá ríkisstjórnina loka fjárlagagatinu. Innlent 8.9.2025 12:28
Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Rúmlega helmingur landsmanna er óánægður með núverandi stefnu ríkisstjórnar í málefnum hælisleitenda. Fjórir af hverjum fimm vilja að sett sé árlegt hámark á fjölda þeirra sem Íslandi tekur á móti. Innlent 8.9.2025 11:55
Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Í hádegisfréttum fjöllum við um fjárlög næsta árs en Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarp næsta árs í morgun. Innlent 8.9.2025 11:21
Bylgja Dís er látin Bylgja Dís Gunnarsdóttir, formaður Kyrrðarbænarsamtakanna á Íslandi og sópransöngkona, lést þann 3. september langt fyrir aldur fram eftir erfið veikindi. Hún var 52 ára gömul. Innlent 8.9.2025 10:43
Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Björgunarsveitir af Suðurlandi leituðu að tveimur ferðamönnum sem villtust á göngu á milli Landmannalauga og Hrafntinnuskers í gærkvöldi. Mennirnir fundust heilir á húfi ekki fjarri skálanum í Landmannalaugum að ganga ellefu í gærkvöldi. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út. Innlent 8.9.2025 10:18
„Allir vilja alltaf meira“ Fjármála- og efnahagsráðherra segist aðeins geta þakkað samráðherrum sínum fyrir gott samráð við gerð fjárlaga, sem kynnt voru í morgun. „Allir vilja alltaf meira en skilja líka að við þurfum að forgangsraða.“ Innlent 8.9.2025 10:18
Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Reiknað er með fimmtán milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á næsta ári í fjárlögum fyrir árið 2026. Áður hafði verið gert ráð fyrir miklum mun meiri halla, upp á 26 milljarða króna. Innlent 8.9.2025 09:12
Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Barnaheill merkja aukningu í svokölluðum kynlífskúgunarmálum sem beinast gegn börnum. Fórnarlömbin eru í flestum tilfellum unglingsdrengir sem eru narraðir af óprúttnum aðilum, sem þykjast vera stúlka á þeirra aldri, til að senda af sér viðkvæmar myndir sem þeir síðan nota til að kúga fé út úr drengjunum. Innlent 8.9.2025 08:59
Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra boðaði til blaða- og fréttamannafundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 9, þar sem hann kynnti fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. Beina textalýsingu frá fundinum og um efni frumvarpsins má finna neðst í fréttinni. Innlent 8.9.2025 07:22
Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Einn var fluttur á bráðamóttöku vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kom upp í íbúðarhúsi í austurborg Reykjavíkur í nótt. Innlent 8.9.2025 06:39
Leitað að manni með öxi Lögregla rannsakar nú mál þar sem tvö ungmenni eru sögð hafa veist að því þriðja, slegið með áhaldi og rænt. Atvikið er sagt hafa átt sér stað við verslunarmiðstöð. Innlent 8.9.2025 06:24
„Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Formaður Afls starfsgreinafélags segir það mjög miður að kjaraviðræður við Alcoa Fjarðarál séu komnar á þann stað sem blasi við. Innan tveggja vikna muni liggja fyrir hvort 400 starfsmenn leggi niður störf, þolinmæðin sé af skornum skammti. Innlent 7.9.2025 22:01
Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Íslendingur sem býr skammt frá aðsetri ríkisstjórnar Úkraínu, sem stóð í ljósum logum í morgun, segist hafa sofið í gegnum hvelli og sprengingar. Árásir á Kænugarð séu orðnar daglegt brauð en reiði og sorg einkenni borgarbúa eftir að móðir og kornungt barn hennar lést í árásinni í nótt. Innlent 7.9.2025 19:49
Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Hringvegurinn, í austurátt við Ingólfsfjall, hefur verið opnaður á ný eftir umferðarslys. Innlent 7.9.2025 18:55
Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Íslendingur sem býr skammt frá stjórnarráði Úkraínu í Kænugarði segir mikla sorg og reiði ríkja í borginni. Rússar gerðu umfangsmiklar árásir í nótt og voru móðir og kornabarn drepin. Rætt verður við hann í kvöldfréttum. Innlent 7.9.2025 18:06
Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Einn var fluttur með sjúkraflugi þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir mótorhjólaslys við Fjallabak, norðan Mýrdalsjökuls. Þyrlan lenti um korteri yfir fimm við sjúkrahúsið. Innlent 7.9.2025 17:41
Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Rithöfundur og þingmaður Sjálfstæðisflokksins ræddu málfrelsi sem mikið hefur verið til umræðu eftir umdeildan Kastljós-þátt. Þau sammælast um að á Íslandi ríki málfrelsi en það þýði ekki að segja ætti allt sem hver maður hugsar. Það að vera ósammála skoðunum annarra sé ekki brot á málfrelsi. Innlent 7.9.2025 17:13
Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Hringveginum hefur verið lokað til austurs undir Ingólfsfjalli til austurs vegna umferðaróhapps. Innlent 7.9.2025 16:22
Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út á mesta forgangi. Lögreglan á Suðurlandi óskaði eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar vegna vélhjólaslyss. Innlent 7.9.2025 16:17
Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Formaður VR og framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segjast jákvæðir gagnvart nýrri atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar. Hins vegar þurfi enn að huga að nokkrum hlutum líkt og hverjir eigi að vinna störfin. Innlent 7.9.2025 14:00
Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Ljósanótt í Reykjanesbæ náði hápunkti sínum í gærkvöldi með stórtónleikum, sem haldnir voru undir berum himni og glæsilegri flugeldasýningu. Hátíðinni lýkur í kvöld með Ljósanæturmessu með Bjartmari Guðlaugssyni. Innlent 7.9.2025 13:04
Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Utanríkisráðherra mun halda á fund utanríkismálanefndar á morgun til að kynna mögulegar aðgerðir gegn Ísrael vegna ástandsins á Gaza. Meðal þess sem verður rætt er sá möguleiki að slíta fríverslunarsamningi við Ísrael. Innlent 7.9.2025 12:08
Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Utanríkisráðherra mun halda á fund utanríkismálanefndar á morgun til að kynna mögulegar aðgerðir gegn Ísrael vegna ástandsins á Gaza. Meðal þess sem verður rætt er sá möguleika að slíta fríverslunarsamningi við Ísrael. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Innlent 7.9.2025 11:48
Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Labubu bangsarnir vinsælu eru ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla, en skólastjóri segir að bangsarnir hafi verið farnir að valda miklum leiðindum og metingi meðal barna í skólanum. Foreldrar hafa tekið mjög vel í regluna. Innlent 7.9.2025 11:40
Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt og voru allar fangageymslur á Hverfisgötu fullar í morgun eftir eril næturinnar. Tilkynnt var um nokkrar líkamsárásir, fíkniefnalagabrot og ofurölvi menn til vandræða. Innlent 7.9.2025 09:54
Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Umræðuþátturinn Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni. Innlent 7.9.2025 09:31
Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Tveir menn hafa verið ákærðir fyrir innflutning á rúmlega tuttugu þúsund töflum hingað til lands í lok marsmánaðar síðastliðins. Innlent 6.9.2025 23:13
„Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Fyrrverandi utanríkisráðherra krafðist þess á fjöldafundi í dag að ríkisstjórnin slíti öllu sambandi við Ísrael. Kona frá Palestínu segir daginn í dag hafa verið tilfinningaþrunginn en fjölmargir komu saman á Austurvelli. Innlent 6.9.2025 20:19