Fylkir vann afar auðveldan sigur á KA/Þór í Olís-deild kvenna í dag, en lokatölur urðu sextán marka sigur Fylkiskvenna, 33-17.
Heimastúlkir í Fylki gáfu tóninn strax í fyrri hálfleik, en þær voru 14-9 yfir í hálfleik. Þær fengu einungis átta mörk á sig í síðari hálfleik og skoruðu 19. Lokatölur 33-17.
Þuríður Guðjónsdóttir skoraði átta mörk og Patricia Szölösi bætti við sjö mörkum. Fylkir er í áttunda sæti deildarinnar með fjórtán stig.
Birta Fönn Sveinsdóttir var markahæst hjá KA/Þór með sjö mörk, en næst kom Arna Kristín Einarsdóttir með fimm. KA/Þór er í ellefta sætinu með sjö stig.
Mörk Fylkis: Þuríður Guðjónsdóttir 8, Patricia Szölösi 7, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 5, Eyrún Ósk Hjartardóttir 4, Vera Pálsdóttir 4, Thea Irmani Sturludóttir 2, Anna Ösp Gunnarsdóttir 1, Hildur Björnsdóttir 1, Halldóra Björk Hauksdóttir 1.
Mörk KA/Þór: Birta Fönn Sveinsdóttir 7, Arna Kristín Einarsdóttir 5, Laufey Lára Höskulsdóttir 3, Steinun Guðjónsdóttir 1, Rakel Ösp Sævarsdóttir 1.
