Google talið hafa komist undan 1,6 milljarða punda skattgreiðslum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 23. janúar 2016 23:16 Sérfræðingur furðar sig á skattasamkomulagi Google og breska ríkisins. Vísir/EPA Samkomulag sem Google gerði við breska ríkið um greiðslu skatta aftur í tímann hefur sætt mikilli gagnrýni eftir að í ljós kom að upphæðin er jafnvirði þess að 2,77 prósenta skattur hefði verið lagður á fyrirtækið á ári síðasta áratuginn. Fyrirtæki greiða almennt 20 prósenta skatt af hagnaði í Bretlandi. Google og breska ríkið sömdu um að leitarrisinn greiddi 130 milljónir punda í skatta aftur í tímann. Með greiðslunni hefur Google þá reitt fram samtals um 200 milljónir punda í skattgreiðslur í ríkissjóð síðan árið 2005. Á sama tímabili hefur áætlaður hagnaður félagsins verið 7,2 milljarðar.Fjármálaráðherra Breta er ánægður og segir samkomulagið sigur fyrir ríkisstjórnina.Vísir/EPAGuardian hefur eftir Prem Sikka, prófessor við Essex-háskóla og sérfræðingi í skattaundanskotum, að áætla megi að félagið hafi komist undan 1,6 milljarða punda skattgreiðslum á tímabilinu. Um tíu prósent af tekjum Google í heiminum eru tilkomnar í Bretlandi og furðar hann sig á því hvernig 130 milljóna punda talan var reiknuð út. George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, telur samkomulagið hins vegar jákvætt. Hann sagði við fréttamenn á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos að samkomulagið væri meiriháttar sigur fyrir skattastefnu ríkisstjórnarinnar. „Við höfum fengið Google til að borga skatta og ég tel að það sé risastórt skref áfram og taki á fullkomlega réttlátri reiði almennings gagnvart því að stórfyrirtæki borgi ekki skatta,“ sagði hann. Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Samkomulag sem Google gerði við breska ríkið um greiðslu skatta aftur í tímann hefur sætt mikilli gagnrýni eftir að í ljós kom að upphæðin er jafnvirði þess að 2,77 prósenta skattur hefði verið lagður á fyrirtækið á ári síðasta áratuginn. Fyrirtæki greiða almennt 20 prósenta skatt af hagnaði í Bretlandi. Google og breska ríkið sömdu um að leitarrisinn greiddi 130 milljónir punda í skatta aftur í tímann. Með greiðslunni hefur Google þá reitt fram samtals um 200 milljónir punda í skattgreiðslur í ríkissjóð síðan árið 2005. Á sama tímabili hefur áætlaður hagnaður félagsins verið 7,2 milljarðar.Fjármálaráðherra Breta er ánægður og segir samkomulagið sigur fyrir ríkisstjórnina.Vísir/EPAGuardian hefur eftir Prem Sikka, prófessor við Essex-háskóla og sérfræðingi í skattaundanskotum, að áætla megi að félagið hafi komist undan 1,6 milljarða punda skattgreiðslum á tímabilinu. Um tíu prósent af tekjum Google í heiminum eru tilkomnar í Bretlandi og furðar hann sig á því hvernig 130 milljóna punda talan var reiknuð út. George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, telur samkomulagið hins vegar jákvætt. Hann sagði við fréttamenn á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos að samkomulagið væri meiriháttar sigur fyrir skattastefnu ríkisstjórnarinnar. „Við höfum fengið Google til að borga skatta og ég tel að það sé risastórt skref áfram og taki á fullkomlega réttlátri reiði almennings gagnvart því að stórfyrirtæki borgi ekki skatta,“ sagði hann.
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira