Hagaskólastelpurnar kveiktu hugmyndina Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2016 09:30 Just girl it, ljósmyndaverkefni Huldu Sifjar. Mynd/huldasif „Það sem ýtti af stað þessari hugmynd var þegar Hagaskólastelpurnar unnu Skrekk, það var svo mikill kraftur þarna sem mér fannst svo flott. Þá fannst mér alveg upplagt að mynda ungar íþróttastelpur,“ segir ljósmyndarinn Hulda Sif Ásmundsdóttir um ljósmyndaverkefnið Just girl it. Hulda Sif myndaði ellefu ungar íþróttakonur fyrir verkefni í skólanum en hún stundar nám í ljósmyndun í Hollandi. Líkt og áður segir kviknaði hugmyndin að efnistökunum eftir að Hulda Sif sá siguratriði hæfileikakeppni grunnskólanna í fyrra en þar fluttu stúlkur úr Hagaskóla femíníska ljóða- og dansgjörninginn Elsku stelpur.Mynd/Anna Marin„Ástæðan fyrir því að ég valdi að mynda íþróttastelpur var kannski sú að ég var sjálf í íþróttum á þessum aldri og fannst áhugavert að taka svoleiðis portrett myndir.“ Stúlkurnar á myndum Huldu Sifjar stunda allar mögulegar íþróttir og segir hún að skilaboð Hagaskólastúlknanna um að taka meira pláss hafa haft áhrif á sig. Titillinn Just girl it er vísun í slagorð hins þekkta íþróttavörumerkis Nike, Just do it, og skýtur Hulda Sif ekki loku fyrir að hún muni vinna verkefnið eitthvað áfram en hún hefur gaman af því að taka portrettmyndir. „Mér finnst ótrúlega gaman að mynda fólk og reyna að segja sterkar sögur í gegnum portrettmyndir.“ Og þó að hún hafi tekið hluta af myndunum úti í Hollandi þá fór það þó þannig að allar íþróttastelpurnar sem hún myndaði voru íslenskar. „Það var alveg ótrúlega þægilegt að fá þær til þess að vera með og það var engin sem neitaði,“ segir hún og bætir hlæjandi við að vankunnátta hennar í hollensku hafi sjálfsagt orsakað það að þær stúlkur sem hún myndaði voru íslenskar. Hulda Sif er nú á sínu öðru ári í ljósmyndun við Listaháskólann í Haag en hún hefur lokið námi við Ljósmyndaskólann hér heima og vann hún þá portrettseríu sem svipar ögn til Just girl it en þá var viðfangsefnið listakonur. „Þannig að þetta er kannski svona mín lína inn í þessari femínísku orku,“ segir hún glöð í bragði um Just girl it. Menning Skrekkur Tengdar fréttir Sjáðu siguratriði Skrekks: "Ekki taka burtu plássið sem er frátekið af strákum“ Hagaskóli vann hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík. 17. nóvember 2015 10:39 Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Það sem ýtti af stað þessari hugmynd var þegar Hagaskólastelpurnar unnu Skrekk, það var svo mikill kraftur þarna sem mér fannst svo flott. Þá fannst mér alveg upplagt að mynda ungar íþróttastelpur,“ segir ljósmyndarinn Hulda Sif Ásmundsdóttir um ljósmyndaverkefnið Just girl it. Hulda Sif myndaði ellefu ungar íþróttakonur fyrir verkefni í skólanum en hún stundar nám í ljósmyndun í Hollandi. Líkt og áður segir kviknaði hugmyndin að efnistökunum eftir að Hulda Sif sá siguratriði hæfileikakeppni grunnskólanna í fyrra en þar fluttu stúlkur úr Hagaskóla femíníska ljóða- og dansgjörninginn Elsku stelpur.Mynd/Anna Marin„Ástæðan fyrir því að ég valdi að mynda íþróttastelpur var kannski sú að ég var sjálf í íþróttum á þessum aldri og fannst áhugavert að taka svoleiðis portrett myndir.“ Stúlkurnar á myndum Huldu Sifjar stunda allar mögulegar íþróttir og segir hún að skilaboð Hagaskólastúlknanna um að taka meira pláss hafa haft áhrif á sig. Titillinn Just girl it er vísun í slagorð hins þekkta íþróttavörumerkis Nike, Just do it, og skýtur Hulda Sif ekki loku fyrir að hún muni vinna verkefnið eitthvað áfram en hún hefur gaman af því að taka portrettmyndir. „Mér finnst ótrúlega gaman að mynda fólk og reyna að segja sterkar sögur í gegnum portrettmyndir.“ Og þó að hún hafi tekið hluta af myndunum úti í Hollandi þá fór það þó þannig að allar íþróttastelpurnar sem hún myndaði voru íslenskar. „Það var alveg ótrúlega þægilegt að fá þær til þess að vera með og það var engin sem neitaði,“ segir hún og bætir hlæjandi við að vankunnátta hennar í hollensku hafi sjálfsagt orsakað það að þær stúlkur sem hún myndaði voru íslenskar. Hulda Sif er nú á sínu öðru ári í ljósmyndun við Listaháskólann í Haag en hún hefur lokið námi við Ljósmyndaskólann hér heima og vann hún þá portrettseríu sem svipar ögn til Just girl it en þá var viðfangsefnið listakonur. „Þannig að þetta er kannski svona mín lína inn í þessari femínísku orku,“ segir hún glöð í bragði um Just girl it.
Menning Skrekkur Tengdar fréttir Sjáðu siguratriði Skrekks: "Ekki taka burtu plássið sem er frátekið af strákum“ Hagaskóli vann hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík. 17. nóvember 2015 10:39 Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Sjáðu siguratriði Skrekks: "Ekki taka burtu plássið sem er frátekið af strákum“ Hagaskóli vann hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík. 17. nóvember 2015 10:39
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög