Aston Martin DB10 úr Spectre á uppboð Finnur Thorlacius skrifar 22. janúar 2016 11:07 Aston Martin DB10 bíll James Bond. caranddriver Þeir sem hrifnir voru af nýja Aston Martin DB10 bílnum sem James Bond ók í síðustu myndinni, Spectre og voru svekktir að heyra að Aston Martin ætlar ekki að fjöldaframleiða þennan bíl, get nú glaðst. Það er nú hægt að kaupa bílinn á uppboði Christie´s. Uppboðsfyrirtækið ætlar að bjóða upp ýmsa muni úr myndinni ágætu, en líklega er verðmætasti eini hluturinn þessi Aston Martin DB10 bíll. Þetta verður semsagt eini Aston Martin DB10 bílinn sem almenningur getur eignast. Inni í bílnum verður að auki plata sem signeruð er af James Bond leikaranum Daniel Craig. Þeir sem áhugasamir eru um bílinn verða þó að vera örlítið loðnir um lófana því búist er við því að bíllinn fari á milli 1,4 til 2,1 milljónir dollara, eða á 180 til 270 milljónir króna, en hvern munar um það! Hver sagði að það væri ódýrt að lifa í draumaheimi James Bond? Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent
Þeir sem hrifnir voru af nýja Aston Martin DB10 bílnum sem James Bond ók í síðustu myndinni, Spectre og voru svekktir að heyra að Aston Martin ætlar ekki að fjöldaframleiða þennan bíl, get nú glaðst. Það er nú hægt að kaupa bílinn á uppboði Christie´s. Uppboðsfyrirtækið ætlar að bjóða upp ýmsa muni úr myndinni ágætu, en líklega er verðmætasti eini hluturinn þessi Aston Martin DB10 bíll. Þetta verður semsagt eini Aston Martin DB10 bílinn sem almenningur getur eignast. Inni í bílnum verður að auki plata sem signeruð er af James Bond leikaranum Daniel Craig. Þeir sem áhugasamir eru um bílinn verða þó að vera örlítið loðnir um lófana því búist er við því að bíllinn fari á milli 1,4 til 2,1 milljónir dollara, eða á 180 til 270 milljónir króna, en hvern munar um það! Hver sagði að það væri ódýrt að lifa í draumaheimi James Bond?
Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent