Handknattleikssamband Íslands mun halda blaðamannafund klukkan 12.00 í dag þar sem gera má ráð fyrir að framtíð landsliðsþjálfarans Arons Kristjánssonar verði til umfjöllunar.
Ísland féll úr leik eftir riðlakeppnina á EM í Póllandi og hefur framtíð Arons sem landsliðsþjálfari verið til mikillar umræðu síðustu daga.
Vísir mun flytja fréttir af blaðamannafundinum um leið og þær berast.
