Frakkar gerðu lítið úr Hvít-Rússum Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. janúar 2016 18:40 Luka Karabatic var frábær í vörninni í kvöld. vísir/epa Heims, Evrópu- og Ólympíumeistarar Frakka pökkuðu Hvíta-Rússlandi saman, 34-23, í fyrsta leik milliriðils eitt á Evrópumótinu í handbolta í dag. Þrátt fyrir stórsigur segja lokatölurnar nánast ekkert um gang leiksins því Frakkland hefði auðveldlega getað unnið leikinn með meira en 20 mörkum hefði það keyrt hraðann og spilað á sínum bestu mönnum allan tímann. Frakkar komust í 4-0 áður en Hvít-Rússar skoruðu fyrsta markið eftir tæpar sjö mínútur, en staðan eftir 14 mínútur var 10-4 fyrir meistarana. Þá skiptu Frakkarnir upp um gír, skoruðu átta mörk í röð og komust í 18-4. Í hálfleik munaði 15 mörkum, 20-5. Franska liðið var að spila ótrúlegan handbolta, þá sérstaklega varnarleik en leikmenn Hvíta-Rússlands litu út eins og byrjendur á móti Frökkunum. Nicola Karabatic gerði það sem hann vildi í sóknarleiknum og skoraði níu mörk úr níu skotum og þá varði Thierry Omeyer tíu skot í fyrri hálfleik. Frakkar sendu eðlilega „varaliðið“ inn í seinni hálfleikinn til að hvíla sínar helstu stjörnur enda leikurinn fyrir löngu unninn. Franski varnarveggurinn hélt fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik þar til Hvít-Rússar gengu á lagið gegn mátulega áhugalausum Frökkunum og skoruðu ellefu mörk á næstu tíu mínútum. Fleiri mörk en þeir skoruðu fyrstu 40 mínútur leiksins. Eftir að fá 67 prósent markvörslu í fyrri hálfleik frá Omeyer varði Vincent Gerard, markvörður Montpellier, aðeins sjö skot og var með 33 prósent hlutfallsmarkvörslu. Nicola Karabatic endaði markahæstur hjá Frökkunum með níu mörk þrátt fyrir að spila bara fyrri hálfleikinn en næstur kom Nedim Remili með fimm mörk. Hjá Hvíta-Rússlandi var Aliaksei Khadkevich markahæstur með níu mörk úr fjórtán skotum en í markinu varði Viachaslau Saldatsenka þrettán skot og var með 31 prósent hlutfallsmarkvörslu. Frakkar eru nú með fjögur stig í milliriðli eitt líkt og Noregur og Pólland. Þau mætast á morgun þegar Frakkar og Króatar eigast við en í kvöld mætast Makedónía og Króatía. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira
Heims, Evrópu- og Ólympíumeistarar Frakka pökkuðu Hvíta-Rússlandi saman, 34-23, í fyrsta leik milliriðils eitt á Evrópumótinu í handbolta í dag. Þrátt fyrir stórsigur segja lokatölurnar nánast ekkert um gang leiksins því Frakkland hefði auðveldlega getað unnið leikinn með meira en 20 mörkum hefði það keyrt hraðann og spilað á sínum bestu mönnum allan tímann. Frakkar komust í 4-0 áður en Hvít-Rússar skoruðu fyrsta markið eftir tæpar sjö mínútur, en staðan eftir 14 mínútur var 10-4 fyrir meistarana. Þá skiptu Frakkarnir upp um gír, skoruðu átta mörk í röð og komust í 18-4. Í hálfleik munaði 15 mörkum, 20-5. Franska liðið var að spila ótrúlegan handbolta, þá sérstaklega varnarleik en leikmenn Hvíta-Rússlands litu út eins og byrjendur á móti Frökkunum. Nicola Karabatic gerði það sem hann vildi í sóknarleiknum og skoraði níu mörk úr níu skotum og þá varði Thierry Omeyer tíu skot í fyrri hálfleik. Frakkar sendu eðlilega „varaliðið“ inn í seinni hálfleikinn til að hvíla sínar helstu stjörnur enda leikurinn fyrir löngu unninn. Franski varnarveggurinn hélt fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik þar til Hvít-Rússar gengu á lagið gegn mátulega áhugalausum Frökkunum og skoruðu ellefu mörk á næstu tíu mínútum. Fleiri mörk en þeir skoruðu fyrstu 40 mínútur leiksins. Eftir að fá 67 prósent markvörslu í fyrri hálfleik frá Omeyer varði Vincent Gerard, markvörður Montpellier, aðeins sjö skot og var með 33 prósent hlutfallsmarkvörslu. Nicola Karabatic endaði markahæstur hjá Frökkunum með níu mörk þrátt fyrir að spila bara fyrri hálfleikinn en næstur kom Nedim Remili með fimm mörk. Hjá Hvíta-Rússlandi var Aliaksei Khadkevich markahæstur með níu mörk úr fjórtán skotum en í markinu varði Viachaslau Saldatsenka þrettán skot og var með 31 prósent hlutfallsmarkvörslu. Frakkar eru nú með fjögur stig í milliriðli eitt líkt og Noregur og Pólland. Þau mætast á morgun þegar Frakkar og Króatar eigast við en í kvöld mætast Makedónía og Króatía.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira