Spámenn, popp og tækni Bergur Ebbi skrifar 22. janúar 2016 07:00 David Bowie er dáinn. Hann er kominn til rokk-himna og dvelur þar með Elvis (sem átti sama afmælisdag og hann), Lennon, Jim Morrison og fleirum. Ég held reyndar að Bowie dvelji í þeim salarkynnum rokkhimna sem tilheyra poppi. Ég segi þetta af mikilli virðingu því ég er einn af þeim sem finnst popp merkilegra en rokk þó að þessi hugtök útiloki ekki hvort annað. Með mikilli einföldun skilgreini ég rokk sem tónlist sem ýtir við fólki á meðan popp hefur fremur að gera með hvernig miðlar eru notaðir til að láta áhrifin ná til sem flestra. Þannig var Elvis bæði rokkari og poppari, líka Lennon, líka Bowie. Tölum aðeins um popp. David Bowie lést í íbúð sinni í New York í faðmi fjölskyldunnar en í raun dó hann frammi fyrir öllum heiminum því hann var meistari poppsins, frumkvöðull í notkun nýrra miðla í sjónvarpi og á netinu. Hann blandaði saman listformum og notaði hvert tækifæri til að magna upp verk sín fyrir fjöldann. Poppið er iðnvæðing sköpunarkraftsins. Það sem meira er: gott popp byggist á sérhæfingu, að hafa valinn mann í hverju rúmi. Þannig starfaði Bowie. Hann vann alltaf með besta fólkinu, lét ferskustu leikstjórana gera myndbönd fyrir sig og vinsælustu fatahönnuðina sauma á sig.Rafmagn, gítarar, sjónvarp Bowie var einn sá fyrsti sem gat gert þetta. Hann fullkomnaði byltingu sem hófst þegar hann var lítill strákur þegar frumrokkararnir mættu með rafmagnsgítarana sína í beinar sjónvarpsútsendingar. Grundvöllur poppsins lá í tækninni. Sjónvarp, rafmagnsgítarar, plötuspilarar. Þetta var jafn nýtt fyrir fólki og Snapchat og sjálfkeyrandi bílar eru í dag. Að vera einn sá fyrsti sem nýtti sér tæknina til fulls í þágu eigin sköpunargáfu er meira afrek en tónlistarhæfileikar einir og sér. Bowie, sem oft var kallaður popp-guð meðan hann lifði (hann gerði það meðal annars sjálfur), gæti endað sem nákvæmlega það: Guð, eða öllu heldur spámaður sem fólk mun hugsa um í þúsundir ára. Þúsund ár. Ímyndið ykkur hvað tími að viðbættri opinni túlkun gæti til dæmis gert við eftirfarandi textabrot:Tárin sem aldrei munu þornaDómi sem fallið hefurverður aldrei breytt. Svo orti Davíð árið 1983. Ég tel mig ekki vera að boða nein sérstök tíðindi hér. Elvis er þegar dýrkaður sem guð. Auk þess er ekkert óvenjulegt við að spámenn séu tónlistarmenn. Hver sló á tístrengja hörpu fyrir þrjú þúsund árum og samdi þetta?Ég lauga rekkju mína í tárum,læt hvílu mína flóa hverja nótt.Augu mín eru döpruð af harmi Var það ekki hinn dáði? Tónlistarmaðurinn Davíð sem er spámaður í tvennum stærstu trúarbrögðum mannkyns?Trúarjátningin En hvenær verður maður alvöru spámaður? Þegar maður hefur fylgismenn? Já. En það þarf eitthvað meira en það. Spámenn skapa meira en hefðbundna aðdáun. Það er enginn spámaður nema að orð hans séu hafin yfir gagnrýni, eða persónutöfrarnir slíkir að fólk hundsi alla skynsemi og fylgi spádómunum í blindni. Undir einu af mörgum myndböndum sem sett voru á netið eftir að Bowie dó sá ég þetta komment:„John Lennon was nothing. Bowie is the God.“ Kannski var þetta sett fram í sakleysi, þó varla hálfkæringi, þessi einlæga trúarjátning sem undirstrikar orsök allra deilna mannkynsins, allar styrjaldir og allt sem aflaga fer. Fyrir suma er ekki nóg að tilbiðja sinn eina Guð. Þörfinni til að gæða trúna trúverðugleika fylgir yfirlýsing um að guðir hinna séu máttlausari. Bowie er ekki bara voldugri Guð heldur en Lennon. Það er ekki nóg. Lennon var ekkert. Þannig hljóðar hið heilaga orð. Svona eru allar trúarjátningar. Minn Guð er bestur, hinir eru drasl. Ég veit. Það hefur enginn verið drepinn enn þá vegna þessa máls. Flestir núlifandi aðdáendur Bowies og Lennons eru friðelskandi manneskjur og flestir myndu aldrei gera upp á milli þeirra. En spólum nokkur hundruð ár fram í tímann og sjáum hvað verður. Fólk drepur fyrir minna. Kristnir hafa í gegnum aldirnar drepið hver annan yfir rifrildi um hvort þeir eigi að hvíla sig á laugardegi eða sunnudegi. Leiðinleg staðreynd.Smurning sögunnar Svo líður tíminn og allt skolast saman. Frank Sinatra verður að eins konar Móse, sá sem ruddi brautina og hóf vegferðina, Dylan verður klínt í hlutverk Abrahams og þannig koll af kolli. Spurningin er svo hvern sagan mun smyrja. Hver fullkomnaði verkið? Hver er hinn eini sanni spámaður popp-byltingarinnar, sá sem sogar til sín orð og töfra allra hinna. „John Lennon was nothing. Bowie is the God.“ Ég er reyndar ekki alveg sammála en mín skoðun hefur enga þýðingu. Skoðanir eru vigtaðar í blóði. Þannig enda byltingar, sama hversu friðsamlega þær hefjast. Þar sem eru völd, þar eru fórnir þó að líða þurfi þúsund ár. Að lokum. Hvíl í friði David Bowie. Þessi pistill var í raun ekki um þig. Dauði felur í sér uppreisn hugmynda, uppgjör, greiningar og vangaveltur. Dauðinn er eitt af því fáa sem er ekki hægt að horfa fram hjá. Dauði, eins fánýtur og hann kannski er, ýtir hugsunum fólks í átt að tilgangi. Þetta var einn fyrsti fagurfræðilegi dauðinn sem mannkynið hefur horft á í sameiningu. Það telur. Það mun telja. Við lifum kannski á árinu núll þegar horft verður til baka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
David Bowie er dáinn. Hann er kominn til rokk-himna og dvelur þar með Elvis (sem átti sama afmælisdag og hann), Lennon, Jim Morrison og fleirum. Ég held reyndar að Bowie dvelji í þeim salarkynnum rokkhimna sem tilheyra poppi. Ég segi þetta af mikilli virðingu því ég er einn af þeim sem finnst popp merkilegra en rokk þó að þessi hugtök útiloki ekki hvort annað. Með mikilli einföldun skilgreini ég rokk sem tónlist sem ýtir við fólki á meðan popp hefur fremur að gera með hvernig miðlar eru notaðir til að láta áhrifin ná til sem flestra. Þannig var Elvis bæði rokkari og poppari, líka Lennon, líka Bowie. Tölum aðeins um popp. David Bowie lést í íbúð sinni í New York í faðmi fjölskyldunnar en í raun dó hann frammi fyrir öllum heiminum því hann var meistari poppsins, frumkvöðull í notkun nýrra miðla í sjónvarpi og á netinu. Hann blandaði saman listformum og notaði hvert tækifæri til að magna upp verk sín fyrir fjöldann. Poppið er iðnvæðing sköpunarkraftsins. Það sem meira er: gott popp byggist á sérhæfingu, að hafa valinn mann í hverju rúmi. Þannig starfaði Bowie. Hann vann alltaf með besta fólkinu, lét ferskustu leikstjórana gera myndbönd fyrir sig og vinsælustu fatahönnuðina sauma á sig.Rafmagn, gítarar, sjónvarp Bowie var einn sá fyrsti sem gat gert þetta. Hann fullkomnaði byltingu sem hófst þegar hann var lítill strákur þegar frumrokkararnir mættu með rafmagnsgítarana sína í beinar sjónvarpsútsendingar. Grundvöllur poppsins lá í tækninni. Sjónvarp, rafmagnsgítarar, plötuspilarar. Þetta var jafn nýtt fyrir fólki og Snapchat og sjálfkeyrandi bílar eru í dag. Að vera einn sá fyrsti sem nýtti sér tæknina til fulls í þágu eigin sköpunargáfu er meira afrek en tónlistarhæfileikar einir og sér. Bowie, sem oft var kallaður popp-guð meðan hann lifði (hann gerði það meðal annars sjálfur), gæti endað sem nákvæmlega það: Guð, eða öllu heldur spámaður sem fólk mun hugsa um í þúsundir ára. Þúsund ár. Ímyndið ykkur hvað tími að viðbættri opinni túlkun gæti til dæmis gert við eftirfarandi textabrot:Tárin sem aldrei munu þornaDómi sem fallið hefurverður aldrei breytt. Svo orti Davíð árið 1983. Ég tel mig ekki vera að boða nein sérstök tíðindi hér. Elvis er þegar dýrkaður sem guð. Auk þess er ekkert óvenjulegt við að spámenn séu tónlistarmenn. Hver sló á tístrengja hörpu fyrir þrjú þúsund árum og samdi þetta?Ég lauga rekkju mína í tárum,læt hvílu mína flóa hverja nótt.Augu mín eru döpruð af harmi Var það ekki hinn dáði? Tónlistarmaðurinn Davíð sem er spámaður í tvennum stærstu trúarbrögðum mannkyns?Trúarjátningin En hvenær verður maður alvöru spámaður? Þegar maður hefur fylgismenn? Já. En það þarf eitthvað meira en það. Spámenn skapa meira en hefðbundna aðdáun. Það er enginn spámaður nema að orð hans séu hafin yfir gagnrýni, eða persónutöfrarnir slíkir að fólk hundsi alla skynsemi og fylgi spádómunum í blindni. Undir einu af mörgum myndböndum sem sett voru á netið eftir að Bowie dó sá ég þetta komment:„John Lennon was nothing. Bowie is the God.“ Kannski var þetta sett fram í sakleysi, þó varla hálfkæringi, þessi einlæga trúarjátning sem undirstrikar orsök allra deilna mannkynsins, allar styrjaldir og allt sem aflaga fer. Fyrir suma er ekki nóg að tilbiðja sinn eina Guð. Þörfinni til að gæða trúna trúverðugleika fylgir yfirlýsing um að guðir hinna séu máttlausari. Bowie er ekki bara voldugri Guð heldur en Lennon. Það er ekki nóg. Lennon var ekkert. Þannig hljóðar hið heilaga orð. Svona eru allar trúarjátningar. Minn Guð er bestur, hinir eru drasl. Ég veit. Það hefur enginn verið drepinn enn þá vegna þessa máls. Flestir núlifandi aðdáendur Bowies og Lennons eru friðelskandi manneskjur og flestir myndu aldrei gera upp á milli þeirra. En spólum nokkur hundruð ár fram í tímann og sjáum hvað verður. Fólk drepur fyrir minna. Kristnir hafa í gegnum aldirnar drepið hver annan yfir rifrildi um hvort þeir eigi að hvíla sig á laugardegi eða sunnudegi. Leiðinleg staðreynd.Smurning sögunnar Svo líður tíminn og allt skolast saman. Frank Sinatra verður að eins konar Móse, sá sem ruddi brautina og hóf vegferðina, Dylan verður klínt í hlutverk Abrahams og þannig koll af kolli. Spurningin er svo hvern sagan mun smyrja. Hver fullkomnaði verkið? Hver er hinn eini sanni spámaður popp-byltingarinnar, sá sem sogar til sín orð og töfra allra hinna. „John Lennon was nothing. Bowie is the God.“ Ég er reyndar ekki alveg sammála en mín skoðun hefur enga þýðingu. Skoðanir eru vigtaðar í blóði. Þannig enda byltingar, sama hversu friðsamlega þær hefjast. Þar sem eru völd, þar eru fórnir þó að líða þurfi þúsund ár. Að lokum. Hvíl í friði David Bowie. Þessi pistill var í raun ekki um þig. Dauði felur í sér uppreisn hugmynda, uppgjör, greiningar og vangaveltur. Dauðinn er eitt af því fáa sem er ekki hægt að horfa fram hjá. Dauði, eins fánýtur og hann kannski er, ýtir hugsunum fólks í átt að tilgangi. Þetta var einn fyrsti fagurfræðilegi dauðinn sem mannkynið hefur horft á í sameiningu. Það telur. Það mun telja. Við lifum kannski á árinu núll þegar horft verður til baka.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun