Audi E-tron Quattro smíðaður í Belgíu Finnur Thorlacius skrifar 21. janúar 2016 14:23 Audi E-Tron Quattro rafmagnsbíllinn. Miklar hrókeringar verða í verksmiðjum Audi á næstunni vegna tilkomu nýs rafmagnsbíls Audi, E-tron Quattro sem kemur á markað árið 2018. Smíði rafmagnsbílsins mun fara fram í verksmiðju Audi í Belgíu, en þar er nú smíðaðir bílarnir Audi A1 og Q3. Smíði A1 verður flutt til Spánar og Q3 til Ungverjalands. Verksmiðjan á Spáni er í Martorell og þar eru aðallega smíðaðir Seat bílar. Seat og Audi tilheyra bæði Volkswagen bílafjölskyldunni, en algengt er að smíði bíla innan þeirra sé flutt á milli staða og bílar ákveðinna merkja séu framleidd í verksmiðjum sem tilheyra öðrum merkjum. Í verksmiðju Audi í nágrenni Brussel í Belgíu verða ekki bara framleiddur þessi nýi rafmagnsbíll, heldur einnig rafhlöðurnar í hann sem og rafhlöður í aðra rafmagns- eða tengiltvinnbíla Volkswagen bílafjölskyldunnar. Með því verður þessi verksmiðja miðstöð rqafbílaframleiðslu bíla sem tilheyra þeirri fjölskyldu. Audi E-tron Quattro verður fyrsti rafmagnsbíll Audi og honum er beint gegn Tesla Model X bílnum og er Audi ekki að fela það. Bíllinn liggur á milli Q5 og Q7 í stærð og því erfitt að segja til um hvort kalla á hann jeppling eða jeppa. Hann mun hafa 500 km drægi og hægt á að verða að hlaða hann upp að 80% á 25 mínútum í hraðhleðslustöð. Audi E-tron Quattro verður með 3 rafmótora, einn að framan og tvo að aftan og hann verður ári snarpur og fer sprettinn í 100 á litlum 4,6 sekúndum. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent
Miklar hrókeringar verða í verksmiðjum Audi á næstunni vegna tilkomu nýs rafmagnsbíls Audi, E-tron Quattro sem kemur á markað árið 2018. Smíði rafmagnsbílsins mun fara fram í verksmiðju Audi í Belgíu, en þar er nú smíðaðir bílarnir Audi A1 og Q3. Smíði A1 verður flutt til Spánar og Q3 til Ungverjalands. Verksmiðjan á Spáni er í Martorell og þar eru aðallega smíðaðir Seat bílar. Seat og Audi tilheyra bæði Volkswagen bílafjölskyldunni, en algengt er að smíði bíla innan þeirra sé flutt á milli staða og bílar ákveðinna merkja séu framleidd í verksmiðjum sem tilheyra öðrum merkjum. Í verksmiðju Audi í nágrenni Brussel í Belgíu verða ekki bara framleiddur þessi nýi rafmagnsbíll, heldur einnig rafhlöðurnar í hann sem og rafhlöður í aðra rafmagns- eða tengiltvinnbíla Volkswagen bílafjölskyldunnar. Með því verður þessi verksmiðja miðstöð rqafbílaframleiðslu bíla sem tilheyra þeirri fjölskyldu. Audi E-tron Quattro verður fyrsti rafmagnsbíll Audi og honum er beint gegn Tesla Model X bílnum og er Audi ekki að fela það. Bíllinn liggur á milli Q5 og Q7 í stærð og því erfitt að segja til um hvort kalla á hann jeppling eða jeppa. Hann mun hafa 500 km drægi og hægt á að verða að hlaða hann upp að 80% á 25 mínútum í hraðhleðslustöð. Audi E-tron Quattro verður með 3 rafmótora, einn að framan og tvo að aftan og hann verður ári snarpur og fer sprettinn í 100 á litlum 4,6 sekúndum.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent