Einn stærsti kosturinn við gallabuxur er auðvitað sú staðreynd að þær passa við nánast allt (sagði einhver galla á galla?) og því hægt að klæða bæði upp og niður.
Heitasta sniðið í ár eru ökklasíðar gallabuxur sem eru með beinu eða útvíðu sniði, háar í mittið og í hinum klassíska millibláa lit.
Í janúarblaði Glamour má finna ítarlega umfjöllun um þennan góða grunn sem er lykillinn að góðum fataskáp, þar leika gallabuxur stórt hlutverk - við mælum með að grípa sér eintak, lesa og læra.
Glamour tók hér saman nokkrar fagrar gallabuxur frá götutískunni. Þetta snið er komið á óskalistann okkar.







