Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Ingvar Haraldsson skrifar 21. janúar 2016 06:00 Landsbankinn seldi 31 prósents hlut í Borgun í nóvember 2014. Bankastjóri Landsbankans segir að tekið hafi verið mið af áformum Borgunar um vöxt þegar samið var um kaupverð. Fréttablaðið/ernir Ákvæði var í samningi um sölu Landsbankans á 38 prósenta hlut í Valitor til Arion banka í desember 2014 um að ef af kaupum Visa Inc. á Visa Europe yrði myndi Landsbankinn fá þær greiðslur í sinn hlut. Sambærilegt ákvæði var ekki í sölusamningi Landsbankans, sem er í eigu ríkisins, á 31 prósents hlut í Borgun til hóps fjárfesta og stjórnenda fyrirtækisins á 2,2 milljarða króna í lok nóvember 2014. Hvorug salan fór fram í gegnum opið útboð. Búist er við að íslensku kortafyrirtækin fái milljarða í sinn hlut vegna væntanlegrar sölu Visa Inc. á Visa Europe. Söluandvirði nemur 21,2 milljörðum evra, jafnvirði 3.000 milljarða íslenskra króna. Ekki liggur enn fyrir hve mikið hvert kortafyrirtæki fær greitt en upphæðin verður í hlutfalli við umsvif þeirra í Evrópu. „Maður getur alltaf verið vitur eftir á en við teljum að við höfum gætt okkar hagsmuna ágætlega í þessu máli, það er að segja að hagsmunir okkar vegna yfirtöku á Visa Europe séu ágætlega tryggðir,“ segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Steinþór segir að samkvæmt upplýsingum bankans sé megnið af upphæðinni sem mun falla Borgun í skaut vegna sölunnar á Visa Europe, tilkomið vegna vaxtar Visa-viðskipta Borgunar á erlendri grundu eftir að Landsbankinn seldi hlut sinn í fyrirtækinu. Tekið hafi verið mið af áformum Borgunar um vöxt á erlendri grundu þegar fyrirtækið var selt. „Var meira verðmæti í hlutabréfum Borgunar? Kannski. Höfðum við þessar upplýsingar 2014? Nei. Hvað höfum við gert við peninginn? Við höfum ávaxtað hann ágætlega,“ segir Steinþór. Landsbankinn hafi einnig haft takmarkað aðgengi að upplýsingum um Borgun vegna sáttar við Samkeppniseftirlitið. Landsbankinn hafi til að mynda ekki mátt vera með stjórnarmann í fyrirtækinu. Þá hafi verið hætta á að vöxtur Borgunar erlendis hefði endað illa. „Útrás íslenskra fjármálafyrirtækja er í eðli sínu mjög áhættusöm,“ segir Steinþór. Hann bendir einnig á að helsta ástæðan fyrir sölu á hlutum í Valitor og Borgun hafi verið þrýstingur frá Samkeppniseftirlitinu um að ekki mætti fleiri en einn banki vera eigandi að sama kortafyrirtækinu. Steinþór bendir einnig á að ekki hafi legið fyrir árið 2014 hvort eða hvenær af kaupum Visa Inc. á Visa Europe yrði. „Við töldum að það gætu hugsanlega orðið háar fjárhæðir,“ segir Steinþór. Hins vegar komi á óvart hve háar upphæðir líti út fyrir að bankinn muni fá vegna sölunnar. Borgunarmálið Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Davíð Tómas ráðinn framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Sjá meira
Ákvæði var í samningi um sölu Landsbankans á 38 prósenta hlut í Valitor til Arion banka í desember 2014 um að ef af kaupum Visa Inc. á Visa Europe yrði myndi Landsbankinn fá þær greiðslur í sinn hlut. Sambærilegt ákvæði var ekki í sölusamningi Landsbankans, sem er í eigu ríkisins, á 31 prósents hlut í Borgun til hóps fjárfesta og stjórnenda fyrirtækisins á 2,2 milljarða króna í lok nóvember 2014. Hvorug salan fór fram í gegnum opið útboð. Búist er við að íslensku kortafyrirtækin fái milljarða í sinn hlut vegna væntanlegrar sölu Visa Inc. á Visa Europe. Söluandvirði nemur 21,2 milljörðum evra, jafnvirði 3.000 milljarða íslenskra króna. Ekki liggur enn fyrir hve mikið hvert kortafyrirtæki fær greitt en upphæðin verður í hlutfalli við umsvif þeirra í Evrópu. „Maður getur alltaf verið vitur eftir á en við teljum að við höfum gætt okkar hagsmuna ágætlega í þessu máli, það er að segja að hagsmunir okkar vegna yfirtöku á Visa Europe séu ágætlega tryggðir,“ segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Steinþór segir að samkvæmt upplýsingum bankans sé megnið af upphæðinni sem mun falla Borgun í skaut vegna sölunnar á Visa Europe, tilkomið vegna vaxtar Visa-viðskipta Borgunar á erlendri grundu eftir að Landsbankinn seldi hlut sinn í fyrirtækinu. Tekið hafi verið mið af áformum Borgunar um vöxt á erlendri grundu þegar fyrirtækið var selt. „Var meira verðmæti í hlutabréfum Borgunar? Kannski. Höfðum við þessar upplýsingar 2014? Nei. Hvað höfum við gert við peninginn? Við höfum ávaxtað hann ágætlega,“ segir Steinþór. Landsbankinn hafi einnig haft takmarkað aðgengi að upplýsingum um Borgun vegna sáttar við Samkeppniseftirlitið. Landsbankinn hafi til að mynda ekki mátt vera með stjórnarmann í fyrirtækinu. Þá hafi verið hætta á að vöxtur Borgunar erlendis hefði endað illa. „Útrás íslenskra fjármálafyrirtækja er í eðli sínu mjög áhættusöm,“ segir Steinþór. Hann bendir einnig á að helsta ástæðan fyrir sölu á hlutum í Valitor og Borgun hafi verið þrýstingur frá Samkeppniseftirlitinu um að ekki mætti fleiri en einn banki vera eigandi að sama kortafyrirtækinu. Steinþór bendir einnig á að ekki hafi legið fyrir árið 2014 hvort eða hvenær af kaupum Visa Inc. á Visa Europe yrði. „Við töldum að það gætu hugsanlega orðið háar fjárhæðir,“ segir Steinþór. Hins vegar komi á óvart hve háar upphæðir líti út fyrir að bankinn muni fá vegna sölunnar.
Borgunarmálið Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Davíð Tómas ráðinn framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Sjá meira