Honda og GM sameinast um smíði vetnisbíla Finnur Thorlacius skrifar 20. janúar 2016 09:52 Honda Clarity Fuel Cell. Það er dýrt að þróa nýja bíla og sérstaklega ef þeir eru búnir nýrri tækni. Því sjást fleiri og fleiri bílaframleiðeiðendur sameinast um þróun nýrra bíla. Nú hafa Honda og General Motors bundist samkomulagi um þróun og smíði íhluta í nýja vetnisbíla fyrirtækjanna. Reyndar teygist samstarf Honda og GM um sameiginlega þróun vetnisbíla til ársins 2013 en nú huga fyrirtækin að sameiginlegri verksmiðju til smíði bílanna. Með því geta þau minnkað kostnað sinn við smíðina og náð forskoti á önnur fyrirtæki, en margir bílaframleiðendur hafa teygt sig yfir á braut vetnisbíla. Honda kynnti Honda Clarity Fuel Cell bílinn sem sést á myndinni hér að ofan á bílasýningu í Japan á síðasta ári og stefna Honda er að hafa sem flesta vetnisbíla á götunum árið 2020, þegar Ólympíuleikarnir verða haldnir í Tókýó. General Motors býr nú þegar að flota vetnisbíla sem ekið hefur verið samtals yfir 5 milljón mílur með góðum árangri. Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent
Það er dýrt að þróa nýja bíla og sérstaklega ef þeir eru búnir nýrri tækni. Því sjást fleiri og fleiri bílaframleiðeiðendur sameinast um þróun nýrra bíla. Nú hafa Honda og General Motors bundist samkomulagi um þróun og smíði íhluta í nýja vetnisbíla fyrirtækjanna. Reyndar teygist samstarf Honda og GM um sameiginlega þróun vetnisbíla til ársins 2013 en nú huga fyrirtækin að sameiginlegri verksmiðju til smíði bílanna. Með því geta þau minnkað kostnað sinn við smíðina og náð forskoti á önnur fyrirtæki, en margir bílaframleiðendur hafa teygt sig yfir á braut vetnisbíla. Honda kynnti Honda Clarity Fuel Cell bílinn sem sést á myndinni hér að ofan á bílasýningu í Japan á síðasta ári og stefna Honda er að hafa sem flesta vetnisbíla á götunum árið 2020, þegar Ólympíuleikarnir verða haldnir í Tókýó. General Motors býr nú þegar að flota vetnisbíla sem ekið hefur verið samtals yfir 5 milljón mílur með góðum árangri.
Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent