„Nær allt fór úrskeiðis við síðustu einkavæðingu“ Sæunn Gísladóttir skrifar 20. janúar 2016 08:00 Valgerður Sverrisdóttir handsalar sölu á Búnaðarbankanum. Geir H. Haarde og Ólafur Ólafsson fylgjast spenntir með. Fréttablaðið/GVA „Ég held að lykillinn að því að einkavæðingin gangi almennilega sé að það sé nokkurn veginn ljóst hvaða umhverfi fjármálakerfinu verður boðið á næstu árum, þ.e.a.s. hvers konar bankakerfi við stefnum að og hvaða umgjörð rekstur þess fær,“ segir Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Gylfi flytur erindi um hvað við getum lært af fyrri einkavæðingu bankanna og hvað beri að varast nú þegar ríkið mun selja hluta af Landsbankanum og Íslandsbanka á næstu misserum á hádegisfundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga í dag.Gylfi Magnússon. Fréttablaðið/Valgarður„Það fór eiginlega allt úrskeiðis sem hægt var í fyrri einkavæðingunni. Ferlið var ekki gagnsætt. Leikreglurnar voru ekki ljósar í upphafi og voru kannski ekki einu sinni eðlilegar,“ segir Gylfi. Gylfi telur líklegt að einhver hluti í Landsbanka eða Íslandsbanka verði seldur fljótlega, annaðhvort á þessu ári eða því næsta, en telur ólíklegt að stór hluti þeirra verði seldur á stuttum tíma, alla vega hérlendis. „Ég held að það sé langskynsamlegast að gera þetta í skrefum sem geta tekið einhver ár, það liggur ekki á.“ Gylfi segir að fjölda spurninga sé ósvarað, til dæmis hvort fjárfestingabankar og viðskiptabankar verði aðskildir, hvort hömlur verði settar á eignarhald einstakra fjárfesta, og hvaða kröfur verða gerðar til eiginfjár fjármálafyrirtækja. „Ég held að það verði að svara þeim svo að fólk viti hvað það sé að selja eða kaupa.“ Hann telur það lykilatriði að þeir sem kaupa hluta í banka á móti ríkinu viti hvort ríkið ætli sér að halda afganginum til frambúðar eða hvort þetta sé fyrsta skref í átt að fullri einkavæðingu. Gylfi telur erlent eignarhald mjög líklegt. „Ég held að það hljóti að koma til, og væri af ýmsum ástæðum jákvætt skref, að menn reyni að selja einn banka að einhverju leyti eða mestu leyti til útlanda.“ Gylfi telur að fleiri spurningum sé enn ósvarað sem verði ekki svarað á fundinum, bæði hvað varðar gjaldmiðilsmál og umfang fjármálakerfisins. „Spurningin er hversu umsvifamikið fjármálakerfi við þurfum eða viljum. Öll Vesturlönd eru að glíma við að fjármálakerfin hafa vaxið mjög hratt áratugum saman, en það hefur enginn fundið almennilega leið til að takast á við það.“ Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Sjá meira
„Ég held að lykillinn að því að einkavæðingin gangi almennilega sé að það sé nokkurn veginn ljóst hvaða umhverfi fjármálakerfinu verður boðið á næstu árum, þ.e.a.s. hvers konar bankakerfi við stefnum að og hvaða umgjörð rekstur þess fær,“ segir Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Gylfi flytur erindi um hvað við getum lært af fyrri einkavæðingu bankanna og hvað beri að varast nú þegar ríkið mun selja hluta af Landsbankanum og Íslandsbanka á næstu misserum á hádegisfundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga í dag.Gylfi Magnússon. Fréttablaðið/Valgarður„Það fór eiginlega allt úrskeiðis sem hægt var í fyrri einkavæðingunni. Ferlið var ekki gagnsætt. Leikreglurnar voru ekki ljósar í upphafi og voru kannski ekki einu sinni eðlilegar,“ segir Gylfi. Gylfi telur líklegt að einhver hluti í Landsbanka eða Íslandsbanka verði seldur fljótlega, annaðhvort á þessu ári eða því næsta, en telur ólíklegt að stór hluti þeirra verði seldur á stuttum tíma, alla vega hérlendis. „Ég held að það sé langskynsamlegast að gera þetta í skrefum sem geta tekið einhver ár, það liggur ekki á.“ Gylfi segir að fjölda spurninga sé ósvarað, til dæmis hvort fjárfestingabankar og viðskiptabankar verði aðskildir, hvort hömlur verði settar á eignarhald einstakra fjárfesta, og hvaða kröfur verða gerðar til eiginfjár fjármálafyrirtækja. „Ég held að það verði að svara þeim svo að fólk viti hvað það sé að selja eða kaupa.“ Hann telur það lykilatriði að þeir sem kaupa hluta í banka á móti ríkinu viti hvort ríkið ætli sér að halda afganginum til frambúðar eða hvort þetta sé fyrsta skref í átt að fullri einkavæðingu. Gylfi telur erlent eignarhald mjög líklegt. „Ég held að það hljóti að koma til, og væri af ýmsum ástæðum jákvætt skref, að menn reyni að selja einn banka að einhverju leyti eða mestu leyti til útlanda.“ Gylfi telur að fleiri spurningum sé enn ósvarað sem verði ekki svarað á fundinum, bæði hvað varðar gjaldmiðilsmál og umfang fjármálakerfisins. „Spurningin er hversu umsvifamikið fjármálakerfi við þurfum eða viljum. Öll Vesturlönd eru að glíma við að fjármálakerfin hafa vaxið mjög hratt áratugum saman, en það hefur enginn fundið almennilega leið til að takast á við það.“
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Sjá meira