"Athyglin sem Dagur fær á stigi sem maður skilur ekki“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. janúar 2016 21:55 Bræðurnir Bjarki og Dagur Sigurðssynir. Vísir/Getty Bjarki Sigurðsson, tónlistarmaður og fyrrum handboltakempa, gladdist eins og gefur að skilja afskaplega mikið þegar Þýskaland varð Evrópumeistari í handbolta fyrr í dag. Bjarki er bróðir Dags, landsliðsþjálfara Þýskalands, og hefur auðvitað fylgst náið með sínum manni sem og fjölskyldan hans öll. „Við erum auðvitað afskaplega stolt af honum,“ segir Bjarki í samtali við Vísi.Sjá einnig: Dagur Evrópumeistari með Þýskalandi Hann segist hafa átt erfitt með að horfa á leikinn gegn Danmörku í lokaumferð milliriðlakeppninnar en það var þá að duga eða drepast fyrir Þjóðverja. En þeir þýsku unnu og Dagur fór með lið sitt í undanúrslitin. „Ég horfði svo varla á undanúrslitaleikinn gegn Noregi,“ sagði Bjarki en það var mikill háspennuleikur. Úrslitin réðust ekki fyrr en í framlengingu. „En í þeim leik ákvað ég að ef Þýskaland kæmist áfram myndi ég horfa á úrslitaleikinn og njóta hans. Mér tókst að gera það.“Sjá einnig: Hanning: Dagur á bróðurpart þessa heiðurs Þýskaland náði snemma forystunni gegn Spáni og leikurinn varð í raun aldrei spennandi. „Ef ég væri ekki bróðir Dags og bara almennur áhugamaður um handbolta þá hefði mér þótt leikurinn óspennandi og leiðinlegur,“ segir Bjarki og hlær. Hann segir að honum hafi boðist að fara til Berlínar nú um helgina en að hann hafi orðið að afþakka það. „Ég horfði á leikinn heima með vinkonu minni og foreldrarnir voru heima hjá sér. Lárus bróðir er í útlöndum og sjálfsagt horft á leikinn þar,“ útskýrir Bjarki.Antonio Garcia komst lítið áleiðis gegn Finn Lemke og Hendrik Pekeler.VísirÓtrúlegur varnarleikur Bjarki hrósaði eins og margir varnarleik þýska liðsins og markvörslunni. „Þeir [Finn] Lemke og [Hendrik] Pekeler í vörninni og [Andreas] Wolff í markinu voru ótrúlegir. Þetta eru ekki þekktustu mennirnir í handboltanum - ekki enn,“ sagði Bjarki. Dagur hefur sjálfur sagt að árangur þýska liðsins eigi ekki að koma á óvart enda hafi liðið spilað góðan handbolta í eitt og hálft ár. Bjarki tekur undir þessi orð.Sjá einnig: Dagur: Ég er stoltur og þakklátur „Ég var til dæmis mjög fúll að þeir skyldu ekki komast í undanúrslitin á HM í Katar. Og þó svo að Dagur væri búinn að missa marga sterka menn í meiðsli þá átti liðið mjög góða undankeppni og var til alls líklegt.“ „En ég skal játa það að Evrópumeistaratitill er kannski í það mesta,“ bættir hann við.Dagur á hliðarlínunni í dag.Vísir/GettyFyrsti bjórinn í átta vikur Bjarki segir erfitt að skilja hversu mikla athygli Dagur fær nú í Þýskalandi eftir árangurinn á EM. Gera má ráð fyrir að vel á annan tug milljóna Þjóðverja hafi horft á leikinn í sjónvarpi í dag. „Ég vona bara að paparazzi-ljósmyndararnir fari ekki að elta hann á röndum,“ segir Bjarki og hlær. „Þetta er fyrst og fremst frábært fyrir liðið og íþróttina sem er vinsæl í Þýskalandi. En svo þegar að [Angela] Merkel [Þýskalandskanslari] hringir þá stoppar maður við. Athyglin er komin á stig sem maður skilur ekki.“Sjá einnig: Dagur skálaði við þýsku þjóðina Bjarki heyrði Degi fyrr í dag var hljóðið eðlilega gott í nýkrýnda Evrópumeistaranum. „Hann var að fá sér sinn fyrsta bjór í átta vikur. Honum vannst hann helvíti góður. Hann var sáttur. Maður heyrði á honum að honum fannst þetta eiginlega ótrúlegt - sérstaklega öll þessi athygli.“Dagur með bikarinn.Vísir/GettyTaka við af Frakklandi Framtíðin er björt hjá þýska landsliðinu. Liðið var það yngsta á EM og á þar að auki marga lykilmenn, sem voru frá vegna meiðsla, inni. „Þeir eru búnir að setja pressu á sjálfa sig, sem getur bæði verið gott og slæmt,“ segir Bjarki. „En það er allt til staðar. Þýskaland getur þess vegna nú tekið við af Frakklandi og komist úrslit og undanúrslit á stórmótum næstu tíu árin. En það er auðvitað margt sem spilar inn í og margt sem þarf að ganga upp. En þeir vita núna hvað þarf til.“ EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Bjarki Sigurðsson, tónlistarmaður og fyrrum handboltakempa, gladdist eins og gefur að skilja afskaplega mikið þegar Þýskaland varð Evrópumeistari í handbolta fyrr í dag. Bjarki er bróðir Dags, landsliðsþjálfara Þýskalands, og hefur auðvitað fylgst náið með sínum manni sem og fjölskyldan hans öll. „Við erum auðvitað afskaplega stolt af honum,“ segir Bjarki í samtali við Vísi.Sjá einnig: Dagur Evrópumeistari með Þýskalandi Hann segist hafa átt erfitt með að horfa á leikinn gegn Danmörku í lokaumferð milliriðlakeppninnar en það var þá að duga eða drepast fyrir Þjóðverja. En þeir þýsku unnu og Dagur fór með lið sitt í undanúrslitin. „Ég horfði svo varla á undanúrslitaleikinn gegn Noregi,“ sagði Bjarki en það var mikill háspennuleikur. Úrslitin réðust ekki fyrr en í framlengingu. „En í þeim leik ákvað ég að ef Þýskaland kæmist áfram myndi ég horfa á úrslitaleikinn og njóta hans. Mér tókst að gera það.“Sjá einnig: Hanning: Dagur á bróðurpart þessa heiðurs Þýskaland náði snemma forystunni gegn Spáni og leikurinn varð í raun aldrei spennandi. „Ef ég væri ekki bróðir Dags og bara almennur áhugamaður um handbolta þá hefði mér þótt leikurinn óspennandi og leiðinlegur,“ segir Bjarki og hlær. Hann segir að honum hafi boðist að fara til Berlínar nú um helgina en að hann hafi orðið að afþakka það. „Ég horfði á leikinn heima með vinkonu minni og foreldrarnir voru heima hjá sér. Lárus bróðir er í útlöndum og sjálfsagt horft á leikinn þar,“ útskýrir Bjarki.Antonio Garcia komst lítið áleiðis gegn Finn Lemke og Hendrik Pekeler.VísirÓtrúlegur varnarleikur Bjarki hrósaði eins og margir varnarleik þýska liðsins og markvörslunni. „Þeir [Finn] Lemke og [Hendrik] Pekeler í vörninni og [Andreas] Wolff í markinu voru ótrúlegir. Þetta eru ekki þekktustu mennirnir í handboltanum - ekki enn,“ sagði Bjarki. Dagur hefur sjálfur sagt að árangur þýska liðsins eigi ekki að koma á óvart enda hafi liðið spilað góðan handbolta í eitt og hálft ár. Bjarki tekur undir þessi orð.Sjá einnig: Dagur: Ég er stoltur og þakklátur „Ég var til dæmis mjög fúll að þeir skyldu ekki komast í undanúrslitin á HM í Katar. Og þó svo að Dagur væri búinn að missa marga sterka menn í meiðsli þá átti liðið mjög góða undankeppni og var til alls líklegt.“ „En ég skal játa það að Evrópumeistaratitill er kannski í það mesta,“ bættir hann við.Dagur á hliðarlínunni í dag.Vísir/GettyFyrsti bjórinn í átta vikur Bjarki segir erfitt að skilja hversu mikla athygli Dagur fær nú í Þýskalandi eftir árangurinn á EM. Gera má ráð fyrir að vel á annan tug milljóna Þjóðverja hafi horft á leikinn í sjónvarpi í dag. „Ég vona bara að paparazzi-ljósmyndararnir fari ekki að elta hann á röndum,“ segir Bjarki og hlær. „Þetta er fyrst og fremst frábært fyrir liðið og íþróttina sem er vinsæl í Þýskalandi. En svo þegar að [Angela] Merkel [Þýskalandskanslari] hringir þá stoppar maður við. Athyglin er komin á stig sem maður skilur ekki.“Sjá einnig: Dagur skálaði við þýsku þjóðina Bjarki heyrði Degi fyrr í dag var hljóðið eðlilega gott í nýkrýnda Evrópumeistaranum. „Hann var að fá sér sinn fyrsta bjór í átta vikur. Honum vannst hann helvíti góður. Hann var sáttur. Maður heyrði á honum að honum fannst þetta eiginlega ótrúlegt - sérstaklega öll þessi athygli.“Dagur með bikarinn.Vísir/GettyTaka við af Frakklandi Framtíðin er björt hjá þýska landsliðinu. Liðið var það yngsta á EM og á þar að auki marga lykilmenn, sem voru frá vegna meiðsla, inni. „Þeir eru búnir að setja pressu á sjálfa sig, sem getur bæði verið gott og slæmt,“ segir Bjarki. „En það er allt til staðar. Þýskaland getur þess vegna nú tekið við af Frakklandi og komist úrslit og undanúrslit á stórmótum næstu tíu árin. En það er auðvitað margt sem spilar inn í og margt sem þarf að ganga upp. En þeir vita núna hvað þarf til.“
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti