Dagur: Á von á símtali frá Angelu Merkel Kristinn Páll Teitsson skrifar 30. janúar 2016 12:47 Dagur fagnar hér marki gegn Noregi. Vísir/getty Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins í handbolta, var í viðtali í þættinum Bakaríið á Bylgjunni í morgun en hann er þessa stundina að undirbúa lið sitt fyrir úrslitaleikinn á EM á morgun eftir frábæran sigur á Noregi í gær. Fáir áttu von á því að þýska liðið gæti farið langt á EM í Póllandi og afskrifuðu margir spekingar liðið þegar lykilleikmenn liðsins meiddust stuttu fyrir mót. „Ég reyndi að vera mjög rólegur í yfirlýsingunum fyrir mótið og reyndi að taka þetta leik fyrir leik. Eftir árangurinn hér setjum við pressu á sjálfa okkur á að komast í undanúrslitin á öllum mótum en það er best að taka þetta leik fyrir leik,“ sagði Dagur sem hefur breytt hugarfari liðsins. „Þegar ég tók við liðinu reyndi ég að leggja strax áherslu á að vinna leiki. Menn fóru inn í æfingarleiki til þess að prófa ákveðna hluti en ég reyndi að breyta því í að vinna leikina og byggja upp sigur hugarfar.“ Þjóðverjar mæta Spáni á morgun í úrslitaleiknum eftir nauman sigur á Noregi í undanúrslitunum. „Þetta var alveg rosalegur leikur. Það var mikil spenna og dramatík og ég var ekkert mjög rólegur á hliðarlínunni.“ Dagur er á fullu að undirbúa úrslitaleikinn á morgun en hann sagðist ætla að taka tvö símtöl í dag. „Það eru þið og svo á maður von á símtali frá Angelu Merkel klukkan tvö,“ sagði Dagur léttur og lofaði að skila kveðju frá Rúnari og Loga en viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Norðmenn lögðu fram kæru eftir tapið Þýskaland með of marga leikmenn inn á vellinum í lokasókn sinni samkvæmt norskum fjölmiðlum. 29. janúar 2016 21:13 Norðmenn drógu kæruna til baka Úrslitin í leik Þýskalands og Noregs á EM í gær munu standa. 30. janúar 2016 10:01 Dagur: Ég vissi að leikurinn yrði framlengdur Dagur Sigurðsson er orðin að hetju í Þýskalandi eftir að hans menn tryggðu sér sæti í úrslitaleik EM. 29. janúar 2016 19:37 Umfjöllun: Noregur - Þýskaland 33-34 | Dagur með Þýskaland í úrslitin á EM Þýskaland hafði betur gegn Noregi eftir æsispennandi framlengdan undanúrslitaleik í Póllandi. 29. janúar 2016 19:15 Ævintýrið er dagsatt Dagur Sigurðsson heldur áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni með lemstrað lið Þýskalands og mætir Spánverjum í úrslitaleik EM í handbolta á morgun. 30. janúar 2016 06:00 Dagur, hvernig ferðu að þessu? Þýska handboltalandsliðið er komið alla leið í undanúrslitin á Evrópumótinu og mætir Noregi í kvöld. Dagur Sigurðsson hefur átt svör við hverju áfallinu á fætur öðru en liðið hefur misst sjö sterka leikmenn. Fréttablaðið skoð 29. janúar 2016 06:00 Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Sjá meira
Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins í handbolta, var í viðtali í þættinum Bakaríið á Bylgjunni í morgun en hann er þessa stundina að undirbúa lið sitt fyrir úrslitaleikinn á EM á morgun eftir frábæran sigur á Noregi í gær. Fáir áttu von á því að þýska liðið gæti farið langt á EM í Póllandi og afskrifuðu margir spekingar liðið þegar lykilleikmenn liðsins meiddust stuttu fyrir mót. „Ég reyndi að vera mjög rólegur í yfirlýsingunum fyrir mótið og reyndi að taka þetta leik fyrir leik. Eftir árangurinn hér setjum við pressu á sjálfa okkur á að komast í undanúrslitin á öllum mótum en það er best að taka þetta leik fyrir leik,“ sagði Dagur sem hefur breytt hugarfari liðsins. „Þegar ég tók við liðinu reyndi ég að leggja strax áherslu á að vinna leiki. Menn fóru inn í æfingarleiki til þess að prófa ákveðna hluti en ég reyndi að breyta því í að vinna leikina og byggja upp sigur hugarfar.“ Þjóðverjar mæta Spáni á morgun í úrslitaleiknum eftir nauman sigur á Noregi í undanúrslitunum. „Þetta var alveg rosalegur leikur. Það var mikil spenna og dramatík og ég var ekkert mjög rólegur á hliðarlínunni.“ Dagur er á fullu að undirbúa úrslitaleikinn á morgun en hann sagðist ætla að taka tvö símtöl í dag. „Það eru þið og svo á maður von á símtali frá Angelu Merkel klukkan tvö,“ sagði Dagur léttur og lofaði að skila kveðju frá Rúnari og Loga en viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Norðmenn lögðu fram kæru eftir tapið Þýskaland með of marga leikmenn inn á vellinum í lokasókn sinni samkvæmt norskum fjölmiðlum. 29. janúar 2016 21:13 Norðmenn drógu kæruna til baka Úrslitin í leik Þýskalands og Noregs á EM í gær munu standa. 30. janúar 2016 10:01 Dagur: Ég vissi að leikurinn yrði framlengdur Dagur Sigurðsson er orðin að hetju í Þýskalandi eftir að hans menn tryggðu sér sæti í úrslitaleik EM. 29. janúar 2016 19:37 Umfjöllun: Noregur - Þýskaland 33-34 | Dagur með Þýskaland í úrslitin á EM Þýskaland hafði betur gegn Noregi eftir æsispennandi framlengdan undanúrslitaleik í Póllandi. 29. janúar 2016 19:15 Ævintýrið er dagsatt Dagur Sigurðsson heldur áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni með lemstrað lið Þýskalands og mætir Spánverjum í úrslitaleik EM í handbolta á morgun. 30. janúar 2016 06:00 Dagur, hvernig ferðu að þessu? Þýska handboltalandsliðið er komið alla leið í undanúrslitin á Evrópumótinu og mætir Noregi í kvöld. Dagur Sigurðsson hefur átt svör við hverju áfallinu á fætur öðru en liðið hefur misst sjö sterka leikmenn. Fréttablaðið skoð 29. janúar 2016 06:00 Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Sjá meira
Norðmenn lögðu fram kæru eftir tapið Þýskaland með of marga leikmenn inn á vellinum í lokasókn sinni samkvæmt norskum fjölmiðlum. 29. janúar 2016 21:13
Norðmenn drógu kæruna til baka Úrslitin í leik Þýskalands og Noregs á EM í gær munu standa. 30. janúar 2016 10:01
Dagur: Ég vissi að leikurinn yrði framlengdur Dagur Sigurðsson er orðin að hetju í Þýskalandi eftir að hans menn tryggðu sér sæti í úrslitaleik EM. 29. janúar 2016 19:37
Umfjöllun: Noregur - Þýskaland 33-34 | Dagur með Þýskaland í úrslitin á EM Þýskaland hafði betur gegn Noregi eftir æsispennandi framlengdan undanúrslitaleik í Póllandi. 29. janúar 2016 19:15
Ævintýrið er dagsatt Dagur Sigurðsson heldur áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni með lemstrað lið Þýskalands og mætir Spánverjum í úrslitaleik EM í handbolta á morgun. 30. janúar 2016 06:00
Dagur, hvernig ferðu að þessu? Þýska handboltalandsliðið er komið alla leið í undanúrslitin á Evrópumótinu og mætir Noregi í kvöld. Dagur Sigurðsson hefur átt svör við hverju áfallinu á fætur öðru en liðið hefur misst sjö sterka leikmenn. Fréttablaðið skoð 29. janúar 2016 06:00