Gætum lent í sömu vandræðum og Svíar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. janúar 2016 08:00 Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel. Vísir/Getty Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalandsmeistara Kiel og fyrrverandi landsliðsþjálfari, var eins og aðrir Íslendingar svekktur yfir gengi íslenska liðsins á EM í Póllandi. Eins og flestum ætti að vera kunnugt fóru strákarnir okkar heim með skottið á milli lappanna eftir riðlakeppnina. Sigur vannst á Noregi í fyrsta leik en síðan tapaði liðið gegn Hvíta-Rússlandi og Króatíu. Mikil vonbrigði. „Mér fannst leikurinn gegn Noregi mjög góður. Leikurinn gegn Hvíta-Rússlandi var ekki nógu góður og Króata-leikurinn var skelfilegur. Mér fannst varnarleikurinn ekki góður í neinum leiknum,“ segir Alfreð en þó að landsliðið hafi verið ánægt með varnarleikinn gegn Noregi þá var Alfreð ekkert sérstaklega hrifinn. „Hann var skástur þar en ekkert stórkostlegur samt. Norðmennirnir náðu ekki að nýta sér gallana á íslensku vörninni. Hvít-Rússaleikurinn var auðvitað ótrúlegur. Að skora 38 mörk og ná ekki að vinna. Það er eiginlega ekki hægt.“Vísir/GettyEkki að yngja bara til að yngja Landsliðsþjálfarinn fyrrverandi vill sjá leikmenn liðsins axla ábyrgð og sjá til þess að liðið komist á HM á næsta ári. „Við vorum auðvitað heppnir að enda í efri styrkleikaflokknum fyrir HM-umspilið. Þetta lið sem var í Póllandi þarf að rífa sig upp á rassgatinu og klára þá leiki. Við erum óneitanlega með svolítið gamalt lið en hvað svo? Við getum ekki bara yngt liðið til þess að yngja það. Þeir sem eiga einhver ár eftir þurfa að vera áfram en svo er óhjákvæmileg umbreyting á liðinu,“ segir Alfreð en hann vill síðan sjá breytingar á liðinu á HM í Frakklandi.Í fótspor Svíanna? „Einhvern tímann þarf að koma að því að Ólafur Guðmundsson og fleiri fái að axla meiri ábyrgð og sýna hvort þeir séu alvöru landsliðsefni eða ekki. Síðan erum við með yngri leikmenn sem margir hverjir eru efnilegir. Við erum hugsanlega að lenda í sömu vandræðum og Svíar á sínum tíma þegar Stefan Lövgren og félagar hættu allir á einu bretti. Kynslóðin sem kom á eftir þeim hafði aldrei fengið að spila og vissi ekki hvað landsliðið var.“ Alfreð hefur eflaust sínar skoðanir á því hvað eigi að gera í landsliðsþjálfaramálum núna en vildi ekki blanda sér í þá umræðu.Vísir/GettyAllt á réttri leið hjá okkur Heima fyrir stendur Alfreð í ströngu við að verja Þýskalandsmeistaratitilinn. Hann er með mikið breytt lið og missti til að mynda Aron Pálmarsson og Filip Jicha frá félaginu. Þrátt fyrir það er lið hans í öðru sæti og aðeins tveim stigum á eftir toppliði Rhein-Neckar Löwen. „Ég hef fulla trú á því að við verðum í baráttunni allt til enda,“ segir Alfreð sem er þegar farinn að horfa til framtíðar og meðal annars búinn að tryggja sér þýska landsliðsmarkvörðinn Andreas Wolff og svo eru efnilegustu leikmenn Svíþjóðar og Austurríkis á leiðinni, þeir Lukas Nilsson og Nikola Bilyk. „Þetta er allt á góðri leið hjá okkur.“ EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalandsmeistara Kiel og fyrrverandi landsliðsþjálfari, var eins og aðrir Íslendingar svekktur yfir gengi íslenska liðsins á EM í Póllandi. Eins og flestum ætti að vera kunnugt fóru strákarnir okkar heim með skottið á milli lappanna eftir riðlakeppnina. Sigur vannst á Noregi í fyrsta leik en síðan tapaði liðið gegn Hvíta-Rússlandi og Króatíu. Mikil vonbrigði. „Mér fannst leikurinn gegn Noregi mjög góður. Leikurinn gegn Hvíta-Rússlandi var ekki nógu góður og Króata-leikurinn var skelfilegur. Mér fannst varnarleikurinn ekki góður í neinum leiknum,“ segir Alfreð en þó að landsliðið hafi verið ánægt með varnarleikinn gegn Noregi þá var Alfreð ekkert sérstaklega hrifinn. „Hann var skástur þar en ekkert stórkostlegur samt. Norðmennirnir náðu ekki að nýta sér gallana á íslensku vörninni. Hvít-Rússaleikurinn var auðvitað ótrúlegur. Að skora 38 mörk og ná ekki að vinna. Það er eiginlega ekki hægt.“Vísir/GettyEkki að yngja bara til að yngja Landsliðsþjálfarinn fyrrverandi vill sjá leikmenn liðsins axla ábyrgð og sjá til þess að liðið komist á HM á næsta ári. „Við vorum auðvitað heppnir að enda í efri styrkleikaflokknum fyrir HM-umspilið. Þetta lið sem var í Póllandi þarf að rífa sig upp á rassgatinu og klára þá leiki. Við erum óneitanlega með svolítið gamalt lið en hvað svo? Við getum ekki bara yngt liðið til þess að yngja það. Þeir sem eiga einhver ár eftir þurfa að vera áfram en svo er óhjákvæmileg umbreyting á liðinu,“ segir Alfreð en hann vill síðan sjá breytingar á liðinu á HM í Frakklandi.Í fótspor Svíanna? „Einhvern tímann þarf að koma að því að Ólafur Guðmundsson og fleiri fái að axla meiri ábyrgð og sýna hvort þeir séu alvöru landsliðsefni eða ekki. Síðan erum við með yngri leikmenn sem margir hverjir eru efnilegir. Við erum hugsanlega að lenda í sömu vandræðum og Svíar á sínum tíma þegar Stefan Lövgren og félagar hættu allir á einu bretti. Kynslóðin sem kom á eftir þeim hafði aldrei fengið að spila og vissi ekki hvað landsliðið var.“ Alfreð hefur eflaust sínar skoðanir á því hvað eigi að gera í landsliðsþjálfaramálum núna en vildi ekki blanda sér í þá umræðu.Vísir/GettyAllt á réttri leið hjá okkur Heima fyrir stendur Alfreð í ströngu við að verja Þýskalandsmeistaratitilinn. Hann er með mikið breytt lið og missti til að mynda Aron Pálmarsson og Filip Jicha frá félaginu. Þrátt fyrir það er lið hans í öðru sæti og aðeins tveim stigum á eftir toppliði Rhein-Neckar Löwen. „Ég hef fulla trú á því að við verðum í baráttunni allt til enda,“ segir Alfreð sem er þegar farinn að horfa til framtíðar og meðal annars búinn að tryggja sér þýska landsliðsmarkvörðinn Andreas Wolff og svo eru efnilegustu leikmenn Svíþjóðar og Austurríkis á leiðinni, þeir Lukas Nilsson og Nikola Bilyk. „Þetta er allt á góðri leið hjá okkur.“
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn