Frasakóngur íslenskra kvikmynda Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 30. janúar 2016 09:00 Ari Matthíasson og Ingibjörg Stefánsdóttir í hlutverkum sínum í Veggfóðri. Kvikmyndin Veggfóður var frumsýnd árið 1992. Fréttablaðið tók stöðuna á nokkrum af þeim sem fóru með hlutverk í myndinni. Sumir hafa haldið sig við leiklistina, á ólíkan máta þó, og aðrir fetað annan veg. Veggfóður verður sýnd í Bíói Paradís á morgun.Hugleikur Dagsson, einn af stofnendum költmyndaklúbbsins.Vísir/AntonBrinkHver man ekki eftir frösunum „Pís Of Keik“, „Tönnunum hans afa“ og „Passaðu þig á krókódílamanninum“ úr kvikmyndinni Veggfóður eftir Júlíus Kemp? Veggfóður var frumsýnd í Bíóborginni við Snorrabraut fyrir fullum sal gesta haustið 1992. Meðal þeirra sem fóru með hlutverk í myndinni voru þau Baltasar Kormákur, Steinn Ármann, Ari Matthíasson, Flosi Ólafsson heitinn, Dóra Takefusa og Ingibjörg Stefánsdóttir. Margt hefur drifið á daga aðstandenda myndarinnar síðan hún var frumsýnd fyrir um 24 árum. Margir hverjir héldu áfram á listasviðinu og aðrir héldu í allt aðrar áttir. Á morgun mun költmyndaklúbburinn Svartir sunnudagar sýna Veggfóður klukkan 20.00.Veggfóður Veggfóður„Okkur fannst vanta þessa tilteknu afþreyingarsneið í menningarlandslag borgarinnar. Síðan þá höfum við sýnt um það bil 100 kvikmyndir, margar þekktar, margar gleymdar en allar merkilegar. Ef eitthvað er íslenskt költ þá er það Veggfóður. Það kom varla annað til greina en Veggfóður. Hún ber helstu einkenni költmynda. Er rödd síns tíma, full af nekt og ofbeldi og fyrst og fremst ógleymanlegum frösum. Svo er myndin líka frábært tímahylki hvað varðar tónlistina,“ segir Hugleikur Dagsson, einn af stofnendum klúbbsins, spenntur fyrir kvöldinu. Frá því að Svartir sunnudagar voru stofnaðir hefur hefðin verið sú að fá listamenn til að hanna ný plaköt fyrir sýningarnar og í þetta sinn fengu þeir félagar til liðs við sig tónlistar- og listakonuna Lóu Hjálmtýsdóttir. „Lóa er algjör snillingur hún teiknaði sjálfan krókódílamanninn á veggspjald Veggfóðurs. Hver man ekki eftir frasanum „Passaðu þig á krókódílamanninum?“ spyr Hugleikur og skellir upp úr. Bíó og sjónvarp Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Kvikmyndin Veggfóður var frumsýnd árið 1992. Fréttablaðið tók stöðuna á nokkrum af þeim sem fóru með hlutverk í myndinni. Sumir hafa haldið sig við leiklistina, á ólíkan máta þó, og aðrir fetað annan veg. Veggfóður verður sýnd í Bíói Paradís á morgun.Hugleikur Dagsson, einn af stofnendum költmyndaklúbbsins.Vísir/AntonBrinkHver man ekki eftir frösunum „Pís Of Keik“, „Tönnunum hans afa“ og „Passaðu þig á krókódílamanninum“ úr kvikmyndinni Veggfóður eftir Júlíus Kemp? Veggfóður var frumsýnd í Bíóborginni við Snorrabraut fyrir fullum sal gesta haustið 1992. Meðal þeirra sem fóru með hlutverk í myndinni voru þau Baltasar Kormákur, Steinn Ármann, Ari Matthíasson, Flosi Ólafsson heitinn, Dóra Takefusa og Ingibjörg Stefánsdóttir. Margt hefur drifið á daga aðstandenda myndarinnar síðan hún var frumsýnd fyrir um 24 árum. Margir hverjir héldu áfram á listasviðinu og aðrir héldu í allt aðrar áttir. Á morgun mun költmyndaklúbburinn Svartir sunnudagar sýna Veggfóður klukkan 20.00.Veggfóður Veggfóður„Okkur fannst vanta þessa tilteknu afþreyingarsneið í menningarlandslag borgarinnar. Síðan þá höfum við sýnt um það bil 100 kvikmyndir, margar þekktar, margar gleymdar en allar merkilegar. Ef eitthvað er íslenskt költ þá er það Veggfóður. Það kom varla annað til greina en Veggfóður. Hún ber helstu einkenni költmynda. Er rödd síns tíma, full af nekt og ofbeldi og fyrst og fremst ógleymanlegum frösum. Svo er myndin líka frábært tímahylki hvað varðar tónlistina,“ segir Hugleikur Dagsson, einn af stofnendum klúbbsins, spenntur fyrir kvöldinu. Frá því að Svartir sunnudagar voru stofnaðir hefur hefðin verið sú að fá listamenn til að hanna ný plaköt fyrir sýningarnar og í þetta sinn fengu þeir félagar til liðs við sig tónlistar- og listakonuna Lóu Hjálmtýsdóttir. „Lóa er algjör snillingur hún teiknaði sjálfan krókódílamanninn á veggspjald Veggfóðurs. Hver man ekki eftir frasanum „Passaðu þig á krókódílamanninum?“ spyr Hugleikur og skellir upp úr.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira