Borgun á von á fimm milljörðum í peningum vegna sölunnar á Visa Europe Bjarki Ármannsson skrifar 9. febrúar 2016 17:33 Greiðslukortafyrirtækið Borgun á von á því að fá 33,9 milljónir evra, rúmlega 4,8 milljarða króna, í peningum við fullnustu sölu á Visa Europe. Vísir/Ernir Greiðslukortafyrirtækið Borgun á von á því að fá 33,9 milljónir evra, rúmlega 4,8 milljarða króna, í peningum við fullnustu sölu á Visa Europe. Fyrirtækið segist enga ástæðu hafa haft til að ætla að Landsbankinn væri grandalaus um rétt Borgunar til söluhagnaðar ef af sölu á Visa Europe yrði. Þetta kemur fram í svari Borgunar við fyrirspurn Landsbankans frá því fyrir helgi, þar sem bankinn spyr hvort upplýsingar hafi legið fyrir um rétt Borgunar til söluhagnaðar þegar kynningarfundir voru haldnir vegna fyrirhugaðrar sölu bankans á hlutum sínum í Borgun. Landsbankinn seldi rúmlega þrjátíu prósenta hlut í fyrirtækinu fyrir 2,2 milljarða til stjórnenda og hóps fjárfesta árið 2014 en salan hefur sætt talsverðri gagnrýni að undanförnu. Hluturinn var ekki boðinn út og því ekki á allra færi að bjóða í hann. Þá setti bankinn ekki skilyrði við söluna að ef kaupum á Visa Europe yrði myndu greiðslur sem Borgun fengi renna til Landsbankans í samræmi við hlut bankans. Það gerði hann hins vegar þegar bankinn seldi 38 prósenta hlut sinn í Valitor til Arion banka þremur vikum síðar. Bankinn hefur borið því fyrir sig að hann hafi haft takmarkaðar upplýsingar um Borgun þegar eignarhluturinn var seldur. Borgun sagði í yfirlýsingu í gær að bankinn hafi haft aðgang að öllum gögnum í tengslum við söluna. Í svarinu í dag segir svo að Borgun eigi von á því að 33,9 milljónir evra í peningum við fullnustu sölunnar á Visa Europe. Sömuleiðis fái fyrirtækið forgangshlutabréf í Visa Inc. og afkomutengda greiðslu árið 2020. Borgun mun færa upp mat sitt á eignarhlut sínum í Visa Europe í lok árs 2015 um 38,6 milljónir evra, tæplega 5,5 milljarða króna.Svar Borgunar til bankans má finna í viðhengi við þessa frétt. Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn hafnar ásökunum um óheilindi við söluna á Borgun Bankinn hefur sent Alþingi greinargerð vegna sölunnar. 26. janúar 2016 18:31 Landsbankinn hefur ekki fengið svör frá Borgun Landsbankinn segist ekki hafa haft vitneskju um að Borgun ætti rétt til greiðslna vegna valréttar í tengslum við samruna Visa Inc. og Visa Europe, kæmi til þess að hann yrði virkjaður. 8. febrúar 2016 19:00 Borgun metin á allt að 26 milljarða króna Kortafyrirtækið Borgun er metið á allt að 26 milljarða samkvæmt nýju virðismati sem endurskoðunarfyrirtækið KPMG hefur unnið fyrir stjórn Borgunar. 5. febrúar 2016 08:07 Landsbankinn hafði allar upplýsingar um Borgun samkvæmt Borgun Sérstakt gagnaherbergi var útbúið í tengslum við söluna á eignarhlut ríkisbankans í fyrirtækinu árið 2014. 8. febrúar 2016 11:37 Bankasýslan óskar eftir upplýsingum frá Landsbankanum Bankasýsla ríkisins hefur óskað eftir upplýsingum fra Landsbankanum um hvernig staðið var að sölunni á Borgun. Bref þessa efnis var sent Landsbankanum i gær. Þetta kom fram i máli Lárusar Blöndal stjórnarformanns Bankasýslunnar þegar hann mætti a fund fjárlaganefndar i morgun. 27. janúar 2016 08:32 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Sjá meira
Greiðslukortafyrirtækið Borgun á von á því að fá 33,9 milljónir evra, rúmlega 4,8 milljarða króna, í peningum við fullnustu sölu á Visa Europe. Fyrirtækið segist enga ástæðu hafa haft til að ætla að Landsbankinn væri grandalaus um rétt Borgunar til söluhagnaðar ef af sölu á Visa Europe yrði. Þetta kemur fram í svari Borgunar við fyrirspurn Landsbankans frá því fyrir helgi, þar sem bankinn spyr hvort upplýsingar hafi legið fyrir um rétt Borgunar til söluhagnaðar þegar kynningarfundir voru haldnir vegna fyrirhugaðrar sölu bankans á hlutum sínum í Borgun. Landsbankinn seldi rúmlega þrjátíu prósenta hlut í fyrirtækinu fyrir 2,2 milljarða til stjórnenda og hóps fjárfesta árið 2014 en salan hefur sætt talsverðri gagnrýni að undanförnu. Hluturinn var ekki boðinn út og því ekki á allra færi að bjóða í hann. Þá setti bankinn ekki skilyrði við söluna að ef kaupum á Visa Europe yrði myndu greiðslur sem Borgun fengi renna til Landsbankans í samræmi við hlut bankans. Það gerði hann hins vegar þegar bankinn seldi 38 prósenta hlut sinn í Valitor til Arion banka þremur vikum síðar. Bankinn hefur borið því fyrir sig að hann hafi haft takmarkaðar upplýsingar um Borgun þegar eignarhluturinn var seldur. Borgun sagði í yfirlýsingu í gær að bankinn hafi haft aðgang að öllum gögnum í tengslum við söluna. Í svarinu í dag segir svo að Borgun eigi von á því að 33,9 milljónir evra í peningum við fullnustu sölunnar á Visa Europe. Sömuleiðis fái fyrirtækið forgangshlutabréf í Visa Inc. og afkomutengda greiðslu árið 2020. Borgun mun færa upp mat sitt á eignarhlut sínum í Visa Europe í lok árs 2015 um 38,6 milljónir evra, tæplega 5,5 milljarða króna.Svar Borgunar til bankans má finna í viðhengi við þessa frétt.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn hafnar ásökunum um óheilindi við söluna á Borgun Bankinn hefur sent Alþingi greinargerð vegna sölunnar. 26. janúar 2016 18:31 Landsbankinn hefur ekki fengið svör frá Borgun Landsbankinn segist ekki hafa haft vitneskju um að Borgun ætti rétt til greiðslna vegna valréttar í tengslum við samruna Visa Inc. og Visa Europe, kæmi til þess að hann yrði virkjaður. 8. febrúar 2016 19:00 Borgun metin á allt að 26 milljarða króna Kortafyrirtækið Borgun er metið á allt að 26 milljarða samkvæmt nýju virðismati sem endurskoðunarfyrirtækið KPMG hefur unnið fyrir stjórn Borgunar. 5. febrúar 2016 08:07 Landsbankinn hafði allar upplýsingar um Borgun samkvæmt Borgun Sérstakt gagnaherbergi var útbúið í tengslum við söluna á eignarhlut ríkisbankans í fyrirtækinu árið 2014. 8. febrúar 2016 11:37 Bankasýslan óskar eftir upplýsingum frá Landsbankanum Bankasýsla ríkisins hefur óskað eftir upplýsingum fra Landsbankanum um hvernig staðið var að sölunni á Borgun. Bref þessa efnis var sent Landsbankanum i gær. Þetta kom fram i máli Lárusar Blöndal stjórnarformanns Bankasýslunnar þegar hann mætti a fund fjárlaganefndar i morgun. 27. janúar 2016 08:32 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Sjá meira
Landsbankinn hafnar ásökunum um óheilindi við söluna á Borgun Bankinn hefur sent Alþingi greinargerð vegna sölunnar. 26. janúar 2016 18:31
Landsbankinn hefur ekki fengið svör frá Borgun Landsbankinn segist ekki hafa haft vitneskju um að Borgun ætti rétt til greiðslna vegna valréttar í tengslum við samruna Visa Inc. og Visa Europe, kæmi til þess að hann yrði virkjaður. 8. febrúar 2016 19:00
Borgun metin á allt að 26 milljarða króna Kortafyrirtækið Borgun er metið á allt að 26 milljarða samkvæmt nýju virðismati sem endurskoðunarfyrirtækið KPMG hefur unnið fyrir stjórn Borgunar. 5. febrúar 2016 08:07
Landsbankinn hafði allar upplýsingar um Borgun samkvæmt Borgun Sérstakt gagnaherbergi var útbúið í tengslum við söluna á eignarhlut ríkisbankans í fyrirtækinu árið 2014. 8. febrúar 2016 11:37
Bankasýslan óskar eftir upplýsingum frá Landsbankanum Bankasýsla ríkisins hefur óskað eftir upplýsingum fra Landsbankanum um hvernig staðið var að sölunni á Borgun. Bref þessa efnis var sent Landsbankanum i gær. Þetta kom fram i máli Lárusar Blöndal stjórnarformanns Bankasýslunnar þegar hann mætti a fund fjárlaganefndar i morgun. 27. janúar 2016 08:32