Mourinho driftar nýja Jaguar jeppanum Finnur Thorlacius skrifar 8. febrúar 2016 16:21 José Mourinho, fyrrum þjálfari Chelsea, á Jaguar F-Type Coupe fólksbíl og er nú búinn að panta sér eintak af nýja jeppa Jaguar, F-Pace. Honum var boðið um daginn að prófa jeppann, sem enn er ekki kominn á markað, á frosnu stöðuvatni norðarlega í Svíþjóð og þar voru engar hindranir sem trufla eins villtan akstur og hver óskar sér. Þar fékk Mourinho góða æfingu í að drifta jeppanum með tryggri aðstoð finnska ökumannsins Tommi Karrinaho. Að sögn Mourinho fékk hann samskonar hroll við að sitja í bílnum hjá Tommi og hann þekkir þegar hann gengur inná fótboltavöll troðfullan af 80.000 áhorfendum. Mourinho fékk að sitja í hjá Tommi er hann reyndi getu bílsins að fullu í svokölluðum “flying lap” hring. Þar hafði hann líka bílinn til þess, því undir húddi F-Pace jeppans er 380 hestafla V6 vél með keflablásara og með henni er þessi myndarlegi jeppi aðeins 5,1 sekúndu í hundraðið. Stöðuvatnið sem Mourinho ók jeppanum á er aðeins 40 kílómetra fyrir sunnar norðurheimskautsbaug og frostið þar var um 30 gráður í prufunum. Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent
José Mourinho, fyrrum þjálfari Chelsea, á Jaguar F-Type Coupe fólksbíl og er nú búinn að panta sér eintak af nýja jeppa Jaguar, F-Pace. Honum var boðið um daginn að prófa jeppann, sem enn er ekki kominn á markað, á frosnu stöðuvatni norðarlega í Svíþjóð og þar voru engar hindranir sem trufla eins villtan akstur og hver óskar sér. Þar fékk Mourinho góða æfingu í að drifta jeppanum með tryggri aðstoð finnska ökumannsins Tommi Karrinaho. Að sögn Mourinho fékk hann samskonar hroll við að sitja í bílnum hjá Tommi og hann þekkir þegar hann gengur inná fótboltavöll troðfullan af 80.000 áhorfendum. Mourinho fékk að sitja í hjá Tommi er hann reyndi getu bílsins að fullu í svokölluðum “flying lap” hring. Þar hafði hann líka bílinn til þess, því undir húddi F-Pace jeppans er 380 hestafla V6 vél með keflablásara og með henni er þessi myndarlegi jeppi aðeins 5,1 sekúndu í hundraðið. Stöðuvatnið sem Mourinho ók jeppanum á er aðeins 40 kílómetra fyrir sunnar norðurheimskautsbaug og frostið þar var um 30 gráður í prufunum.
Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent