Ást hinsegin fólks og menning og saga svartra í hávegum höfð í hálfleik Super Bowl Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2016 10:10 Eins og venjan er biðu áhorfendur spenntir eftir hálfleiknum í úrslitaleik NFL-deildarinnar, Super Bowl, sem fram fór í Santa Clara í Bandaríkjunum í nótt en jafnan er mikið lagt í tónlistaratriði hálfleiksins. Tónlistarmennirnir Coldplay, Beyoncé og Bruno Mars komu fram í hálfleiknum þetta árið og var búið að hita ærlega upp fyrir herlegheitin þar sem Coldplay og Beyoncé gáfu út lag saman seint á síðasta ári, A Hymn for the Weekend, auk þess sem sú síðarnefnda gaf óvænt út nýtt lag og myndband á laugardaginn, eða degi fyrir Super Bowl-sýninguna. Coldplay stigu fyrst á svið í öllum regnbogans litum sem flestum virtist vera eðlileg vísun í plötuumslag nýjustu plötu sveitarinnar, A Head Full of Dreams, en fljótlega kom í ljós að með litunum var sveitin að fagna ást hinsegin fólks. Á einum tímapunkti fór söngvarinn Chris Martin til áhorfenda og sveiflaði einn þeirra regnbogafánanum, fána hinsegin fólks yfir höfði hans. Í lok atriðisins mynduðu héldu áhorfendur á leikvanginum síðan upp spjöldum sem mynduðu orðin "Believe in Love" (ísl. „Trúðu á ástina“) í regnbogalitunum. Sýningin í hálfleik fagnaði þó ekki aðeins ást hinsegin fólks heldur var saga og menning svartra í Bandaríkjunum í forgrunni þegar Beyoncé tók nýjasta lag sitt "Formation." Texti lagsins er fullur af vísunum í svarta menningu og sögu en búningar Beyoncé og dansara hennar töluðu einnig sínu máli. Jakki Beyoncé á Super Bowl í gær var ekki ósvipaður þessum sem Michael Jackson klæddist þegar hann kom fram á Super Bowl 1993.vísir/getty Búningur söngkonunnar var þannig vísun í búning Michael Jackson þegar hann kom fram á Super Bowl árið 1993. Dansararnir með Beyoncé voru síðan með svarta alpahúfu sem er vísun í Svörtu hlébarðana, aktívista sem börðust fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Beyoncé's dancers paying homage to the Black Panthers at the Superbowl wins Black History Month. #SB50 pic.twitter.com/YQT2TDEuk3— OurBKSocial (@OurBKSocial) February 8, 2016 Það má því segja að það hafi verið nóg af pólitík í hálfleik Super Bowl í gær en atriðið má sjá í heild sinni hér að neðan. Hinsegin NFL Ofurskálin Tengdar fréttir Lady Gaga fór enn á ný sínar eigin leiðir Veðmálasíðum ber ekki saman um það hve langan tíma flutningurinn tók. 8. febrúar 2016 09:46 Peyton endar ferillinn sem NFL-meistari og getur þakkað vörninni sinni fyrir Denver Broncos varð í nótt meistari í ameríska fótboltanum eftir 24-10 sigur á Carolina Panthers í fimmtugasta Super Bowl leiknum sem fram fór á Levi´s leiknum í San Francisco. 8. febrúar 2016 03:28 Beyonce kom, sá og sigraði Super Bowl Heiðraði Michael Jackson í búningavali. 8. febrúar 2016 10:00 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Eins og venjan er biðu áhorfendur spenntir eftir hálfleiknum í úrslitaleik NFL-deildarinnar, Super Bowl, sem fram fór í Santa Clara í Bandaríkjunum í nótt en jafnan er mikið lagt í tónlistaratriði hálfleiksins. Tónlistarmennirnir Coldplay, Beyoncé og Bruno Mars komu fram í hálfleiknum þetta árið og var búið að hita ærlega upp fyrir herlegheitin þar sem Coldplay og Beyoncé gáfu út lag saman seint á síðasta ári, A Hymn for the Weekend, auk þess sem sú síðarnefnda gaf óvænt út nýtt lag og myndband á laugardaginn, eða degi fyrir Super Bowl-sýninguna. Coldplay stigu fyrst á svið í öllum regnbogans litum sem flestum virtist vera eðlileg vísun í plötuumslag nýjustu plötu sveitarinnar, A Head Full of Dreams, en fljótlega kom í ljós að með litunum var sveitin að fagna ást hinsegin fólks. Á einum tímapunkti fór söngvarinn Chris Martin til áhorfenda og sveiflaði einn þeirra regnbogafánanum, fána hinsegin fólks yfir höfði hans. Í lok atriðisins mynduðu héldu áhorfendur á leikvanginum síðan upp spjöldum sem mynduðu orðin "Believe in Love" (ísl. „Trúðu á ástina“) í regnbogalitunum. Sýningin í hálfleik fagnaði þó ekki aðeins ást hinsegin fólks heldur var saga og menning svartra í Bandaríkjunum í forgrunni þegar Beyoncé tók nýjasta lag sitt "Formation." Texti lagsins er fullur af vísunum í svarta menningu og sögu en búningar Beyoncé og dansara hennar töluðu einnig sínu máli. Jakki Beyoncé á Super Bowl í gær var ekki ósvipaður þessum sem Michael Jackson klæddist þegar hann kom fram á Super Bowl 1993.vísir/getty Búningur söngkonunnar var þannig vísun í búning Michael Jackson þegar hann kom fram á Super Bowl árið 1993. Dansararnir með Beyoncé voru síðan með svarta alpahúfu sem er vísun í Svörtu hlébarðana, aktívista sem börðust fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Beyoncé's dancers paying homage to the Black Panthers at the Superbowl wins Black History Month. #SB50 pic.twitter.com/YQT2TDEuk3— OurBKSocial (@OurBKSocial) February 8, 2016 Það má því segja að það hafi verið nóg af pólitík í hálfleik Super Bowl í gær en atriðið má sjá í heild sinni hér að neðan.
Hinsegin NFL Ofurskálin Tengdar fréttir Lady Gaga fór enn á ný sínar eigin leiðir Veðmálasíðum ber ekki saman um það hve langan tíma flutningurinn tók. 8. febrúar 2016 09:46 Peyton endar ferillinn sem NFL-meistari og getur þakkað vörninni sinni fyrir Denver Broncos varð í nótt meistari í ameríska fótboltanum eftir 24-10 sigur á Carolina Panthers í fimmtugasta Super Bowl leiknum sem fram fór á Levi´s leiknum í San Francisco. 8. febrúar 2016 03:28 Beyonce kom, sá og sigraði Super Bowl Heiðraði Michael Jackson í búningavali. 8. febrúar 2016 10:00 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Lady Gaga fór enn á ný sínar eigin leiðir Veðmálasíðum ber ekki saman um það hve langan tíma flutningurinn tók. 8. febrúar 2016 09:46
Peyton endar ferillinn sem NFL-meistari og getur þakkað vörninni sinni fyrir Denver Broncos varð í nótt meistari í ameríska fótboltanum eftir 24-10 sigur á Carolina Panthers í fimmtugasta Super Bowl leiknum sem fram fór á Levi´s leiknum í San Francisco. 8. febrúar 2016 03:28