Sögufrægur gítar eyðilagður við tökur Hateful Eight Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2016 15:59 Gítarinn er frá áttunda áratug nítjándu aldar. Sögufrægur gítar var óvart eyðilagður við tökurnar á nýjustu mynd Quentin Tarantino, The Hateful Eight. Gítarinn var smíðaður á áttunda áratug nítjándu aldar og var í láni frá Martin Guitar Museum, en það átti að eyðileggja endurgerð af gítarnum.Hugsanlegir Spoilerar hér að neðan Gítarinn er eyðilagður þegar Daisy Domergue, sem leikin er af Jennifer Jason Leigh, er að spila lag og John Ruth, Kurt Russel, kemur og hlustar á. Undir lok lagsins bregst Ruth reiður við og lemur gítarnum í vegg. Þegar framleiðendur myndarinnar fengu gítarinn að láni voru gerðar sex eftirmyndir af honum. Þegar Daisy var búin að spila lagið átti að skipta gítarnum út fyrir eftirlíkingu, en það gleymdist að segja Kurt Russel það. Hann reif gítarinnar af Leigh og barði honum í vegg, eins og hann átti að gera. Leigh var mjög brugðið við þetta atvik og enduðu raunveruleg viðbrögð hennar í myndinni sjálfri. Gítarinn er brotinn í lok myndbandsins.Forsvarsmenn Martin Guitar safnsins eru reiðir yfir atvikinu. Þeim var upprunalega tilkynnt að gítarinn hefði eyðilagst í slysi. Í samtali við Independent segir yfirmaður safnsins að þau hafi talið að vinnupallur hefði dottið á gítarinn eða eitthvað slíkt. Það kom þó fram í viðtali við hljóðmann myndarinnar, Mark Ulano á dögunum, hvað raunverulega gerðist. Þar að auki var gítarinn einungis tryggður fyrir upprunalegt söluverðmæti, en ekki verðmætis síns sem safngripur. Safnið ætlar aldrei aftur að lána gítara til kvikmyndaframleiðenda. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Sögufrægur gítar var óvart eyðilagður við tökurnar á nýjustu mynd Quentin Tarantino, The Hateful Eight. Gítarinn var smíðaður á áttunda áratug nítjándu aldar og var í láni frá Martin Guitar Museum, en það átti að eyðileggja endurgerð af gítarnum.Hugsanlegir Spoilerar hér að neðan Gítarinn er eyðilagður þegar Daisy Domergue, sem leikin er af Jennifer Jason Leigh, er að spila lag og John Ruth, Kurt Russel, kemur og hlustar á. Undir lok lagsins bregst Ruth reiður við og lemur gítarnum í vegg. Þegar framleiðendur myndarinnar fengu gítarinn að láni voru gerðar sex eftirmyndir af honum. Þegar Daisy var búin að spila lagið átti að skipta gítarnum út fyrir eftirlíkingu, en það gleymdist að segja Kurt Russel það. Hann reif gítarinnar af Leigh og barði honum í vegg, eins og hann átti að gera. Leigh var mjög brugðið við þetta atvik og enduðu raunveruleg viðbrögð hennar í myndinni sjálfri. Gítarinn er brotinn í lok myndbandsins.Forsvarsmenn Martin Guitar safnsins eru reiðir yfir atvikinu. Þeim var upprunalega tilkynnt að gítarinn hefði eyðilagst í slysi. Í samtali við Independent segir yfirmaður safnsins að þau hafi talið að vinnupallur hefði dottið á gítarinn eða eitthvað slíkt. Það kom þó fram í viðtali við hljóðmann myndarinnar, Mark Ulano á dögunum, hvað raunverulega gerðist. Þar að auki var gítarinn einungis tryggður fyrir upprunalegt söluverðmæti, en ekki verðmætis síns sem safngripur. Safnið ætlar aldrei aftur að lána gítara til kvikmyndaframleiðenda.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira